Æ, æ, Berlusconi karlinn kvartar undan hlerunum.

Þetta er Evrópa í dag. Þetta er heimurinn í dag. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Brlusconi sé sjálfur hleraður. Hann hefur sjálfur átt í þvílíku braski á undanfarnum árum og eru sum hver ólögleg að miklum líkundum. Ég setti inn blogg hér um árið "Berslusconi Taka I" en ég hef ekki haft tíma til að koma með framhaldið.

Allir sem eru í braski á við Berlusconi, og aðra, t.d. íslenska útrásarvíkinga, sem hafa stofnað félög á aflandseyjum, eru vafalaust í sjónauka yfirvalda í hverju landi fyrir sig. 

Málið er, að engar símahleranir fara fram í ríki, nema að sterkur grunur sé um að viðkomandi stundi ólögleg viðskipti, og/eða sé tengd(ur) ólöglegu athæfi af hvaða tagi sem er.

Ég segi bara fyrir mig: ef mikið er um hleranir hjá Ítölum, þá er eitthvað mikið í gangi í landinu sem er ólöglegt.

Eru það bara ekki hreinar línur?


mbl.is „Það er verið að njósna um okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann segir að hlerunarmenningin á Ítalíu sé einstök. Það getur verið að hægt sé að hlusta nánast hvern sem er í landinu. Hitt er annað má , að ég hef aldrei skilið öfundina út í Berlucsoni. Hann er eini maðurinn sem hefur getað haldið ríkisstjórn gangandi út heilt kjörtímabil á Ítalu frá því eftir stríð WWII og er forsætisráðherra í annað sinn. Maðurinn er þræl klár og hefur gálga húmor. Hann er moldríkur og hefur örugglega notað klókindi í sínum viðskiptum, en ekki líkja honum við eftirlýsta alþjóðaglæpamenn eins og Íslenska útrásarvíkinga, sem allir ættu að hanga í hæðsta tré.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband