Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
30.4.2015 | 02:22
Ömurleg málsvörn þess sem litaði Strokk rauðan
Þessi sig-kallaði listamaður að nafni Marco Evaristti setur sig á verulegan háan hest og þykist yfir það hafinn að bera virðingu fyrir íslenskri náttúru. Svona furðufugl er slæmur vágestur og veit á illt ef hugsað er útí að aðrir af hans sauðahúsi eigi eftir að hugsa sér gott til glóðarinnar með samskonar uppákomum hér á landi.
Furðufuglar af þessu tagi er illur fyrirboði en er afrakstur fjölgunar í ferðamennsku hér á landi. Strákaskrattar hér á landi hafa úðað á auða veggi til að fá útrás fyrir listræna sköpun sína, en engum hefur dottið í hug, fyrr en nú, að fá útrás í náttúruperlu á borð við Strokk.
Og hver er refsinsin: skitinn 100 þús. kall.
Þessi svívirðing við geysinn er eitthvað álíka og að einhver hellti t.d. gulum lit út í Reykjavíkurtjörn eða Þingvallavatn. Þar er fuglalíf og væri ekki að spyrja að leikslokum fyrir dýralíf á þessum stöðum.
Það verður að setja hertari viðurlög gagnvart íslenskri náttúru. Annars megum við Íslendingar eiga von á svona Marco-mönnum í hrönnum hingað, sem þykjast vera listamenn sem telja sig hafna yfir náttúruna, lög og reglur.
Sakar Íslendinga um hræsni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2015 | 23:49
Strokkur við Geysi verður grænn að ári - Ykkur er boðið, ég borga.
Ég fékk snjalla hugmynd áðan, að mínu mati. Ég á nefnilega afmæli næsta vor. Og datt í hug að það gæti verið fjárhagslega hagstætt að halda upp á afmælið við Geysi. Bjóða ykkur bloggurum og nokkrum góðum vinum og kunningjum þangað uppeftir. Gos í Strokki er jú alltaf ný upplifun.
Mér dettur í hug að bjóða gestum t.d. upp á kampavín, eða kaffi og kleinur. En eftir smá umhugsun kemst ég að þeirri niðurstöðu að það er líkleglega hagstæðast að bjóða bara upp á grænt gos. Enda er uppáhalds liturinn minn grænn, sérstaklega á vorin, þegar tún byrja að grænka. Enda hefur það sýnt sig að litað gos þarna uppfrá kostar í dag ekki meira en 100 þúsund kall. Það er líklega vel sloppið, sérstaklega ef margir mæta á svæðið, í svona "þema afmæli" eða hvað sem þetta er kallað.
En við sjáum bara til hvað setur, og hvort stjórnvöld setji einhverjar skorður við rauðum eða grænum gosum á Geysi á næstunni. - En að öðrum kosti; upplifun og grænt gos á Geysi að ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2015 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2015 | 00:20
Það þarf að vernda náttúruperlur á Íslandi
Í frétt á mbl kemur fram að útlendingurinn Marco Evaristti hafi sett matarlit í Strokk. Þetta ku vera menntaður listamaður og virðist svífast einskis til að fá athygli.
Greinilega þarf að vakta náttúruperlur Íslands gagnvart ofurhugum og jafnvel skemmdarvörgum.
En þá vaknar alltaf upp spurningin: "Er til fjármagn til þess?"
Þeir sem eiga og/eða sjá um náttúruperlur, ættu auðvitað að hafa full réttindi til gjaldtöku ferðamanna á sín svæði, alveg burt séð frá náttúrupassa.
Hellti ávaxtalit í Strokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2015 | 22:47
Bílslys - Farsímanotkun
Var farþegi í bíl, og bílstjórinn tók upp símann og kíkti á hann. Ég spurði: "Hvað ertu að gera?" Svarið: "Gá hvað klukkan er." Í bílnum var stjórnborð sem sýndi klukku. Þess vegna var það alveg út í hött að bílstjóri þyrfti að taka upp símann. Og ég sagði mitt álit á því, enda var bílstjóri ekki í neinu kapphlaupi við tíma. Bara að skutla mér smá vegalengd heim. "Þú vilt ekki lenda í því að keyra á vegfaranda." segi ég. Og við þessi orðaskipti hleypur krakki yfir Grensásveginn.
Bara það að bílstjóri lítur af götunni, í þó nokkrar sekúntur, til að ná í símann sinn, getur skipt sköpum. Ef krakki hleypur yfir götuna á svipuðum tíma og bílstjóri er að beygja sig eftir símanum sínum, gæti orðið slys.
Það að kíkja á símann sinn í dag, í tíma og ótíma, er orðið að áráttu hjá mörgum. Ég segi bara fyrir mig: láttu símann vera á meðan þú ert í akstri, nema þú sért með handfrjálsan búnað.
Það væri áhugavert að vita hversu mörg bílslys undanfarna t.d. 12 mánuði mætti rekja til farsíma. Var sjálf á ferð frá Akuyreyri til Rvk. 15. des. s.l. í strætó. Bílstjórinn fékk símtal í farsíma (ekki handfrjáls búnaður), þar sem einhv. sem hann þekkti persónulega var að pæla í því hvort hann/hún ætti að hætta sér Norður. Símtalið kom í Skagafirðinum, en færðin á þessum slóðum var afleit: það var gjörsamlega blint allan Skagafjörðinn og bílstjórinn var bara á einkaflippi í símanum og á ákv. tímapunkti keyrði hann nánast úr í kant. Það er ekki bjóðandi farþegum upp á slíka uppákomu.
Farsímanotkun er hættuleg í akstri. En það veður ekki tekið alvarlega fyrr en að alvarlegt slys hlýst af farsímanotkun strætisvagnabílstjóra, eða annarra bílstjóra yfiirleitt.
19.4.2015 | 00:22
Þarf meira öryggi í Strætó bs.
Þarf stundum að fara með Strætó bs. norður og þá eru bílbelti í vagninum. En stundum vill til að bílstjóri sé að tala í farsíma á leiðinni, sem er alls ekki æskilegt.
Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkrir ökuníðingar en i þeim vögnum eru engin bílbelti. Ég þekki þetta á leiðum frá Hafnarfirði til Rvk. og frá Mjódd að miðbæ 101, á leið 12. Sumir vagnstjórar keyra mjög hratt á þessum leiðum, þannig að maður er á nálum og heldur sér í næsta sæti fyrir framan. En svo eru líka vagnstjórar sem keyra á viðunanlegum hraða, þannig að maður getur lesið i bók eða dagblaði á meðan ferð stendur. Ég þekki muninn.
Nú fer vorið og sumarið í hönd, og meira af fólki verður á ferðinni, og sérstaklega með börn í för. Það er mikilvægt að öryggi barna sé gætt á akstursleiðum, en hvernig það er gert veit ég ekki. Heilu leikskólarnir og leikjanámskeiðin fara með strætó, t.d. frá Mjódd niður í miðbæ. Sem og foreldrar með ungabörn í vögnum eða kerrum.
Það gengur ekki að strætó fullur af börnum sé í hraðaksri á þessum leiðum. Mikilvægt er að bílstjórar aki hægar. Mér mér var nóg boðið um miðja vikuna á þessari leið: hraðakstur niður Breiðholtsbraut, eins og að bílstjórinn væri að reyna að halda tímaáætlun.
En viti menn: hann staldraði við, við Hrafnistu, af því að hann var fyrr á ferðinni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2015 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2015 | 23:58
Barinn á að setja fánann upp aftur
Skv. frétt á Mbl. tóku eigendur American Bar bandaríska fánnann niður vegna þess að þingmenn sem hafa skrifstofur í sama húsi kvörtuðu. Ok. - þetta er íslenskur bar með erlendu heiti. Og þangað koma líklega Íslendingar, Ameríkanar og hreinlega flóran af ferðamönnum.
Það væri bara smart hjá eigendum að setja ameríska fánann upp aftur, ásamt fánum. T.d. að hafa íslenska fánann við dyrnar (stórt eintak), síðan kæmi sá Ameríski (minni) og síðan erlendir fánar, koll af kolli, miðað við þá erlendu gesti sem sækja staðinn. T.d. ef eigendur verða varir við gesti frá Færeyjum, þá þetja þeir færeyska fánann upp, sem og ef gestur frá Íran kemur á barinn, þá verður íranski fáninn settur upp. Þetta er einfalt mál.
Þeir eru með ameríska fánann inni á barnum, og þegar fyllist af fánum útifyrir, geta þeir flaggað fleiri gestafánum innan dyra.
Hafa tekið fánann niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2015 | 23:38
Afmæli Danadrottningar - Og Dorrit slær í gegn
í þessum líka glæsilega kjól: Bleikt pils og munstraður efripartur ásamt sjali í sama lit. Ekki kemur fram hvernig "Magga" var klædd, en mér sýndist að Dorrit bæri af ýmsum gestum sem voru á leið til veislunnar.
Ólafur og Dorrit í höll drottningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2015 | 01:14
Drengur varð fyrir bifreið ... en
lögreglan segir að hann hafi ekki slasast alvarlega. Hvað er að? Það er mjög alvarlegt mál þegar lítill krakki verður fyrir bifreið. Þó að drengurinn hafi slasast á fæti, jafnvel ekki orðið fyrir fótbroti, er þetta slys alvarlegt. Litli drengurinn hefur líklega orðið fyrir miklu áfalli. Og það er alvarlegt.
Drengur varð fyrir bifreið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2015 | 22:43
Fólk fer austur f. fjall, og norður, þrátt fyrir slæma spá.
Ég spurði: "af hverju fóruð þið í þessa ferð?" Svarið: af því að við vorum búin á ákveða þetta fyrir löngu. Þetta er brot úr samtali mínu við kunningja sem fór austur f. fjall á laugardag til að skoða sumarhús vinar. Og þeir komust með herkjum í bæinn þegar Þrengslin opnuðust um kvöldmatarleyti: "við fórum á eftir 30 bíla röð."
Ástandið var svo slæmt síðdegis á laugardag, að Strætó bs. felldi niður ferð sína austur fyrir fjall. Margir eru gáttaðir á þessu tíðarfari, þar sem er vel liðið á apríl. Ég hýsti góða kunningjakonu sen býr í Hveragerði sem komst ekki heim til sín á laugardagskvöldið.
Og svo var það Holtavörðuheiðin í dag: margir voru kannski að fara heim úr fermingar- og skírnarveislum. En ég held að fólk leggji upp í ferðir, þrátt fyrir skítsæmilega veðurspá, og býst ekki við illvirði, blindu og ófærð á þessum árstíma.
Þetta var páskahretið sem kom illa við marga þessa helgi. Veður geta verið válind það sem eftir er mánaðarins. En það er allt of mikið um það að fólk haldi upp á heiðar án þess að kynna sér verðurspána.
Búið að opna Þrengslin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 02:08
Er brennisteinsvetni meiri dauðsvaldur en rafmagn?
Í frétt á Mbl. segir frá rannsókn Ragnhildar Finnbjörns. sem kemst að þeirri niðurstöðu að samband sé á milli fjölgunar dauðsfalla á höfuðborgarsvæðnu og hækkunar á styrk brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum. Og hún segir að ástæða sé til að "kanna málið betur."
Auðvitað þarf að kanna þetta mál betur. Þeir sem hafa verið að látast, en gamalt fólk er jú alltaf að deyja, þá þarf að kanna hvort þetta fólk hafi verið í beinu sambandi við rafmagn, t.d. lá bein raflína gegnum heimili viðkomandi, eða bjó viðkomandi nálægt raflínuskúr? Hafði viðkomandi notað farsíma lengi? Og einnig verður að skoða aðrar aðstæður viðkomandi sem er látinn: allt er tengist rafmagni, virkjunum, mengun og öðru sem getur skipt máli.
Fæstir búa í nágrenni við brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjun. En á flest öllum heimilum eru tæki og tól sem tengd eru við rafmagn. Og það er þekkt afbrigði, að þegar var verið að þróa farsímana á sínum tíma, að þeir sem voru að prófa þá þegar þeir voru í framleiðsluferli fengu aukaverkanir. En ég man eftir einu tilfelli, þar sem maður fékk krabbamein sem hafði verið stanslaust með Mótóróla á eyranu, þegar verið var að þróa þann síma. Krabbamein í heila.
Verð bara að segja fyrir mig, að margir Íslendingar hafa í áranna rás búið í nálægð við jarðhita, án þess að kenna sér meins og og náð háum aldri.
Brennisteinsvetni, eldur og reykur, leiða til astma og öndunarörðugleika, en hugsanlega ekki að fólk látist fyrir aldur fram við að búa í nágrenni við jarðhitavirkjun. En þetta er bara mín skoðun.
Tengja dauðsföll við mengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |