Algerlega sammála að hækka í 18 ár.

Unglingar eru ungir og leika sér og eiga það til að aka of hratt. Þetta er auðvitað klisja hjá mér. Ég var eldri en unglingur þegar mér fannst gaman að keyra of hratt. Og ég keyrði líka of hratt sem unglingur með nýtt ökuskírteini. En sem betur fer lenti ég sjaldan í neinu ægilegu. Jú, reyndar klessti ég bíl eins kennara í Versó eitt árið, og þá var ég 22ja. Greinilega ennþá óreynd í lífinu eins og hver annar foli sem bregður á leik, án þess að hugsa út í afleiðingarnar.

Ég hef séð of mörg (dauða)slys þar sem ungmenni hafa orðið fórnarlömb, og þar sem aðstandendur sitja eftir í mikilli sorg. 

Ég segi bara fyrir mig, að það er ekki þess virði að lifa of hratt í lífinu.

Ekki stíga og mikið á pinnann, krakkar. Lifiði frekar lengur.

Því eldri sem við verðum, því rólegri verðum við hvað akstur hrærir. Og þeir sem eldri eru, og sem lesa þetta: ekki hlusta á ungdóminn sem gagnrýnir ykkur fyrir að aka og hægt.

Frekar segja reynslusögur af hrikalegum bilslysum til að hræða ungmennin frá því að aka um á þjóðvegum hér úti eins og bavíanar. 

Ökum hægar - Öryggi í akstri er betra en ævarandi öryrkja.


mbl.is Ökuleyfisaldur hækki í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband