Drottningarviðtal við Halldór Ásgríms

RÚV hefði átt að ráða harðsvíraðri spyril í viðtalinu við  fyrrverandi forsætisráðherra og  bankasölumanninn Halldór Ásgríms.

Spyrilinn var ótrúlega máttlaus. Og viðmælandinn í afneitun, eins og allir sem hafa átt þátt í hruninu.

Allir sem kusu yfir sig fjórflokkinn á undanförnum áratugum eru sekir. Ég er þar ekki undanskilin, þó að ég hafi haft það að markmiði undanfarinn áratug að kjósa ekkert af þessu yfir mig eða þjóðina, s.l. áratug.

Vandamálið er að enginn þorir eða er til í að viðurkenna mistök.

Halldór er sjálfur verkfræðingur að hönnun kvótakerfisins. En það var reyndar ekki málefni Kastljóssins í gærkvöldi. En er ekki kominn tími til að rannsóknaraðilar fari að kafa ofan í það málefni. Kannski verður það næst á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis. Hver veit.

Málið er, að margir aðilar hafa komist upp með að soga fjármagn út úr kerfinu (lesist= almenningur borgar) í formi kvótakerfis, bankakerfis, stjórnmálakerfis, viðskiptakerfis ... þetta er óendanlegt.

Fáir virðist hafa einhvern snefil af samvisku. Það virðast allir í þessu þjóðfélagi vera að beita einhvers konar fjármálaverkfræði til að ýmist leika á kerfið eða græða á hinu eða þessu.

Og auðvitað er stærsta maskínan í þessu Lottóið, sem vélar fólk til sín. Og þetta fólk kaupir í þeirri trú að það vinni eitthvað, á sama hátt og fólk hélt að það ynni eitthvað á því að kaupa hlutabréf í íslensku  bönkunum sem voru líklega mesta svikamilla sem hefur dúkkað upp á Íslandi í aldanna rás.

Mestu mistök stjórnmálamanna voru að selja bankanna hvílíkum fjárglæframönnum. Mér finnst númer eitt að þeir sem seldu þessa banka, séu helstu sökudólgarnir í hvernig komið er fyrir landi og þjóð.

Sem sagt, fyrrverandi pólitíkusar eru mestu bankadólgar sem fyrirfinnast. Þeir eiga að axla ábyrgð á sínum gjörðum.

En því miður, þjóðin er veik, lasin. Hún er haldin afneitun á háu stigi. Og stjórnmálamenn tróna þar hæst á tindinum. Og veigra sér ekki við að afneita. Jafnvel í drottningarviðtölum.


mbl.is Kannast ekki við handstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband