Siv þarf vernd.

Já, Siv þarf vernd, þar sem hún er að glíma við fyrrverandi sambýlismann sem er greinilega sjúkur. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er greinilega ósáttur við skilnaðinn og hefur njósnað um ferðir Sifjar, og hefur líka farið fram á að fá hlutdeild í eftirlaunum hennar. Hann virðist svífast einskis. 

Vonandi tekst honum að vinna út úr vonbrigðum sínum, eftir þennan skilnað. Heimurinn er ekki hruninn þó að Sif hafi skilið við hann.

En maður hefur áhyggjur af manni sem kemur fyrir njósnatæki fyrir í bíl fyrrverandi; slíkur gaur er til alls vís, og hættulegur. Afbrotafræðin þekkir það. Því miður, eru til menn sem vildu fyrrverandi konuna sína frekar feiga, en að einhver annar maður fengi að njóta hennar.

Svona mál í samskiptum kynjanna fara ekki í manngreiningarálit. Það getur hver sem er lent í þessu. 


mbl.is Fylgdist með ferðum þingkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta er andstyggðar ofbeldi,vonandi tekur dómsvaldið á þessu sem fyrst,svo aðstandendur losni við umfjöllun.  

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband