Fordómar gagnv. Múslimum fyrir fjölkvæni - En það á sér skýringar.

Svokallað fjölkvæni Múslima á sér aldagamla hefð sem skapaðist aðallega vegna þjóðfélagslegra aðstæðna. Vegna stríðsátaka. Eiginmenn voru kallaðir í stríð, og þeir sem féllu komu auðvitað ekki til baka.

Eiginkonur og börn stóðu ein uppi. Hvað varð til bragðs? Á þessum tímum voru hvorki til ekkju- né barnabætur.

Og hvað gerðist? Næsti nágranni tók að sér ekkjur og föðurlaus börn. Oft margar.

Líklega varð það hefð með tímanum að þessi nágranni varð að kvænast konunni, eða konunum, vegna þess að í þessum þjóðfélögum tíðkast það ekki að kona bara búi með manni.

Sem sagt, stríð leiðir til þess að konur urðu ekkjur, þannig að mun meira var af konum á lausu en karlmenn. Þeir tóku þær að sér, í viðbót við eiginkonuna. Þannig varð fjölkvænið til.

Ég las um þetta í Kóraninum í fyrra, en kunningjafólk mitt eru múslimar frá Pakistan og lánuðu mér Kóraninn sem ég gluggaði aðeins í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband