Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.6.2015 | 01:11
Hirosíma - Magnað að lesa frásagnir þeirra sem ...
... lifðu árásina af. Og eru til frásagnar í dag. Hvað gerðist þennan dag og hvernig?
Sprengjunni var komið fyrir í flugvél bandaríska hersins á Mariann-eyjum. Veður var bjart og sólin skein. Er flugmennirnir komu á ákvörðunarstað, en einungis þrír í áhöfninni vissu um tilgang fararinnar, sá áhföfnin greinilega borgina niðri undir sér. Engin japönsk flugvél hóf sig á loft til þess að andæfa bandarísku vélinni, og engin loftvarnarskot heyrðust neðan að.
Þeir nálguðust nú skotmarkið og létu sprengjuna detta. Kl. 9:15 að morgni. Sprengjan var látin síga niður í fallhlíf. Þetta gaf áhöfninni tíma til að fljúga burt nokkurn spöl, áður en sprengingin yrði. ...
Þegar sprengjan sprakk, með sprengiafli á við 20.000 lestir TNT sprengiefnis, gaus upp af henni dökkt ský, er reis í 12.000 metra hæð á 2 mínútum. Eftir því sem áhöfninni sagðist frá, þeit þetta helst út eins og sjóðandi mugga. ...
Er áhöfnin leit hið mikla gos, sögðu sumir þeirra: "Guð minn Góður!"
Heimild: Kjarnorka á komandi tímum, David Dietz; Mál og menning, 1947.
Sárið hverfur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2015 | 23:53
Miklilvægt að bréfberar séu nákvæmir og heiðarlegir
Fyrir nokkrum árum kvartaði ég oft til þjónustuvers Póstsins, vegna þess hversu illa væri borið út í mínu hverfi. Átti íbúð í ákveðinni götu og bjó við næstu götu. Þannig að ég sá hvernig að rangur póstur var sífellt borinn út í þessi hús sem átti heima í næstu húsum, eða jafnvel við næstu götu.
Eftir miklar kvartanir frá mér til þjónustuvers, og eftir að ég kom bréfi til rétts eiganda löngu síðar, tók ég eftir að bréfberinn var hættur og að íslensk kona var farin að bera út hjá okkur. Hún er ennþá við störf.
Það er mikilvægt að póstur komist til skila. Þetta er nákvæmnisstarf og sá sem tekur að sér útburð verður að hafa metnað til að bréf komist til skila, enda oft um viðkvæmt innihald að ræða. Þetta starf er ekki fyrir hvern sem er. Ekki aðila sem hafa bara áhuga á að þiggja launin, en stendur nákvæmlega á sama um hvort pósturinn ratar í réttar henfur eða ekki.
Við biðjumst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2015 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2015 | 01:13
Mikill léttir við jákvæðar fréttir
af íslenskri konu sem hefur teiknað myndir í tengslum við nauðgunarmenningu á Íslandi. Fjallað hefur verið um myndirnar á erlendum vefmiðlum.
Málið er, að í síðustu viku voru fréttir af íslenskum konum sem gerði það að verkum að maður skammaðist sín, enda fóru fréttirnar á erlenda miðla: íslenskar konur spurðu sjálfa sig: eru íslenskar konur virkilega svona heimskar?
Sem betur fer eru til íslenskar konur sem hafa áhugavert hugvit og koma því á framfæri. Það bætir upp það sem miður fer hjá kannski mér, og öðrum konum.
Fjallað um myndirnar erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2015 | 00:34
Er betra að vera hjúkrunarfræðingur í Danmörku?
... eða á Íslandi? Frétti af íslenskri hjúkrunarkonu sem vinnur á sjúkrahúsi í Danmörku. Launun eru ekkert rosalega há. Þær eiga að vera 8 á vakt á sjúkrahúsinu. En oft eru þær bara 5 á vakt þarna. Auðvitað eru veikindi, veikindi barna o.s.frv. Þannig að starfsfólk mætir ekki til vinnu, en aldrei er viðbótarstarfskröftum bætt við í veikindatilfellum.
Ég spyr: af hverju ættu íslenskir hjúkrunarfræðingar að flýja land og halda að það sé betra að starfa á einhverru hinna Norðurlandanna?
7.6.2015 | 03:15
Strætó bs. ber fyrst og fremst að gæta að öryggi farþega ...
... og þó að nokkrir farþegar með lit í andliti, hári og bol slæðist inn í vagnana í einn dag, á degi Color Run hlaupsins, þá er það hlægilegt, raunar grátlegt, að meina þessum farþegum um far.
Þetta er á borð við að ef allir farþegar, í einn tiltekinn dag, neituðu að taka strætó vegna þess að engin bílbelti eru um borð í vögnunum í borginni, þrátt fyrir hraðakstur vagnstjóra á sumum leiðum, t.d. vagnar sem keyra úr Mjódd niður Breiðholtsbraut í átt að miðbæ, og t.d. leið 1 úr Hafnarfirði til Reykjavíkur.
Sumir vagnstjíórar keyra svo hratt að maður verður að ríghalda sér í eitthvað í strætisvagni. Sumur kunna ekki umferðareglurnar á hringtorgi.
En ég vil taka það fram að þarna eru bílstjórar sem keyra þannig að maður þarf alls ekki að ríghalda sér í neitt: man eftir einu tilfelli, þar sem ég þurfti allt í einu ekki að ríghalda mér í: nýr bílstjóri á vagninum - og viti menn: hann var hvorki íslenskur né hvítur (svo maður gerist svolítið rasískur).
En, Strætó bs. á fyrst og fremst að gæta að öryggi farþega, áður en þeir fara að hafa áhyggjur af þrifum í vögnunum: nú er sumarið komið og mikið er ferðast með lítil börn. Foreldrar taka þau úr kerrunum og halda á þeim í vögnunum. Engil bílbelti. Sums staðar mikill hraði. Vagnstjórar stíga á pinnann.
Í mínum huga verður ekkert gert varðandi öryggi í vögnum á höfuðborgarsvæðinu fyrr en að stórslys, jafnvel dauðaslys, verði staðreynd varðandi akstur Strætó bs.
Litaðir komust ekki í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2015 | 01:34
Skemmtilegt að fá myndir af bresku konungsbörnunum
og ennþá skemmtilegra að fá frétt af því að móðir þeirra hafi tekið myndirnar.
Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá myndina þegar prinsinn kyssir litlu systur sína. Það sýnir að hér er um heilbrigðan dreng að ræða, sem kann að knúsa, þegar það á við.
En varðandi heimild í fréttinni, að Georg litli hafi verið skírður 22. júlí 2013, set ég spurningamarki við það. Ef ég man rétt, þá var þetta fæðingardagur hans. Man ekki hvenær hann var skírður. En skv. mínu minni var Georg litli fæddur nákvæmlega ári eftir stórviðburði í fréttum 22. júlí árið 2012.
Og reyndar höfum við séð margar opinberar myndir af prinsinum (ekki endilega ljósmyndir), þegar hann var á ferð með foreldrum sínum í Ástralíu og Nýja Sjálandi í fyrra, 2014.
Fyrstu myndirnar af systkinunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2015 | 22:44
Löggan fékk köku!
Frábært hjá Berglindi og fjölskyldu að færa lögreglunni köku. Held að fáir hafi hugsun á að þakka lögreglumönnum, og konum, þegar þau hafa komið á vettvang í varðandi ýmis mál, og unnið gott starf. Það eru helst iðnaðarmenn og aðrar starfsstéttir sem vinna fyrir almenning, sem fá auka umbun sem þakkir fyrir unnin störf, í formi köku, tertu eða annars meðlætis með kaffinu. Held að lögreglan sé svolítið útundan í þessu.
Færðu lögreglunni köku og þakkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2015 | 00:20
Óska þeim á Fosshótel til hamingu með opnun ...
... hótelsins í dag. Vonandi gafst tími til að þrífa þetta allt áður en fyrstu gestirnir mættu á svæðið. Ha.. ha .. Auðvitað verður að hafa stórt hótel til að taka á móti stórum hópum ferðamanna. Í raun verða allir Íslendingar að vera tilbúnir til að taka á móti ferðamönnum í hvaða formi sem er.
Ferðamenn spyrja til vegar og þeir koma inn í strætisvagna án þess að vita hvað farið kostar. Það er 400 kall á mann. Og stundum get ég komið ferðamönnum til hjálpar, ef ég er með klink á mér og skipt fyrir þá, þegar þeir eru bara með seðla á sér.
Óska Fosshóteli góðs sumars, sem og öllum landsmönnum. Nú er sumarið loksins komið: heyrði suð í flugu í kvöld. Stærðar randafluga hamaðist á gluggarúðu hjá mér. Ég opnaði glugga og vona að hún hafi komist út, án þess að enda lífið inni í stofu hjá mér.
Inni í stærsta hóteli landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2015 | 02:18
Fosshótel - rísandi turn - en hver á að þrífa þetta?
Hversu oft hef ég ekki keyrt framhjá rísandi turninum undanfarið. Og spurningin er alltaf sú sama: "hver á að þrífa þetta?
Svo fór ég að taka eftir að þetta var merkt "Fosshótel" og ég dáist auðvitað að framsækninni í að byggja svona stórt hótel. En spurningin er alltaf sú sama: "hver á að þrífa þetta?" Sækja einhverjir Íslendingar um vinnu þarna, eða verður vinnuafl flutt inn, til að þrífa þetta?
Í gærkvöldi nefndi ég þetta á nafn í gestaboði, og kom ákveðið nafn þrifafyrirtæiis til sögunnar. Líklega fá þrifafyrirtæki samninga við svona hótel, sem ráða til sín nýbúa og kannski nokkra Íslendinga, á skítalaunum, til að þrífa þetta.
Götumyndin þarna í nágrenninu getur tekið á sig ýmsar myndir. Ég var oft farþegi í bíl á leið til vinnu eldsnemma að morgni. Í eitt skiptið var útigangsmaður að skila stóru af sér við hornið á turninum í Borgartúninu, rétt hjá Fosshótel.
Það merkilegasta var að maðurinn var með hvítan pappír til að skeina sig á, þó að hann ætti í erfiðleikum með það vegna ölvunar. Hvítur pappírinn blakti í golunni.
Þetta er bara spurning um hvort hótelgestir verði ánægðir með þrif á hótelinu og að þeir geti gengið óáreittir í nágrenni hótelsins, án þess að mæta ofurölvi útigangsmönnum.
Gestir inn - iðnaðarmenn út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2015 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2015 | 23:59
Konan í Hraðfréttum, hm
Gaman að lesa viðtalið við Hraðfréttakonuna. Aha! hugsa ég með mér. Anna Líaa Wium Douieb, heitir kerlan. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar hún dúkkar upp í Hraðfréttum. Svo er hún kannski pósk í þokkabót?
Kom að máli við kunningjakonu fyrr í vetur, sem ég veit að á systur. Spurði hana hvort að systir hennar væri að leika í Hraðfréttum. Svarið var "nei" en ég sagði að það væri kona í Hraðfréttum sem væri lík týpa og hún sjálf.
En, bara áfram Hraðfréttir ....
Friðurinn úti með Hraðfréttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |