Háar prófeinkunnir í skriflegum prófum segja ekki til um tilfinningagreind

Ég óska Gísla Þór Axelssyni velfarnaðar í væntanlegu læknanámi. Það er ekki nægilegt að væntanlegir læknastúdendar séu bara góðir á bókina, eins og sagt er, en mikilvægt er að starfandi læknar geti tekist á við mannleg samskipti, sem eru ekki alltaf auðvelt í læknastétt. En mér skilst að væntanlegir eða núverandi læknastúdentar séu nú ekki prófaðir svo mikið í þeim geiranum.

 

Sá þáttur vill svolítið gleymast og það kemur vissulega niður á sjúklingum og væntanlega starfandi lækni þegar út í atvinnulífið er komið.

 

En það verður athyglisvert að fylgjast með Gísla Þór í framtíðinni, og vonandi farnast honum vel í væntanlegu læknanámi og störfum. Enda finnst mér ungt fólk í dag yfirleitt mjög jákvætt enda hefur það upp til hópa verið alið upp af einstæðum mæðrum.


mbl.is Hæstur á inntökuprófi læknadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það hefur til þessa aðeins verið metið hverjar námsgáfur nemenda eru í bóknámi, en nútímaþekking á greind segir að slíkt mat á einstaklingum segi mjög lítið um framtíðagetu fólks í lífinu. En þar komi margir aðrir þættir til.

Vísa ég þar til greinar í Fréttarblaðinu nú um helgina þar sem viðtal við unga konu sem á móður sem hefur verið greind greindarskert. Er ég skrifaði smá pistil við í athugasemdardálki.

En hefur greinilega gáfur á ýmsum sviðum sem skipta máli í uppeldi barna. Greind sem fólk sem talið er hafa mikla greind samkvæmt stöðlum samfélagsins, en hefur bara alls ekki greind eða hæfileika til að ala upp börn.

Kristbjörn Árnason, 6.7.2014 kl. 09:11

2 Smámynd: corvus corax

"...ungt fólk í dag yfirleitt mjög jákvætt enda hefur það upp til hópa verið alið upp af einstæðum mæðrum." Þessi fullyrðing veldur því að ég efast hreinlega um greind þess sem svona skrifar. Einnig efast ég um að ungt fólk nú til dags sé upp til hópa alið upp af einstæðum mæðrum. "Upp til hópa" er í mínum skilningi að langmestu eða nánast öllu leyti, því finnst mér fullyrðingin fáránleg enda þekki ég urmul af jákvæðu ungu fólki sem alið er upp af báðum foreldrum.

corvus corax, 6.7.2014 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband