Sammála um að draga eigi aðildarumsókn til baka ... ekki bara út af

... Icesave. En vegna þess að aðild að ESB er ekkert annað en aðild að kerfi á borð við hið gamla Soét. En Sovétríkin eru fallin undir lok. ESB er af ýmsum talið vera "hið nýja Sovét" - en viljum við fara þangað; viljum við vera hluti af því?

Ég set sjálf spurningarmerki við þetta kerfi. Mig grunar að ef þetta kerfi fær að ganga, og að á meðan að það gengur, þá er það gæluverkefni nokkurra aðila sem hafa hagnað að því. Annað ekki.

Þetta er kannski í mesta lagi kerfi, þar sem þeir sem fyrstir gengu inn í það hagnast mest (þ.e. fá mestu völdin, og auðvitað fjármagnið.), en þeir sem koma inn neðar í píramídanum, eða þessari keðju, verða leiksoppar kerfisins. Alveg eins og þeir sem láta glepjast af því að kaupa sig inn í hvers konar keðjubréf, stundum nefndir klúbbar, eða feðaklúbbar ... eða eitthva álíka.

Ég óska Íslandi ekki þess að ganga inn í neitt kerfi, sem gæti rýrt sjálfstæði landsins, sama hvaða gylliboð eru í vændum. Ísland og Íslendingar verða að sporna við hvers konar gylloboðum. Öll gylliboð fela í sér einhvers konar neikvæða ýmind og jafnvel svindl.

ESB minnir óneitanlega á alls konar gylliboð og keðjubréfa boð sem Íslendingar hafa fallið fyrir gegnum tíðina og tapað stórfé á. 

Mottóið er: ef þetta er of gott til að vera satt: þá er það lygi.

Hvað er það í rauninni sem Samfylkingin sér við píramýda-samtök á borð við ESB sem gæti komið Íslandi til góða?

Ég hvet þig, lesanda þessa bloggs,  að líta þér aðeins nær: til Norðmanna. Þeir hafa ekki gengið í ESB, og Norðmenn hafa líka hafnað þessu í kosningum. Norðmenn eru stórtækir en einnig lítillátir. 

Þeir eru upp til hópa hagsýnir, bæði hvað varðar eyðslu og yfirvinnu: þeir eyða ekki um efni fram og þeir vinna heldur ekki yfirgengilega yfirvinnu. Byggingar í kringum þá eru ekki endilega fullkomnar (t.d. skólar) og vegir ekki heldur. En þeir komast af. Enda spara Norðmenn og eiga eitthvað til mögru áranna (fjölskyldur og einstaklingar) og þessi sparnaður birtist líka í olíusjóðnum þeirra.

Olíusjóðurinn þeirra Norðmanna er ekki notaður í neitt bull innanlands. En ég skal ekki segja hvort Norðmenn hafa tapað eitthað af sjóðnum eftir fall fjármálamarkaða 2007-2008. En skv. upplýsingum, sem ég fékk frá frænku minni sem hefur búiðí Noregi í mörg ár, hafði ekkert af norska olíusjóðnum verið notað þarna innanlands.

En ég efast um að innganga Íslands í ESB skili miklu, enda er rándýrt að vera aðili að þessu, skilst mér. Hvað kostar það? Veist þú það?

Og ef við hugsum aðildina til enda; hver vill að við Íslendingar missum yfirráð yfir fiskmiðum okkar.

ESB er ekkrt annað en hið nýja "Sovét" - Viljum við lifa í þannig þjóðfélagi? Í svoleiðis ríki yrði landinu ekki stýrt frá Moskvu eins og í denn (þar sem karlar eins og Stalín stóðu í brúnni), heldur yrði landinu stýrt frá Brussel, og karlinn í brúnni væri sá sem hefði mesta fjármagnið á bávið sig.

Hljómar þeta nokkuð kunnuglega í þínum eyrum?

Ef ekki, þá skaltu spyrja þig hvaða aðilar voru aðallega í eyrunum á þér hér á Íslandi 2006-2010?

Þú þarft ekki að nefna nein nöfn, en nokkrir aðilar voru í hávegum hafðir hér í viðskiptalífunu. Það er hættulegt þegar að nokkrir aðilar komast í "guðs" tölu á þessum vettvangi.


mbl.is Baldur krefst þess að aðildarumsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar útúr mínum munni !! Takk

anna (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:34

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já og við verðum að halda umræðinni áfram, eins og við getum!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband