Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018

Hættið að kaupa plastpoka í matvörubúðinni !!!

Plastið er að ganga að dýrum dauðum: sjófuglumog hvölum vegna plastmengunar í hafi.

Þegar þú verslar hafðu með þér margnota poka. Ég geri það, upphaflega til að spara pokakaup.

Afþakkaðu plastpoka í verslunum þar sem þeir eru fríir. Hafðu með þér margnota, þegar þú verslar.

Er löngu hætt að kaupa plastpoka í matvörubúðum, er alltaf með margnota poka með mér.

Þar sem ég sel vörur á markaði um helgar, lendi ég stundum í vandræðum með að eiga nógu stóran poka undir notaðan fatnað fyrir viðskiptavininn. En ég leysi þetta með því að búa til poka úr gömlum og slitnum bolum sem eru óseljanlegir. 

Þessir bola-pokar hafa mælst vel fyrir í 99% viðskipta!


mbl.is Sjófuglar fullir af plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er boltinn orðinn of fyrirsjáanlegur ... klisjukenndur?

Eftir að hafa horft á marga leiki á HM og EM, kemur mér þetta fyrir sjónir eins og hvert annað skákborð: uppstillingin og hvernig einstaka leikmaður hreyfir sig/eða má/eða á að hreyfa sig, er fyrirsjáanlegt fyrir andstæðinginn.

Í skákinni var/er margt orðið fyrirsjáanlegt, alltaf sömu byrjarnirnar o.s.frv. þannig að Bobby Fischer kom með útspil gagnvart þessu. Afsakið, en ég man ekki hvað það hann kallaði það.

Í fótbotanum virðist það sama að vera að gerast: sama uppstilling, og andstæðingurinn veit hver á að gera hvað á hvaða stað í mótliðinu. Nú virðist vanta inn í fótboltann eitthvað nýtt og óvænt til að koma andstæðingi í opna skjöldu.

Það gengur ekki til lengdar að andstæðingur gangi eins og skugginn eftir ákv. leikmanni liðs til að hindra hann í að skora mark, af því að hann veit hvaða hlutverk hann hefur.

Það vantar meira óvænt í leiki að koma andstæðingum gjörsamlega á óvart.


mbl.is Held að taktíkin hafi ekki verið röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti einnig endurhanna grænu ruslatunnur borgarinnar

sem eru festar á staura við strætóskýli og bekki víða um borgina. Þetta eru litlar tunnur með opnanlegum botni að neðan. Hversu oft hef ég ekki séð að botninn hefur verið barinn úr, og rusl úr jafnvel fullri tunnu flæðir um gangtéttina.

En varðandi strætóskýli og nánasta umhverfi þeirra, þá er umgengni í þeim mismunandi. Ég nota strætó töluvert og eftir að plogg umræðan hófst fannst mér viðeigandi að taka þátt í þessu með því að hirða upp rusl í og við þessi skýli. Maður hefur í rauninni ekkert betra að gera en að týna upp rusl á meðan maður er að bíða eftir vagni.

Mest er um sígarettustubba í og kringum skýli. Einnig er algengt að sjá tóm kaffimál í skýlunum. Fólk virðist ekki nenna að ganga nokkur skref til að fleygja þeim í ruslafötu nokkrum skrefum utan við skýlið.

En sem sagt, ég hef tekið nokkur strætóskýli að mér.


mbl.is Vill tunnur sem henta íslenskum aðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakhlið bréfsins snýr að myndavélinni!

Það vekur athygli mína að þeir sem skoða myndina með fréttinni sjá bakhlið bréfsins. Trump hefði átt að snúa framhlið bréfsins að linsunni. Því það væri áhugavert að sjá hvernig bréfið er stílað á forsetann. T.d. er það handskrifað eða vélritað? Er það stílað á nafn hans og titil eingöngu, eða er heimilisfangið einnig tilgreint, o.s.frv.

Þegar myndin er stækkuð má sjá að Trump hefur þegar opnað bréfið, og það hefur verið innsiglað með límmiða sem búið er að rífa af. Ég skal taka hann trúarlegan þegar hann segist ekki hafa lesið bréfið, þótt hann hafi opnað það, enda hefur ekki gefist tími til þess (að lesa til fulls?) þar sem sendifulltrúinn er þarna ennþá á skrifstofu hans.


mbl.is Kim sendi Trump „risastórt“ bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband