25.12.2014 | 05:05
Pósturin fær 10 prik frá mér!
Ég sendi stóran pakka með jólagjöfum til Akureyrar s.l. mánudag, 22. des. Ég hef svosum enga stóra afsökun f. að senda jólagjafirnar svona seint þangað norður. En mér leist ekki á blikuna: Öxnadalsheiðin var lokuð fram á næsta dag. Póstbíllinn hefði átt að koma til Akureyrar kl. 6 næsta morgun, en hann kom ekki fyrr en um miðjan dag, 23. des.
Heyrði svo í fréttum 23. des. að þeir væru á fullu þanrna f. norðan á Akureyri að keyra út jólapóstinn, og að þeir hefðu verið með 11 bíla í útkeyrslu á pósti.
Úff, vonandi kæmist minn pakki tíl míns fólks fyrr jól! Svo fékk ég símtal. Pakkinn hafði borist þeim um kvöldmat, en ég setti hann í póst daginn áður kl. 15.30. Pósturinn stendur fyrir sínu, hann fær 10 hjá mér í þessari atrennu.
![]() |
Pakkar urðu eftir í Danmörku og Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2014 | 01:55
Skipverjarnir á Dettifossi eiga alla mína samúð eftir þennan ólgusjó en
fróðlegt væri að vita hvenær gámar fóru síðast í sjóinn. Þarna hjá Eimskip. Skipstjórinn segist hafa séð það verra. Man ekki eftir fréttum af gámum sem fóru í sjó svo árum skiptir. En þetta er allt svo fljótt að líða og tíminn rennur út í eitt. Fóru gámar í sjóinn einhvern tíma á sl. áratug eða síðast árið 1997? Fróðlegt væri að heyra um það, en maður sjálfur er svo fljótur að gleyma!
![]() |
Oft séð það verra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2014 | 01:37
Er kreppan búin? Fólk á ekki fyrir mat á meðan stórir jeppar fara í hafið.
Mikið álag er á hjálparstofnanir, en þangað leitar fólk sem á ekki fyrir jólamatnum. Á sama tíma eru aðilar að flytja inn 6 milljóna króna jeppa. Auðvitað er það þannig að "þeir fiska sem róa." En þetta dæmi sýnir okkur að bilið milli fátækra og ríkra er að breikka verulega á Íslandi.
Vissulega er það mikill skaði þegar svo dýr farartæki lenda í sjónum, en það kemur niður á tryggingarfélögunum.
Svona rétt eftir kreppu og til dagsins í dag, hef ég alltaf haft það fyrir sið að segja, þegar gámaskip kemur siglandi inn Faxaflóann, en þar sem ég bý hef ég gott útsýni: "Þaarna kemur kókópuffsið, þaarna kemur kornflexið. Og líklega einn til tveir tölvuskjáir." Ég sé að ég verð að bæta nokkrum sérútbúnum jeppum við frasann, ef vel á að vera.
Nú er kreppan greinilega á undanhaldi, og aðilar eru að kaupa sér lúxusbíla eins og enginn sé morgundagurinn, á meðan að fólk á Íslandi sveltur, nema það fái aðstoð frá hjálparstofnunum, og ég er svo vitlaus að halda að ekkert sé flutt inn nema ódýrt morgunkorn og nokkrir flatskjáir.
![]() |
6 milljóna jeppar í sjóinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2014 | 23:04
Glasgowbúar eiga alla mína samúð - sorpbíll ók á fólk og inn í hótel!
Þetta hræðilega slys á eftir að marka sín spor í Glasgow, og ekki hvað síst að það hafi skeð svona rétt fyrir jól. Ég hef einu sinni komið þangað í verslunarleiðangur og Glasgowbúar eru einstaklega vinalegir og kurteisir við ferðamenn.
Þegar ég heyrði fréttina á RÚV kl. 18, fór ég strax inná Sky news, sem er bresk fréttastöð, til að fá fyrstu fréttir af þessu hræðilega slysi.
Fyrirsögn við mynd á Mbl. tengd fréttinni segir að sorpbíllinn hafi stansað að lokum "á hóteli við George-torg." En þær myndir sem ég sá á Sky-News sýndu að bíllinn hafði keyrt inn í hótelið. Húddið á bílnum, sem er stórt, hafði keyrt inn um stóran glugga þessa hótels. Það hefur ekki fylgt fréttum hvor einhver sem var staddur þarna inni hefði slasast. Vonandi var enginn þarna.
![]() |
Fólkið lá eins og hráviði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2014 | 21:56
Ég segi bara slæmt ástand fyrir gangandi vegfarendur!
Þessi frétt Mbl. um "Skelfilegt ástand í hliðargötum" er vitnun í mann sem keyrir jeppa. Verið er að væla undan ökumönnum sem hafa fest bíla sína í djúpum holum o.s.frv.
Það fer lítið fyrir fréttum af færð í bænum m.t.t. gangandi vegfarenda. Götur er ruddar og þá myndast hrókar eða hvað sem þetta heitir. Þannig að efitt reynist að stíga út úr og inn í strætisvagna. Aðkoma að gangbrautum og að húsum er í mörgum tilfellum skelfileg. Ég vorkenni ekki jeppamönnum að fara hér um, en gangandi vegfarendur eru að lenda í hremmingum vegna hálku og snjóhrauka við aðalbrautir sem erfitt er að stíga yfir.
![]() |
Skelfilegt ástand í hliðargötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2014 | 01:21
Nútíma ökumenn eins og hestar með spjald sitt hvoru megin við gagnaugun.
Af hverju sjá ökumenn og farþegar bíla sem ætla sér að aka Öxnadalsheiði ekki að heiðin sé lokuð?
Margir hlusta ekki á veðurfregnir. Og þegar þeir eru komnir af stað, hafa þeir ekki það markmið að horfa útum bílrúðurnar til að fylgjast með aðstæðum, nú í mesta skammdeginu og þegar veður eru válynd.
Nú eru ökumenn og farþegar svo niðursokknir í að horfa á I-phoninn sinn, þannig að þetta fólk er gjörsamlega ómeðvitað um utanaðkomandi aðstæður. Þaða er gjörsamlega ´úti á túni' hvað varðar veður og færð.
Það er bara á kafi í símanum sínum.
En það er ekki bara á kafi í símmanum sínum í kolófærð uppi á Öxnadalsheiði. Það kafar líka í símann sinn á Grensásveginum í Reykjavík. Ég spurði dóttur mína í sumar, þegar ég var með henni í bíl á Grensás, af hverju hún var að taka upp símann; þetta væri hættulegt í miðjum akstri. Og sagði henni að hún vildi ekki lenda í því að keyra kannski á einhvern sem skyndilega dúkkaði upp og hlypi yfir götuna.
Svarið var: "ég var að gá hvað klukkan væri." Sem er algjört bull. Hún var ekkert tímabundin. En svo hljóp krakki einmitt yfir götuna eftir þessi orðaskipti.
En varðandi færð fyrir norðan, Öxnadalsheiðina og leiðina suður, þá get ég rökstutt nánar atferli bílstjóra. En ég átti einmitt leið með strætó frá Akureyri til Reykjavíkur s.l. mánudag. Færðin sjálf var ekki svo slæm, en það var mjög blint í Skagafirðinum. Bílstjórinn fór í símann sinn og var þar á einkaflippi um tíma á meðan hann reyndi að stýra strætisvagninum. Mér leist ekki á blikuna enda keyrði hann vagninn nánast út í kant.
Næst þegar ég nota þessa þjónustu mun ég líklega hafa vaðið fyrir neðan mig og biðja bílstjórann að vera ekki í símanum á leiðinni, eða segja honum, áður en ferð hefst að ég sætti mig ekki við að hann sé í símanum á leiðinni, sem tekur athygli hans frá akstrinum: hans markmið er að koma fullum vagni af farþegum til áfangastaða. Síminn hans veður að bíða, þar til hann kemst í pásu.
![]() |
Segjast ekki hafa séð lokunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2014 | 23:06
Kastljós í kvöld - Forstjóri Vegagerðar eins og álfur út út hól
Hvað hefur þessi maður í laun á mánuði? Í viðtali við starfsmenn Kastjóss virkaði hann eins og að hann væri bara smá peð í einhverju ríkisapparati í stað þess að standa undir nafni sem 'forstjóri' með yfirsýn yfir starfsemi Vegagerðarinnar.
Viðkomandi sagðist vita lítið um ... já hann vissi bara lítið sem ekkert.
Hann er á launum hjá ríkisfyrirtæki og þiggur laun frá okkur skattborgurunum. Fyrir hvað? Að vita ekkert hvað er í gangi í stofnuninni? Þannig að kannski að bullandi spilling fái að grassera á meðan að maðurinn er bara í einhverjum forstjóraleik?
Þetta er einfaldlega spurning um hvort hann taki pokann sinn srax eða reyni að þreyja þorrann næstu tólf mánuði eða svo í anda fyrrverandi innanríkisráðherra.
15.12.2014 | 23:03
Snjólétt á Akureyri
Það sjóaði allan gærdæginn, sunnudag, á Akureyri. Ég sem utanaðkomandi gestur, hef ekki séð annað eins. Og það er búið að snjóa þarna meira og minna alla síðustu viku.
Húsþök og tré eru að svigna undan snjó. En fólk drífur sig út í gönguferðir með hundana sína og útburðurinn í götunni þar sem ég dvaldi var með tvo hunda í togi eldsnemma á morgnana.
Veðrið þarna á Akureyri er nefnilega ótrúlega gott, þrátt fyrir snjókomuna og hörkufrostið.
Eftir snjókomu nánast dag eftir dag þarna, tók ég mig til á morgnana og mokaði snjó af tröppum, kringum sorptunnu ofl. og það sem ég tók eftir var að snjórinn þarna er svo léttur, þannig að það er ekkert mál að moka þetta. Þess vegna er fyrirsögnin "Snjólétt á Akureyri."
Þegar snjóaði sem mest hér á höfuðborgarsvæðinu fyrr á árum, og maður þurfti að moka, þá fannst mér snjórinn alltaf svo þungur. Akureyrarsnjórinn er léttur eins og þeytt eggjahvíta, en í minningunni er Reykjavíkursnjórinn miklu vatnskenndari - og þungur.
![]() |
Fólk ferjað til vinnu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2014 | 22:05
´Nýbúar - Taka 6 - Jólamatur pólskra og portúgalskra
Hitti í dag, laugard. 6. des., póska konu sem ég er málkunnug. Kynntist henni fyrst fyrir 6 árum hér á landi og vissulega hefur henni farið fram í íslenskunni á þessum árum, enda útivinnandi.
Spurði hana hvað hún og hennar fjölskylda hefði í matinn á jólum, t.d. 24. des. Svarið var: fiskur.
Ég fór ekki útí nánari spurningar varðandi hvernig fisk eða uppskriftir. En á örugglega eftir að spyrja nánar út í þetta fiskidæmi við betra tækifæri.
Árið 2010 spurði ég annan nýbúa sömu spurningar. Sá kunningi minn er frá Portúgal. Svar hans var: saltfiskur.
Mér finnst ég fá smá kjaftshögg þegar ég fæ svör um að fiskur sé í jólamatinn hjá fólki. Þetta er vissulega ólíkt hefðum okkar sem erum alin upp hér á landi. En mér finnst skemmtilegt að spyrja nýubúa um þeirra jólahefðir.
Á morgun veit ég að ég á eftir að hitta fleiri núbúya og ætla að spyrja þá um hvað þeir hafi í matinn á jólum.
6.12.2014 | 00:16
Nýbúar - Taka 5 - Pólverjar 'sjóða til jóla'
Stutt er til jóla, enn eina ferðina. Rétt f. jól í fyrra, 2013, kom ég við í pólsku pulsubúðinni við Hrísateig, sem er orðin vinsæl sérverslun þar sem maður keypt alls konar álegg í sneiðatali, og annað góðgæti.
Ég spurði afgreiðslukonuna um opnunartíma hjá þeim um jólin. Hún tjáði mér að það yrði lokað á Þorláksmessu (afar óíslenskt svo ekki sé meira sagt), af því að hún þyrfti að vera "heima að sjóða" og hún hefði ekki starfskraft sem gæti séð um búðina þennan dag, og hún þyrfti svo "mikið að sjóða."
Ég velti mikið fyrir mér hvað þessi pólska afgreiðslukona þyrfti að sjóða svona mikið, þannig að hún gæti ekki haft búðina opna í svosem smá tíma á Þorlák.
Hvað hafa Pólverjar virkilega í jólamatinn, sem þarf svona mikla suðu?
Eftir á að hyggja, þá fór að renna upp fyrir mér eftir því sem leið á árið 2014, að það sem Pólverjar hafa í matinn á jólunum krefst kannski ekki svo mikillar suðu.
Málið er nefnilega tungumál, orðaforði og kunnátta í íslensku. Ég held að pólska afgr.konan hafi meint að það væri svo mikið að gera hjá henni í að undirbúa jólamatinn, að hún yrði að hafa búðina lokaða. Hún notaði bara sinn orðaforða varðandi undirbúning jólamáltíðarinnar, stutt og laggott: "sjóða"
Þetta snérist líklega ekki bara um "að sjóða" - það er ekki eins og að Pólverjar sjóði hangikjöt á Þorláksmessu! En hvað veit maður.
Líklega verður næsta verkefni hjá mér að kíkja í pólsku pulsubúðina og forvitnast hjá konunni, ef hún er ennþá að vinna þarna, hvað Pólverjar hafa aðallega í matinn jóladagana.