1.11.2014 | 00:55
"Eina Clinton" takk
Já, það má segja að Bæjarins bestu sé að verða að frægasta pylsusölustað í heimi.
Fyrir nokkrum árum átti ég tal við eigandann er ég var að kaupa mér pylsu, og rak augun í mynd af Clinton sjálfum að kaupa sér pylsu þarna. Eigandinn tjáði mér að þegar Clinton kom, hafi þau komist að samkomulagi að hann vildi bara sinnep á pylsuna, ekkert annað.
Svo leið einhver tími, og ég kem að pylsuvagninum til að kaupa mér eina. Tek strax eftir að myndina af Clinton vantar. Hún hangir ekki lengur þarna á vegg vagnsins og venjulega. Ég hef orð á þessu við pylsusalann um leið og hann afgreiðir mína. Svarið einfalt: myndinni af Clinton var stolið!
Frægasti pylsusali heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.