Frábært skref hjá Krónunni

Ég fagna því að Krónan opni lágvöruverslanir á kostnað Nóatúns. Ég bý á 105 R. og í hitteðfyrra átti ég samtal við fólk í því hverfi, þar sem ég var að vinna: fólki var mjög umhugað að fá lágvöruverslun í hverfið. Umræðan snérist m.a. um að fá Jóhannes í Bónus til að opna Iceland verslun í hverfinu.

Því miður lést Jóhannes um aldur fram, og ég hitti hann ekki ekki eftir að hafa heyrt óskir íbúanna á 105. En töluvert er af öldruðu fólki á 105, og það á skilið að geta verslað í lágvöruverslun, sem og við hin í hverfinu.

Vissulega eru lágvöruverslanir í grennd, t.d. Bónus Holtagörðum og Bónus Laugavegi. En það sem vantar í hverfi 105 á svæðinu sem markast kringum Laugardagslaug, og er jafnvel í göngufæri, eða stuttri strætóferð fyriri aldraða, er einmitt LÁGVÖRUVERSLUN.

Ég fagna komu Krónunnar í mínu hverfi! 


mbl.is Buddan rekur fólk frekar í Krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband