Borgarstjórnarkosningar - Mér brá - 8 listar eru í boði! Hvað er í gangi?

Hverjir bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum? Jú, það eru:

 

Besti flokkurinn

Framsóknarflokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn

H-listinn

Reykjavíkurframboðið

Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkurinn

Vinstri-grænir

 

Ég hef reyndar ekki nennt, eða haft tíma til, að kíkja eða sækja póst í póstkassann hjá mér undanfarna daga, en líklegt er að þar liggi pésar og áróðursrit frá einhverjum af þessum flokkum/framboðum, en ég hlakka til að kíkja í póstkassann ef einhver af þessum framboðum hafi sent eitthvað bitastætt út.

En ég hafði smá glufu til að kíkja í Fréttablaðið í dag og sá auglýsingu á bls. 32 um að Oddvitar í Borginni ætla að mæta Háskólanum í Reykjavík í Nauthólsvík miðvikud. 5. maí milli 12 og eitt.

Þar ku oddvitar ofangreindra flokka/framboða verða með erindi og svara svo fyrirspurnum úr sal.

Það sem vakti ekki hvað síst athygli mína í þessari auglýsingu, var í hvaða röð framboðin voru fram sett (en hér að ofan nefni ég þau í stafrósföð): En í auglýsingunni í FB eru þau röðuð m.v. stafrósröð oddvita viðkomandi framboða, sem verða með framsögu í HR á morgin, og þá verður röðin þessi:

Samfylkingin  - Dagur B. Eggertsson

Framsóknarflokkur - Einar Skulason

Sjálfstæðisflokkur - Hanna Birna Kristjánsdóttir

Frjálslyndi flokkurinn - Helga Þórðardóttir

Besti flokkurinn - Jón Gnarr

H-listinn - Ólafur F. Magnússon

Vinstri-grænir - Sóley Tómasdóttir

Reykjavíkurframboðið - (N.N. - frambjóðandi).

 

Getur einhver frætt mig um hverjir standa að Reykjavíkurframboðinu?

Það eru greinilega margir um hituna varðandi borgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband