Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Ráðherrar dýrir fyrir okkur skattborgarana ...

... og svo þurfa skrifstofustjórar líka að fara í ferðir með ráðherra. Til hvers? Þetta er alfarið á kostnað okkar skattborgaranna. Kannski eru þetta svona snobbferðir ráðuneytisfólks. Og hver man ekki eftir snobbferðum alls konar fyrirtækja og stofnana rétt fyrir hrun. Og það kom meira að segja í fréttum hvað þeir fengu á diskinn sinn.  - En sem sagt: það er ekkert til sparað hjá ríkinu.


mbl.is Fimm utanlandsferðir á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túristar halda sig útaf fyrir sig á Íslandi, nema

þeir sem þurfa á leiðsögn að halda, t.d. varðandi hvaða strætó þeir eiga að taka á sinn áfangastað, o.s.frv. Oft sé ég ferðamen niðursokkna í götukort. Þeir hafa metnað til að rata eftir kortum án þess að spyrja til vegar.

En oft hef ég lóðsað túrista sem hafa spurt til vegar. -  Og flestir eru vinalegir, ég hef upplifað það, þar sem ég hef unnið á kaffihúsum, í 101, 105 og á öðrum póstnúmerum. Margir ferðamenn hafa áhuga á að ná sambandi við þá sem búa á Íslandi, aðrir ekkii. Fólk er bara misjafnt. Og það skemmir ekki fyrir að maður sjálfur sýni áhuga á hvaðan ferðamaðurinn er og spyrji hann útí, o.s.frv.


mbl.is Ekki vera of vinalegur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngur í upphafi vinnudags, gefur auka orku

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar leggur til að þingfundir byrji með söng. Þetta er góð tillaga, enda gefur söngur og öll tónlist hverjum einstaklingi auka orku. Og ekki veitir af að þingmenn fái jákvæða og auka orku áður en þeir takast á við landsmálin.

Það sem vekur athygli mína er, að Páll Valur vísar í bandarískan skóla þar sem dagurinn byrjar á söng.

En ég vil vekja athygli á að íslenskur skóli hefur í gegnum tíðina ætíð byrjað skóladaginn með söng á sal. Það er Laugarnesskólinn. Minnir að Ingólfur Guðbrandsson, heitinn, hafi komið þessari hefð á í þessum skóla. Og vonandi er þessi sönghefð við upphaf skóladags, ennþá við lýði þarna í Laugarnesskólanum. 


mbl.is Vill byrja þingfundi á söng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn með brunasár eftir Strokk - Alvarlegt ...

... og greinilegt að eitthvað vantar uppá varðandi öryggi ferðamanna á svæðinu.

Horfði á myndband í fréttum á RÚV 18.6. og það var erfitt að heyra grát barnanna eftir að þau brenndu sig. Vonandi ná þau sér eftir brunann.

Í mínum huga er svæðið glannalegt, svo vægt sé til orða tekið, eftir þetta atvik, og það er augljóst að þarna er þörf á öflugri öryggisgæslu, þannig að ferðamenn hætti sér ekki of nálægt sjóðandi heitum frussandi hvernum.


mbl.is Sjóðandi vatn lenti á börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfileikaríkt og glæsilegt fólk tekur við fálkaorðinni.

Þetta er alltaf stór stund á Bessastöðum, eini sinni á ári. Og ég óska fálkaorðuhöfum til hamingju með útnefninguna og góðs gengis. Stór stund.

En til að gera kannski lítið úr þessu stóra, þá finnst mér einhvern veginn að fálkaorðan og veiting hennar eigi að hafa stóran staf í íslensku: Fálkaorða. Honum, eða henni var veitt Fálkaorðan í dag.

En það er ekki svo, fálkaorðan er skrifuð með litlum staf. En ég held að ég sé undir áhrifum engilsaxneskar tungu, sem notar stóran staf í meira mæli en við Íslendingar.

Þakka bara fyrir á meðan einhver stjórnmálamaðurinn kemur ekki með þingsályktunartillögu að orðið Íslendingur verði skrifað með litlum staf.

 


mbl.is 14 fengu fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra heldur ræðu óvarinn á 17. júní.

Í kvöld horfði ég á ávarp forstæisráðherra á Austurvelli, í sjónvarpI RÚV. Baksviðið eru tré og síðan áheyrendur á gangstétt á Austurvelli. Áberandi er hávaxinn, gráhærður, karlmaður í bakbrunninum. Þegar líður á ræðu forsætisráðherra, setur sá gráhærði hendur í lúðurstellingar fyrir vitin á sér. Kannski er hann að senda ráðherra tóninn, eða kannski að þagga niðrí mótmælendum. Þessi aðili fær að njóta vafans.

En eftir að hafa horft á þetta, hugsa ég með mér, að eins og aðstæður eru orðnar nú til dags, að þá ætti forsætisráðherra landsins ekki að halda ræðu á opinberum vettvangi, án þess að ákveðin öryggisgæsla sé til staðar. 

Forsætisráðherra hafði ekkert svok. bakland í dag á Austurvelli.


mbl.is Púað á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski fáninn er 100 ára í ár

og það verður sérstaklega skemmtilegt að flagga fánanum á íslenska þjóðhátíðardeginum, 17. júní 2015. Hvet alla sem fara í bæinn, eða út á land á 17. júní að kaupa sér fána til að flagga og fagna þessum degi og afmælisdegi íslenska fánans.

 

islenskifaninn


Notar borgarstjóri eða einhverjir borgarstarfsmenn Strætó bs?

Nú vill borgarstjóri matatmarkað á Hlemm. Skv. frétt á forsíðu Fréttablaðsins, mánudag 15. júní. Og skv. stjóranum á að taka Helmm í gegn og á sér draum um matarmarkað þarna af því að í Evrópu eru að spretta upp martarmarkaðir.

Ég veit ekki betur að að hér áður fyrr hafi verið ýmis fyrirtæki á Hlemm, og þar á meðal heildsölubakarí, þar sem maður gat keypt dagsgamalt brauð á góðu verði. En þetta hefur allt saman lagt upp laupana fyrir mörgum árum síðan. 

Ástæðan: þetta var ekki að gera sig.

Aðspurður í fréttinni segir borgarstjóri: "Eina breytingin verður sú að Hlemmur veður ekki biðstöð lengur heldur skiptistöð."

Hver er eiginlega munurinná biðstöð og skiptistöð?

Ég set spurningu við þessa setningu: hvað með marga farþega Strætó bs. sem skipta um vagna á Hlemmi? Mega þeir ekki bíða inni í húsinu eftir næsta vagni, eða hvað? 

Auðvitað fara farþegar inn í hús í norðangarra og kulda á meðan beðið er eftir næsta vagni. Og skoða sig væntanlega um í draumaparadís borgarstjórans. 

En það sem er ekki tekið með í reikninginn hér, er að það eru fá, sem engin bílastæði við Hlemm, sem fær fólk til að flykkjast á einhvern matvælavarkað á Hlemmi, og flestir sem hafa viðkomustað á Hlemmi eru öryrkjar, gamalmenni, ungmenni, nemendur og einstaka ferðamenn. 

Efast um að þessir aðilar komi til að versla mikið á matvælamarkaði á Hlemmi.


Hjólaði nakinn niður Bankastræti og yfir Lækjartorg ...

... og væntanlega víðar. Þetta sá ég á laugardegi fyrir tveimur vikum síðan. Sá ekki ástæðu til að tilkynna þetta til lögreglu. Mig grunar að það væri verið að steggja drenginn og hann var bara krúttlegur á hjólinu sínu og einhverjir að mynda. 

En það að flassa á Austurvelli fellur líklega ekki öllum í geð, í uppákomu sem var þar í dag þegar kvenþjóðin beraði brjóst sín.


mbl.is Beraði kynfæri sín á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hirosíma - Magnað að lesa frásagnir þeirra sem ...

... lifðu árásina af. Og eru til frásagnar í dag. Hvað gerðist þennan dag og hvernig?

Sprengjunni var komið fyrir í flugvél bandaríska hersins á Mariann-eyjum. Veður var bjart og sólin skein. Er flugmennirnir komu á ákvörðunarstað, en einungis þrír í áhöfninni vissu um tilgang fararinnar, sá áhföfnin greinilega borgina niðri undir sér. Engin japönsk flugvél hóf sig á loft til þess að andæfa bandarísku vélinni, og engin loftvarnarskot heyrðust neðan að.

Þeir nálguðust nú skotmarkið og létu sprengjuna detta. Kl. 9:15 að morgni. Sprengjan var látin síga niður í fallhlíf. Þetta gaf áhöfninni tíma til að fljúga burt nokkurn spöl, áður en sprengingin yrði. ...

Þegar sprengjan sprakk, með sprengiafli á við 20.000 lestir TNT sprengiefnis, gaus upp af henni dökkt ský, er reis í 12.000 metra hæð á 2 mínútum. Eftir því sem áhöfninni sagðist frá, þeit þetta helst út eins og sjóðandi mugga. ...

Er áhöfnin leit hið mikla gos, sögðu sumir þeirra: "Guð minn Góður!"

Heimild: Kjarnorka á komandi tímum, David Dietz; Mál og menning, 1947.


mbl.is Sárið hverfur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband