Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020

Hryllileg frétt á mbl.is um leiðinlega karla!

Ég væri varla hérna inni á blogginu ef karlar væru leiðinlegir. Flestir bloggararnir hérna eru karlar. Margir þeirra blogga um áhugaverð málefni. Að mínu mati skiptir ekki máli hvort bloggari er karl eða kona. Ég les það blogg sem vekur athygli mína hverju sinni.

Leikarinn í fréttinni, Brian Blessed, hefur greinilega misst af miklu (kannski mjög mikill kvennamaður og er leitandi ...) og virðist ekki eiga sér karlkyns hetju.

En sem betur fer, fer honum batnandi: konur hafa kennt honum allt sem hann kann, að hans sögn, líklega að elda ofan í sig (vonandi), að sturta niður eftir sig, klæða sig almennilega, bursta tennur, standa upp fyrir konu á veitingastað, sjóða hrísgrjón, vakna tímanlega til vinnu, o.sv. frv.

En konurnar "hans" hafa gjörsamlega gleymt einu viðamiklu atriði í að tukta karlinn til: jafnrétti er mikilvægt: konur eru ekki skemmtilegri en karlar!

 

 


mbl.is 90% karla leiðinleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunartrygging?

Frosti Sigurjónsson hefur komið með skynsamlega tillögu um björgunartryggingu þeirra ferðamanna sem ætla í óbyggðir.

Að mínu mati væri skynsamlegra og einfaldara að ferðaskriftofum sem fara með ferðamenn á jökla, íshella, eldfjöll, og aðra staði í óbyggðum verði gert skylt skv. lögum að greiða björgunartryggingu fyrir hvern ferðamann sem þeir þjónusta.

Af gefnu tilefni ætti að banna ferðamönnum að fara með barn/börn í ferðir sem krefjast svok. tillögu um "björgunartryggingar."


mbl.is Verði skylt að kaupa björgunartryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin takmörk á bótagreiðslum

til fyrrverandi pólitíkusa og annara, á meðan heilbrigðiskerfi og lögregla eru svelt.


mbl.is Telur að Ari Trausti eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnanleg árás Trump á Írak

Hvaða afleiðingar mun þessi árás hafa?

Ráðist er á annan valdamesta aðila í Írak. Og var viðkomandi 'vinsælli' en sá valdamesti.

Árás Trump á Solemani var hefnd USAfyrir árás á bandaríska sendiráðið þar sem vertaki (contractor) lét lífið. Ákvörðunin var tekin einhliða, án samþykkis þingsins.

Trump ber því við að Írak/Solemani hefði verið að undirbúa hryðjuverkaárás á Bandaríkin. Ef það er satt, af hverju var árásin þá ekki gerð fyrr?

En þessi árás getur haft afleiðingar. Írakar segjast ætla að hefna. Maður hefur áhyggjur af því að þeir reyni að ráða Trump sjálfan af dögum. Að öðrum kosti verður hugsanlega framkvæmd hryðjuverkaárás í USA í líkingu við 911.

Árásin á Solemani var gerð 2. eða 3. janúar (erfitt að átta sig á tímasetningu v. mism. tíma í Miðausturöndum), en ef Írakar vilja hefna með hryðjuverkaárás velja þeir kannski 2. eða 3. mars: 2.3. eða 3.3.

Það sem heimurinn þarf ekki núna er 3ja Heimstyrjöldin.


mbl.is Bandaríkjaher gerir loftárás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband