5.12.2014 | 23:35
Brynjar hlær og ég hló
Ég horfði á viðtalið við Brynjar, og ég hló mest allan tímann. Verst þótti mér að kallinn þurfti alltaf að þurrka tárin úr augunum. Milli hláturskasta. Það merkir að hann þjáist af kalíumskorti. Og ætti að borða meira af grænmeti (epli, paprikur), eða kaupa sér flösku af eplasafaediki og blanda því útí vatn.
En svona hláturskast, sem Brynjar fékk í viðtalinu, og þau hlátursköst sem áhorfendur fá við að horfa, má líkja við að fara í einhverskonar heilun eða afslöppun.
Þegar maður kemur hingað inn á mbl.is er maður brynjaður einhvers konar neikvæum tilfinningum, og tilbúinn í slaginn til að gagnrýna hvaðeina, hér á blogginu eða annars staðar.
Hláturskast er góður kostur til að losa um spennu og sjá jákvæðu og spaugilegu hliðarnar á málunum.
![]() |
Það lenda allir í því að hlæja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2014 | 00:49
Verður starfsfólk Alþingis og/eða alþingismenn fyrir pyndingum?
Mér dettur þetta í hug eftir að hafa lesið fyrirsögn á frétt frá Alþingi, þar sem segir að Birgitta Jónsdótir hafi spurt um "pyndingar á Alþingi." Fyrirsögn fréttar: "Spyr um pyndingar á Alþingi."
En mér léttir þegar ég les fréttina, þar sem Birgitta er að spyrjast fyrir um hvernig brugðist hefur verið við tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum, til íslenskra stjórnvalda um að lagfæra skilgreiningu pyndingarhugtaksins í hegningarlögum.
![]() |
Spyr um pyndingar á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2014 | 00:28
Ólöf, öflug kona, í sæti innanríkisráðherra.
Hlustaði á skúbb Rúv manna í gærmorgun þegar þeir fréttu að Ólöf hefði verið ráðin sem ráðherra innanríkis- og dómsmála. Að þeirra mati var þetta nokkuð stór frétt.
Mér líst vel á þessa ráðningu, enda kemur Ólöf vel fyrir og er traustvekjandi einstaklingur.
![]() |
Ólöf tekur sæti í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2014 | 23:41
Nýbúar - Taka 5
Afgreiddi konu um daginn á markaði þar sem ég er stundum að vinna, og litla telpan hennar beið á meðan stillt og prúð.
Eftir að afgreiðslu lauk og mamman fór að tala við þá litlu, á pólsku, þá rann það upp fyrir mér, að við svokallaðir "Íslendingar" erum ekki einir á báti að teljast til "Íslendinga."
Þessi unga kona sem talaði lýtalausa íslensku við mig, hm... ég hélt einfaldlega að hún væri bara íslensk. Íslensk hvað?
Ok, nýbýi með íslenskan ríkisborgararétt og það sem hún hefur fram yfir mig, og okkur hin, er að hún er tvítyngd. Talar bæði íslensku og pólsku lýtalaust.
28.11.2014 | 22:42
Er nokkuð veður til að kveikja á Oslóartrénu á sunnudag?
Mér datt þetta í hug eftir að hafa fylgst með veðurspánni í gær og í dag: skítaveðri og vindi er spáð síðdegis á sunnudag. Er einhver grundvöllur til að stefna íbúum niður á Austurvöll til að horfa á fjúkandi jólatré, og hafa skemmtiatriði í stormi?
Vonandi sjá borgaryfirvöld til þess að athöfninni verði frestað til næsta mánudags, eða næsta sunnudags, eða hreinlega flýta athöfninni til morguns, laugardag, þar sem að spáð er skaplegu veðri á morgun.
Það verður amk spennandi að sjá hvernig og hvenær verður kveikt á Oslóarténu.
![]() |
Vonskuveður á sunnudag og mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2014 | 00:42
Geta konur fætt ef ljósmóðurin kemst ekki í tölvuna?
Jú, auðvitað geta konur fætt, þó að ljósmóðurin komist ekki í tölvuna. Það vitum við, enda hafa börn fæðst í sjúkrabílum og annars staðar á leið á fæðingardeildina.
En ég ræddi þetta við samstarfskonur mínar í vikunni, eftir að hafa lesið um tölvubilun Landsspítalans. Og í fréttinni segir að bilunin hafi haft "áhrif á alla starfsemi spíalans."
Ef þjóðin er orðin ofurháð tölvum og rafmagni, þá fer illa þegar þetta tvennt klikkar.
Ljósmæður til forna tóku á móti börnum eins og herforingjar, og yfirleitt gekk allt vel, þó að aðstæður væru oft skelfilegar. En ég býð ekki í það, að ef tölvukerfi virki ekki á fæðingardeild, eða netið niðri, að ljósmóðir geti ekki sinnt starfi sínu: taka á móti barni.
Hvað væri vændamálið? Þyrfti ljósmóðir að fletta upp einhverju, t.d. hvað verðandi móðir ætti að vera komin í útvíkkun m.v. ákveðinn tíma?
Ég hef áhyggjur af því að ef starfsfólk almennt geti ekki lært utanað ákveðar upplýsingar, og þurfi að fletta öllu upp í tölvum, að þá getur farið illa, þegar það kemst ekki í tölvuna.
![]() |
Alvarlegasta bilun í 8 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2014 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2014 | 22:09
Vonandi fengu þeir "pizzu og kók" í lokin ...
Óska starfsmönnum RSK til hamingju með að hafa lokið við skuldaleiðréttinguna. Vonandi hefur yfir-RSK boðið starfskröftum sínum í pizzu og kók, eða bara kaffi og kleinur eftir törnina.
Fékk einmitt símtal frá dóttur minni á fimmtudagsmorgun þar sem hún sagðist hafa fengið leiðréttingu. Held að margir landsmenn gleðjist þessa dagana með leiðréttinguna.Er ekki bara RSK vinnustaður mánaðarins?
![]() |
Féll í kramið hjá þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2014 | 22:06
Mun landið lamast algerlega, í nánustu framtíð?
Mér datt þetta í hug við að heyra fréttina af bilun tölvubúnaðar á Landspítalanum.
Tölvukerfi dettur út. Hversu oft höfum við ekki lent í svona. Og ekkert hægt að gera. Á meðan.
Netið dettur út. Á meðan er ekkert hægt að gera. Komumst ekki á netið. Verslanir og fyrirtæki með afgreiðslukerfi háð neti, geta ekki afgreitt viðskiptavini. Bankar verða óvirkir. Spítalar verða óvirkir. Nú er allt háð tölvukerfumm, rafmagni og nettengingum.
Rafmagn fór af hér áður fyrr, en það hafði lítil sem engin áhrif á afgreiðslu í verslunum og bönkum, og sjúkrahúsin höfðu vara rafstöðvar. Sem krakki man ég aðallega eftir að rafmagn fór kannski af á aðfangadagskvöld þegar allt var á fullu í eldamennsku á heimilum úti á landi.
En ef eitthvað mikið gerist, og rafmagn dettur út í einhvern tíma, þá er voðinn vís. Hversu undirbúin eigum við að vera?
Það er reyndar búið að ræða þetta nýlega og ýmis stórfyrirtæki sem ætla að koma sér upp vararafstöð.
En það sem kom upp í hugann, var að mig minnir að Svisslendingar hefðu komið sér upp neðanjarðarbyrgjum með vistum á sínum tíma. Man ekki hvort það var afleiðing heimstyrjaldarinnar eða ótti við kjarnorkustríð.
Það er bara spurning hversu undirbúin við eigum að vera, þegar lömunanástand kæmi upp á landinu, t.d. vegna eldgoss eða annars? Eigum við að koma okkur upp smá birgðum af niðursuðudósum, prímus og eldspítum. Og hafa reiðufé tiltækt á sama stað?
En það er alla vega gott að hafa lyklakippuna, skilríkin, greiðslukortin og reiðufé á sama stað, ef við þyrftum að yfirgefa heimili okkar í skyndi, við hvaða aðstæður sem er.
![]() |
Þetta var alvarleg bilun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2014 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2014 | 23:11
Nýbúar - Taka 4
Margir nýbúar hafa fengið störf við akstur hjá Strætó bs. Ég nota strætisvagna töluvert, og á því samskipti við þessa nýbúa. Nýbúarnir sem aka strætisvögnunum hafa gott viðmót og keyra strætisvagnana yfirleitt á réttum hraða, þ.e. þeir aka yfirleitt ekki yfir hámarkshraða á hraðbrautum.
11.11.2014 | 23:04
Eldfim feiti í Bankastræti
Vonandi hefur ekki orðið of mikið tjón í Búllunni B5, eftir þennan eldsvoða. En þegar kviknar í feiti má alltaf búast við miklu raski.
Var að koma úr vinnu með strætó inn í Lækjargötu í kvöld um kl. 19:15 og sá blá blikkandi ljós fram undan. Síðan kom slökkvuliðsbíll með vælandi sírenu á eftir strætisvagninum, en báðar akgreinar voru uppteknar. Tveir slökkvuliðsbílar voru þegar komnir í Bankastræti og tveim sjúkrabílum hafði verið lagt fyrir framan Stjórnarráðið.
Ég sá hvorki eld né reyk á þessum tímapunkti og vonaði að þetta hefði verið eitthvað smotterí. En svo sé ég mynd af miklum hvítum reyk sem fylgir þessari frétt.
Algengt er að það kvikni í steikingarfeiti. Besta húsráðið er að eiga eldvarnarteppi sem er hægt að kasta yfir pott eða pönnu sem hefur kviknað í. Þetta vita flestir, en ...
... Ég var einmitt að steikja franskar um helgina, og tók þá eftir að eldvarnarteppið mitt var ekki 'alveg' við hendina: það hafði lent neðarlega í skúffu fyrir neðan eldavélina. En eldvarnarteppi þarf að vera vel tiltækt ef kviknar í einhverju í eldhúsinu.
Það er ekki óskastund ef kviknar í einhverju í eldhúsinu hjá manni. Sem betur fer hefur aldrei kviknað í frönsku-potti hjá mér, en það hefur tvisvar kviknað í öðru.
![]() |
Eldur í Bankastræti 5 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |