Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.10.2009 | 23:29
Sama afneitunin hjá þessu félagi og öllum öðrum; félög voru verðmæt, en verðmætið var bara froða!
Í frétt með fyrirsögninni "Saxhóll ehf gjaldþrota" og svo heitir félagið ekki einu sinni Saxhóll lengur, heldur Heiðarsól ehf. , eru langar útlistingar á því af hverju gjaldþrotið átti sér stað að það sé í fullu samráði við bankann og stærstu kröfuhafa. Gvuð min góður, er það frétt að þannig sé staðið að verki í gjaldþrotamálum?
Svo fær maður sem leandi þessarar fréttar á mbl.is (ekki er hallað hér á blaðamenn blaðsins), að fé félagsins hafi verið umtalsvert um síðustu áramót "eða á fjórða milljarð króna." Svo segir að eignir félagsins hafi verið "umtalsverðar fyrir tíma nýliðinnar eignabólu" og eins og allir vita fór allt niður á við hjá hjá öllum félögum.
Það er í rauninni hlægilegt að lesa svona frétt, eða réttara sagt yfirlýsingu frá félagi, ári eftir hrunið. Ætlast félög eftir vorkunnsemi lánadrottna? Fá einhver félög afslátt af tapinu?
Eigum við kannski efitir að sjá að múgurinn mæti bara á staðinn hjá ákveðnum aðilum og sagi sér bút úr ákveðnum sumarhúysum þeirra, bara til að réttlætið nái fram að ganga? Engar eftirlitsmyndavélar stoppa múginn af. - En ég set alltaf spurningarmerki við: hverjir fá kröfur sína niðurfelldar hjá bönkunum og hverjir ekki. Alla vega fær almúginn ekki neitt niðurfellt; hann getur étið það sem úti frýs í boði bankanna. Stóru kúlulánskarlarnir og kerlingarnar eru líklega í náðinni.
Sættir almenningur sig við þetta?
Í tilkynningu frá Heiðarsól segir að helstu eignir félagsins séu fólgnar í skuldabréfum, hlutabréfum og fasteignum, en auk þess hafi handbært fé félagsins um áramót verið umtalsvert eða á fjórða milljarð króna. Eignir félagsins voru umtalsverðar fyrir tíma nýliðinnar eignabólu en eftir bankahrun var eigið fé félagsins enn jákvætt og vonir stóðu til þess að hægt yrði bjarga rekstri þess.
![]() |
Saxhóll gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 00:14
Pokafréttir bæði gamlar og nýjar
Er ég kannski sú eina sem hefur læðupokast með poka á mér þega ég versla í Bónus?
Ég er yfirleitt með smá bakpoka og litla tösku sem ég set Bónusdótið í þegar ég versla þar. Og hef haft þennan hátt á í töluverðan tíma. Mér finnst best að versla í Bónus á Laugaveginum og er þar af leiðandi gangandi og tek strætó heim með góssið. Best að hafa það í lokuðum bakpoka og lokaðri tösku á því rölti.
Fólk á að gera meira af því að endurnýta plastpoka, eða minnka kaup á þeim, og hafa með sér notaða poka eða bara töskur, þegar það fer í matvælainnkaup.
Plastpokar eru ekki umhverfisvænir; eyðast illa í umhverfinu. Voru það ekki Svíar sem voru að taka upp nýja tegund af pokum sem eyðast upp í umhverfinu? Og ætla jafnvel að banna plastpoka?
Við Íslendingar ættum að taka upp takmarkaða pokastefnu nú mitt í Kreppunni; fara út í búð með innkaupatöskur, eða notaða poka, í stað þess að kaupa rándýra plastpoka í hvert skipti.
Ég þykist hafa tekið eftir einu: í góðærinu 2007 og fyrr, sá ég alltaf stútfull hólf af plastpokum á blaða- og plastgámum í hverfinu hjá mér. En í dag, þegar ég fer út í gám að losa mig við dagblöð og plastdót, sé ég sjaldnast yfirgefna plastpoka í þar til gerðum hólfum á þessum gámum.
Ég túlka þetta á þann hátt, að nú í kreppunni sé fólk farið að sjá einhvers konar verðmæti í plastpokum, og skilji þá ekki eftir í hólfi á gámnum, eins og það gerði hér í hrönnum, fyrir kreppuna.
Það góða við kreppu er að einstaklingar fara að bera meiri virðingu fyrir dauðum hlutum, þannig að nýtt verðmætamat fer í gang hjá fólki: það sem þótti sjálfsagt í gær, er ekki gefinn hlutur í dag.
![]() |
Hærra verð á plastpokunum í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 22:17
Fyrr má nú rota, en dauðrota!
Karlinn ætti að geta ráðið til sín fyrirsætur sem eru bara venjulegar. En hvaða fyrirsæta er venjuleg? Kannski engin. Í mínum huga getur það virkað neikvætt að fyrirsæta sé eins og maraþonhlaupari sem er í mínum augum eins og tálgaður spítukarl eða gangandi beinagrind. Aukamagi og skvap eiga greinilega ekki upp á pallborðið á týskusýningum.
Góð fyrirsæta gæti verið eðlileg kona, án þess að vaða í spiki í vissum líkamshlutum, og án þess að vera gangandi beinagrind ... Ég spyr: er hægt að finna hina fullkomnu fyrirsætu? Held ekki. En það má alltaf fara einhvern milliveg.
Af hverjun geta þessir svokölluðu "týskufrömuðir" ekki sýnt fatnað án þess að "bíafra" fyrirsætur sýni hann?
Bæði feitar konur og of grannar konur, geta átt erfitt með að fá passandi fatnað á sig. En tískukóngarnir þurfa alls ekki að láta eins og að allar konur séu hávaxnar maraþon mjónur. Þeir eiga að ráða til sín fleiri afbrigði af sýningardömum, og þá gætu þeir selt miklu meira.
![]() |
Enginn vill sjá þrýstnar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 23:15
"Stela Íslandi?" Sláðu á höndina: ef nýtt gullæði á Íslandi - ekki taka þátt - útrásarvíkingarnir líklega tengdir!
Ég set núna alltaf spurningarmerki, héðan í frá, við hvers konar gróðabrasksviðskptum sem eru að fara í hönd hér á landi. Slá ber á höndina. Ég sé bara fyrir mér fyrrverandi útrásarvíkinga (núverandi útrfararvíkinga) taka þátt í slíkum bisness. Ég mun fyrir mitt leyti aldrei treysta einum einasta Íslendingi oftar sem stofnar hlutafélag og fer með það í Kauphöllina. Íslenskir kaupahéðnar eru verri bissnesmenn en Mafían. Sem betur fer treysti ég Kínverjum og Áströlum á árunum 2007 og 2008. Annars væri ég í verulega vondum málum.
En annað: árið 2000 las ég viðtal við Ögmund Jónasson í dagblaðinu Degi-Tímanum. Mann ekki alveg innihald viðtalsins og skildi það ekki alveg. En fyrirsögn viðtalsins man ég glöggt: "Það er verið að stela Íslandi" - Í dag skil ég fyrirsögnina mæta vel.
Ef einhver á afrit af þessu viðtali í þessu blaði, væri áhugavert á fá það skannað hér beint inn. Kannski á Ögmundur sjálfur afrit af þessu viðtali og getur afritað það fyrir okkur hér inn á Moggabloggi og frætt okkur um hvað hann átti við með að það væri "að stela ÍSLANDI."
![]() |
Nýtt gullæði á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 00:06
Ætla ekki að greiða skuldir óreiðumanna
Þótt að Landsbankinn hafi leyst til sín einn húskofa Hannesar Smárasonar, er það bara dropi í hafið af Ice-save skuld Landsbankans. Þótt að ég, og þú segjum: við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna, höfum við nú þegar verið að borga þær: með hækkandi verðlagi á öllu hér vegna falls krónunnar.
Það er alveg sama hvað við æpum á torgum úti: "við ætlum ekki að borga þetta" að þá mun reikningurinn lenda á okkur á endanum. Nema eitthvað verði að gert.
Við eigum nefnilega von á ríflegri skattahækkun í boði núverandi ríkisstjórnar. Bæði beinni skattahækkun sem og óbeinni í formi hærri virðisaukaskatts.
Öll þessi hækkun er tilkomin vegna þess að okkur er ætlað að greiða fyrir eyðslu óreiðumanna.
Einn húskofi H. Smárasonar er bara dropi í hafið til að dekka greiðslur óreiðumannanna, sem tóku ófurlán í fyrirtækjum sem þeir voru stórir hluthafar í, en 'sýnilegar' eignir þeirra dekka engan veginn það bil sem þarf til að við almúginn sleppum undan ofurgreiðslufarginu sem þessir aðilar hafa komið okkur í.
Ríkið virðist ekki hafa nein önnur úrlausnarefni en að láta okkur skattborgarana blæða, með því að innheimta af okkur æ hærri skatta.
En mottó okkar skttaborgarana veður að vera: við ætlum ekki að greiða skuldir óreiðumanna; hvernig svo sem við förum að því að fylgja því eftir.
![]() |
Gengið að húsi Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er með ólíkindum orðafar núverandi ráðherra, Steingríms Joð, sem vill helst senda fyrrum ráðherra og stjórnendur Seðlabankans upp í rútu og senda á verulega heitan stað. Þetta eru stór orð og illur vilji sem ráðherran býr yfir. Hvað svo sem "heitur staðu" er í hans huga
Er það bara helbert helvítii eða gufubað í Mývatnssveit? Eða bara heiti potturinn í einheverru laug á höfuðborgarsvæðinu. helbítisem sjálfur tók þátt í spillingu laxeldismála hér fyrr á árum, þar sem stjórnmálamenn sátu villt og galið báðu megin borðsins.
Ef ráðherran sjálfur þekkir "verulega heitan stað" fyrir stjórnmálamenn og fyrrverandi embættismenn einka- og ríkisfyrirtækja, ætti hann einfaldlega að nefna stund og stað, til að einfalda aðgengi þeirra sem hann óskar eftir að fari á slíka staði.
En kannski er Steingrímur sjálfur búinn að gleyma þeim málum sem hann var sjálfur þátttakandi í hér snemma á 8. áratugnum, og sem kallast "Laxaveislan mikla" og sem Halldór Halldórsson hefur ritaðaði um á sínum tíma, þegar gífurlegir fjármunir ríkisins fóru í að fjármagna laxeldi sem margur ríkisstarfsmaðurinn var eigandi að. Þar sátu í mörgum tilfellum aðilar báðu megin borðsins: bæði eigendur laxeldisstöðva sem og stjórnmálamenn í áhrifastöðum.
Steingrímur var á þessum tima handbendi eins, og jafnvel fleiri slíkra aðila.
Steingrímur er annaðhvort eða bæði, atvinnustjórnmálamaður eða aðili sem gengur aftur eins og hver önnur afturganga: ef hann óskar eftir að senda einhverja aðila upp í rútu og send á verulega heitan stað, eru örugglega margir þarna úti sem vilja senda Steinka karlinn "upp í rútu" og fara með hann til fundar við aðila á virkilega heitum stað: Cerberus kallinn tekur örugglega vel á móti Steinka karlinum, þarna niðri í helvíti, svo framarlega hann man eftir að taka mér sér nokkrar hundakexkökur handa rakkanum.
En, nei. Ég hugsa ekki. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki neina samvisku í sér, hvorki gagnvart eigin þegnum, né gagnvart málleysingjum. Ég velti einfaldlega fyrir mér, hversu lengi mun núverandi ríkisstjórn halda velli?
![]() |
Vill senda skúrkana burt í rútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 23:18
Betra að vera með peningana í Kína en í íslenskum glæpafélögum.
Hugo Chávez veit greinilega hvað hann er að gera. Enda er Kína vaxandi fjárhagsveldi og margur Íslendingurinn nagar sig núna í handarbökin yfir að hafa ekki fjárfest í kínverskum félögum, í stað íslenskra.
![]() |
Milljarða samningur við Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 00:23
Bankaleynd hvað! SPRON gat flett upp á mér í öðrum bönkum til að tékka á mér og notaði upplýsingarnar til að reyna að véla mig viðskipti við sig!
Í fyrra bloggi mínu í gærkvöldi varðandi SRON, að þá láðist mér að nefna það að starfsmaður sparisjóðsins gat flett upp á viðskiptum mínum við minn viðskiptabanka, eða líklega alla mína viðskiptabanka. Sem og hún gerði á staðnum með mínu leyfi (ekki svo að skilja, að það hafi ekki verið búið að fletta upp á þessu áður). Ég var nokkuð slegin yfir þettu háttalagi, en lét ekki á neinu bera, það að SPRON (og þá væntanlega aðrir bankar) gætu aflað sér upplýsinga um mig í öðrum bönkum og hver staða mín væri og hversu mikla veltu ég væri með í hinum bönkunum.
Veit ekki hversu miklar upplýsingar njósnabankinn hefur aðgang að, t.d. hvort hann getur séð einstakar færslur og þá séð hvar ég versla og hversu oft, eða hafi eingöngu aðgang að stöðu minni við bankann og veltuna. En þetta segir mér að mikið samráð sé milli banka. En ég var einfaldlega í þeirri barnatrú að ef ég hefði viðskipti við banka, að þá væru þau viðskipti trúnaðarmál milli mín og bankans. En ekki það að aðrir bankar og sparisjóðir gætu haft aðgang að þessum upplýsingum.
Það væri fróðlegt að heyra í lesendum þessa bloggs, varðandi þennan þátt um trúnað milli banka og einstaklings, ef einhver er, og það er varðar samkeppnisstöðu milli banka. Hvað finnst fólki um það að viðskipti við bankann sinn eru ekki trúnaðarmál, heldur galopin gátt inn til annarra lánastofnana? Niðurstaðan er einfaldlega: þú getur ekki stofnað dagleg viðskipti við banka og haldið að nýji bankinn viti ekkert um þig. Hann flettir einfaldlega upp á þér í bankakerfinu til að tékka á þér. Og svo er verið að lögsækja blaðamenn fyrir að birta t.d. lánabók Kaupþings og fleira sem hefur verið á döfunni hér á klakanum eftir bankahrunið! Be my guest!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Farið var að halla undan fæti flestallra íslensku bankanna árið 2007. Fjárfestar og bankastjórar með bein í nefinu og með viðeigandi innherjaupplýsingar fóru virkilega ða hugsa sinn gang, þegar á seinni hluta árs 2007. Þegar fór að líða á árið 2008 var útlitið orðið annsi dökkt, ef ekki sótsvart.
Þrælahaldarar SPRON fóru að fara á fjörurnar við mig og vildu endilega fá mig í viðskipti á árinu 2008. Þarna voru gull og grænir skógar í boði: mega-yfirdráttarheimild og lán án ábyrgðarmanna. Ég kenndi í brjósti um starfsmanninn sem fékk það hlutverk að reyna við mig. Mér fannst þetta auðvitað allt freistandi, en ég sá ekki beint ástæðu til að færa viðskipt mín yfir í annan banka. Ég sagði starfsmanni SPRON að ég hefði engar fastar tekjur, þannig, og að ég væri í þannig erlendum viðskiptum við minn viðskiptabanka að ég gæti ekki lokað debetkortareikningi mínum hjá þeim banka. En það var allt í lagi, sagði starfsmaðurinn, ég gæti haldið áfram að vera líka í viðskiptum við gamla bankann. Ég sagðist ætla að athuga málið.
Svo varð bankahrunið og ekkert heyrðist í SPRON-þrælnum vikum saman. Ég hélt auðvitað bankaþrællinn hefði lagt upp laupana, enda Spron líklega að falli kominn. En viti menn! Þrællinn var kominn aftur á stjá í upphafi árs 2009. Enn og aftur fór hún á fjörurnar við mig. Ég kenndi í brjósti um hana, Spron-þrælinn, og var ekki til í að hafna henni, (en auðvitað vissi ég innst inni að Spron stæði ekki vel og gæti farið yfirum eins og hinir bankarnir).
Og svo fór SPRON yfirum og er ég núna alveg laus við þrælshringingar sparisjóðsins. Og svona í lokin: fyrir mörgum árum lenti ég all svakalega í þessum SPRON-sparisjóð,bæði vegna eigin glapa og mistaka starfsmanns, sem ég hafði ekki afl til að takast á við á sínum tíma, en ég vildi ekki segja starfsþræl bankans árið 2008/2009 að ég ætlaði aldrei að eiga viðskipti við þessa stofnun aftur vegna fyrri reynslu (enda ekki við hana að sakast).
Málið er, að lögmálið segir: ef eitthvað getur klikkað, þá klikkar það. Við setjum allt of mikið traust á hluti ef þeir heita bankar sparisjóðir eða stofnanir. Er þetta ekki lögmálið Murphys law, eða hvað þetta heitir? Þannig að varast ber öll gylliboð. Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það lygi.
Maður einn keypti, því miður, hlutabréf í fallít sparisjóðnum SPRON, og áleit að hann væri að gera góð kaup. Hann tapapi miklu. Seljandinn: vissi betur, enda hefði sá hinn sami, eða sú hin sama ekki selt, nema að hún vissi að SPRON réði lífróður á þessum tíma. Enda eiginmaðurinn sparisjóðsstjórinn. Eða kannski vissi hún bara ekki neitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í júlí 2005 gengum við mamma fram á Helga Hó á Langholtsveginum, þar sem hann stóð vaktina með mótmælaspjald sitt.
Mig hafði lengi langað til að spjalla við karlinn, ef hann yrði á vegi mínum, sem og varð oft, en þá var maður alltaf á ferðinni á einhverju farartæki, nema í þetta sinn. Við stöldruðum við og buðum Helga góðan daginn og ræddum við hann um stund. Karlinn var hress og ræðinn. Aðspurður (mamma, sem fór auðvitað að rifja upp gamla tíma) sagðist jú hafa synt í sjónum. Það eitt gaf mér til kynna að Helgi hefur alltaf verið hörkukarl og hraustur. Það ku hafa verið hér fyrr á árum þegar nokkrir karlar voru við verkfallsvörslu uppi Kollafirði eða einhvers staðar á þeim slóðum. Þeir fóru ekki heim á kvöldin og syntu í sjónum til að þrífa sig. A.m.k. Helgi Hó. Enda engin baðaðstaða á svæðinu.
Ég man vel eftir Helga Hó í strætó með eitt af sínum frægu mótmælaspjöldum hér fyrr á árum, eftir að hafa mótmælt niðri í bæ daglangt. Á þeim tíma fannast mér hann alltaf spúkkí og datt auðvitað ekki í hug að yrða á hann. Mér fannst hann furðulegur og öðruvíusi en aðrir. Satt að segja stóð mér stuggur að manninum.
Þess vegna kemur það skemmtilega á óvart, að eftir andlát hans kemur í ljós að hann hefur átt hin bestu samskipti við börn og unglinga í Langholtshverfinu þar sem hann bjó. Ég var auðvitað full fordóma í garð karlsins á sínum tíma, eins og svo margir sem horfuðu upp á hann skvetta skyrhræringi á Alþingismenn og ata Stjórnarráðið tjöru á 8. áratugnum, þegar hann var að mótmæla veru sinni í Þjóðkirkjunni.
En það sem er sérstakt við Helga og sérstaklega táknrænt, er það að mótmælaaðgerðir hans eru rifjaðar upp nákvæmlega núna, vegna andláts hans, og þær sýna okkur að hann er ekkert öðruvísi en aðrir sem þurfa að mótmæla. Mótmælendur Íslands í dag hafa framkvæmt svipaðar aðgerðir og Helgi Hó, með því að henda eggjum, kartöflum og öðru á Alþingishúsið og skvett rauðri málningu á Stjórnarráðið og aðrar byggingar. Ef eitthvað er, eru mótmælendur samtímans með fjölbreyttari aðgerðir en eru ekki endilega bíræfnari en Helgi.
Myndina tók ég af Helga og mömmu, Sesselju Lúðvíksdóttur (f. 1932) í umrætt skipti á Langholtsveginum í júlí 2005: