Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Eru unglingar hættir að lesa Harry Potter ...

eða hvað?


mbl.is Hafa ekkert nógu spennandi að lesa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt að afgreiða Katrínu Jakobs.

Í mínum huga yrði Katrín verðugur forsetaframbjóðandi, því að hún er góður viðskiptavinur. Og hún hefur góða menntun. Góða reynslu i stjórnmálum. Er fyrrverandi ráðherra. Er hreinskilin: Hlustaði á viðtal við hana á Páskadag í útvarpinu.

Og hún kom einu sinni, ásamt annari konu, þar sem ég var að afgreiða í fyrirtæki á 101. Þær voru að kaupa eitthvað með kaffinu, sem tengdist líklega flokknum þeirra á Alþingi.

Ég tók sérstaklega eftir Katrínu: hún var svo jákvæð og það var svo létt yfirbragð yfir henni. 

Ég lærði nokkuð af þessu: þegar ég kem inn í verslun, þá ætla ég að reyna að vera jákvæð og hress.

Ekki eins og sumir þekkitir, Alþingismenn eða aðrir frægir, sem hafa komið til mín að versla; sumir með hálfgerðan fýlusvip eða að það nánast rignir upp í nefið á þeim.

 


mbl.is Ekki að undirbúa forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Kópavogsbær byggja tilbeiðsluhús á Nónhæð?

Í frétt á Mbl.is segir af lóðareiganda sem vill byggja tilbeiðsluhús á Nónhæð. Margir héldu að þetta væri aprílgabb. En fréttin birtist fyrst í fréttum í sjónvarpi.

Sjónvarpsmenn og aðrir miðlans menn, eru nefnilega sniðugir að birta fréttir 1. apríl sem við almúginn gætum haldið að væri 1. apríl gabb. T.d. tillögur forsætisráðherra um að nota gamlar teikningar Guðjóns Sam.  af húsi til að hafa til hliðsjónar viðbyggingar við Alþingi.

Og svo birtist tölvugerð mynd af hugsanlegu tilbeiðsluhúsi á Nónhæð og viðtal við lóðareiganda. Þetta hljómaði eins og aprílgabb. En þar sem fréttin bauð ekki upp á neitt hlaup, þ.e. að mæta á einhvern stað fyrir almúgann til að bíta á agnið, hlaut þetta að vera ekki aprílgabb.

En það sem ég rek augun í, er að teikningin að þessu tilbeiðsluhúsi er svo forljót (að mér liggur við að halda að þetta sé aprílgabb), að mér fyndist það móðgun við íbúa Kópavogs ef byggingarnefnd samþykkti þetta.


mbl.is Tilbeiðsluhús á Nónhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari vill breytingar á framhlið Alþingishúss: maður gegn "tengdaföður Evrópu."

Þessi bloggari, Haraldur Sigurðsson, sem er vel menntaður og vinnandi maður og líklega fjölskyldumaður, er ósáttur við merkinguna framan á Alþingishúsinu: sem er merkt Kristjáni IX Danakonungi.

Þessu útliti má alls ekki breyta, því kórónan, og það að Ísland var hluti af Danaveldi, er svo tengt sögu Íslands.

Það hljómar ekki vel að óska þess að búsáhalda-byltingamenn hefðu bara brotið táknið niður á sínum tíma. Á meðan bloggarinn sjálfur hefði setið heima í sófa.

Kristján IX fæddist 8. apríl árið 1818 og varð konungur 1863, til ársins 1906. Eiginkona hans var Louise dóttir Wilhelm frá Hessen. Þau eignuðust 6 börn. Frumburðurinn, fæddur 1843, varð síðar Friðrik VIII. Kristján IX eyddi unglingsárunum í Kaupmannahöfn og hlaut góða menntun, áður en hann varð konungur.

Þetta var rólegur náungi sem tók lífinu alvarlega. Hann náði 87 ára aldri, líklega elsti konungur Dana. Börn hans gengu í hjónaband við einstaklinga sem voru ættaðir héðan og þaðan í Evrópu. Þess vegna fékk Kristán IX viðurnefnið "tengdafaðir Evrópu."

Kristjáns IX er ekki hvað síst minnst fyrir stór konungleg ættarmót, eða bara fjölskylduboða, þar sem börn hans og barnabörn komu í heimsókn til afa og ömmu í höllina í Fredensborg.

Þessi konugur þurfti að súpa ýmsa fjöruna, hvað stórnmál varðar, þegar hann var við völd. En er hann lést 1909, var hann mjög virtur sem konungur.


Hversu oft ferðast framkvæmdastjóri Strætó bs með vögnunum?

Í frétt á Mbl. kemur fram að fjögur börn hafi slasast eftir að strætisvagn nauðhemlaði vegna neyðaraksturs slökkvuliðsbíls.

Skv. framkvæmdastjóranum er ekki skylt að hafa bílbelti í vögnum innanbæjar, og að hans sögn keyra flestir vagnar frekar hægt og stoppa oft á ljósum.

Kannski flestir, eða réttara sagt margir, eða nokkrir vagnar, keyra ekki svo hratt. En hvað með vagna sem keyra mjög hratt? Og enginn í bílbelti, ef vagninn þyrfti að nauðhemla.

Mér segir svo hugur um að framkvæmdastjórinn hafi litla sem enga reynslu að vera farþegi í þessum vögnum. Á sumum leiðum aka vagnar ansi greitt, og hef ég kvartað yfir því. En ég á eftir að kvarta yfir standandi farþegum í utanbæjarakstri. Og ég á líka eftir að kvarta yfir einum bílstjóra sem kann ekki að keyra í hringtorgi.

Ætli sé ekki best að ég skrifi framkvæmdastjóranum beint. Hann hefur kannski aldrei tíma til að lesa yfir kvartanir sem koma frá viðskiptavinum, enda fer það allt í gegnum þjónustuverið.

Og yfirleitt eru svokallaðir forstjórar yfirhafnir yfir hið daglega líf þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Þetta eru yfirleitt aðilar sem eru pakkaðir inn í bómull og aka um á rándrýrri einkabifreið sem fyrirtækið skaffar.


mbl.is Fjögur börn slösuðust í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband