Miklilvægt að bréfberar séu nákvæmir og heiðarlegir

Fyrir nokkrum árum kvartaði ég oft til þjónustuvers Póstsins, vegna þess hversu illa væri borið út í mínu hverfi. Átti íbúð í ákveðinni götu og bjó við næstu götu. Þannig að ég sá hvernig að rangur póstur var sífellt borinn út í þessi hús sem átti heima í næstu húsum, eða jafnvel við næstu götu.

Eftir miklar kvartanir frá mér til þjónustuvers, og eftir að ég kom bréfi til rétts eiganda löngu síðar, tók ég eftir að bréfberinn var hættur og að íslensk kona var farin að bera út hjá okkur. Hún er ennþá við störf.

envelopewings 

Það er mikilvægt að póstur komist til skila. Þetta er nákvæmnisstarf og sá sem tekur að sér útburð verður að hafa metnað til að bréf komist til skila, enda oft um viðkvæmt innihald að ræða. Þetta starf er ekki fyrir hvern sem er. Ekki aðila sem hafa bara áhuga á að þiggja launin, en stendur nákvæmlega á sama um hvort pósturinn ratar í réttar henfur eða ekki.

 


mbl.is „Við biðjumst afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband