Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Leikfléttan í Kaupþingsmálinu

Ólafur sem hefur verið dæmdur í málinu á auðvitað fullan rétt á að leita til Mannréttindadómstólsins í Evrópu.

Ólafur var leikmaður í þvílíkri leikfléttu og braski í Kaupþingi, að það liggur við að maður öfundi hann (+ framsóknarmanninn, þarna, hvað hann nú heitir) ásamt fyrrverandi Kaupþingstjórum um að hafa verið í þeirri stöðu að koma þessu í gagnið. - Á endanum auðvitað á kostnað hluthafa.

Neyðarlánið frá Seðlabankanum til Kaupþings upp á 500 millj. evra fór í að lána einu af hlutafélögum þeirra sem voru dæmdir í þessu Al Thani/Kaupþingsmáli, að því er mig best minnir.

Téður Ólafur, vísar í skrif Jóns Steinars, þar sem sá síðarnefndi hefur gagnrýnt dómara í Hæstaréti fyrir að snúa hlutunum við. En dómur Hæstaréttar var sammála í þessu dómsmáli. Kannski er téður Ólafur og Jón Steinar flokksfélagar. Ef svo er, gæti það verið að Jón Steinar hafi haft vit á því að hypja sig úr Hæstarétti áður en dæmt yrði í Al Thani málinu?

Af hverju fór Kaupþing yfirum? Kannski vegna þess að fé var mokað í skóflum út úr bankanum í formi lána til tengdra aðila. Og það á kostnað hlutfafa, sem töpuðu öllu sínu.

Það segir sig sjálft að einhver verður að axla ábyrgðina. Þökk sé ráðgjöf Evu Joelie, á sínum tíma. Þeir sem dæmdir eru, eru vitanlega ekki ánægðir með úrslitin, enda líta greinilega á sig að þeir séu upphafnir út fyrir lög og reglur. 

Þessir dómar snúast alls ekki um að róa samfélagið á neinn hátt. Ef enginn er dreginn til ábyrgðar, er hætt við að spillingin í bankakerfinu haldi áfram.


mbl.is Ólafur Ólafsson: „Ég er saklaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líður hluthöfum í Kaupþingi betur, eftrir dóminn í dag?

Þessu er erfitt að svara. Þó að ég hafi verið hluthafi í bankanum þegar hann hrundi.

Í kvöld var ég með matarboð og einn gestanna, sem kominn er á eftirlaun, sagði eftir að hafa hlustað á fréttirnar af dómnum á Stöðd 2, að "þetta hafi verið það eina sem hann tapaði i hruninu" þ.e. hlutabréfunum í Kaupþing. Hann hafði ætlað að selja, og var kominn með hlutabréf sín á sölu og þegar Al Thani keypti hluti í bankanum, var einhvern veginn hætt við allt saman. Og var það í samráði við verðbréfamiðlara bankans.

Ég spurði viðkomandi hvort að það gæti verið að verðbréfamiðlarinn hefði fengið þau fyrirmæli um að hvetja hann sem hluthafa til að selja ekki sína hluti í Kaupþing. Hann gat litlu svarað um það.

Held að engum líði vel eftir að hafa tapað fjárfestingum sínum í Kaupþingi, burtséð frá þeim dómum sem stjórnendum og/eða stórum eigendum í bankanum verða að una skv. Hæstarétti.


mbl.is Mikilvægt að ekki skapist friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk falleinkunn á þessu prófi!

Ég vissi það fyrirfram, að ég þekki frekar fáa þingmenn. Suma þekkir maður með nafni og í sjón, eða bæði. En maður þekkir greinilega ekki nema brot af kosnum þingmönnum.

Mbl. mætti gera meira af því að búa til svona alls konar próf fyrir lesendur, hvort sem það er á sviði stjórnmála eða annarra málefna. Svona "krossapróf" eða "quiz" sem eru vinsæl á veraldarvefnum hjálpa öllum til að halda heilastarfseminni á manní í góðum gír!


mbl.is Þekkir þú þingmanninn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að spá fyrir um veturinn?

Frægastur á Íslandi er hópur frá Dalvík sem les í innyfli búpenings, en hef ekki heyrt af þeim nýlega.

Nýverið las ég gamla bók um dulsagnir og ein frásögnin ber heitið "Merkisdagur." Maður að nafni Jón var ráðsmaður í Múla í Biskupstungum fyrir og eftir aldamótin 1900. Hann hugsaði mikið um veðrið eins og títt var, og var eftirtektarsamur.

Guðlaug Sæmundsdóttir var alin upp á þessum bæ og hafði komið þangað á þriðja ári og þekkti Jón vel. Hún dvaldist þar fram yfir tvítugt og eftir að hún fluttist þaðan og nokkrum árum eftir lát Jóns dreymdi hana að hann kæmi til hennar hugsandi á svip og mælti:

"Taktu nú eftir því, að síðasti miðvikudagurinn í október er fyrsti miðvikudagur í vetri - og eftir honum fer veturinn." Guðlaug hafði ekki hugsað út í þessa reglu fyrr, en fór að fylgjast með og hafði oft þótt veðurfarið ganga eftir veðurfari þessa dags.

Einmitt. Mér finnst þessi frásögn áhugaverð og fór t.d. að velta fyrir mér hvernig síðasti miðvikudagurinn í október 2014 hafi verið, hér í Reykjavík. - Það var 29. október: sól, kalt, en mjög gott veður, að mínu mati.

Í vetur hefur einmitt verið frekar kalt hér á höfuðborgarsvæðinu og þessi 29. okt. hefur einmitt endurspeglað þó nokkra daga undanfarið, sem eru kaldir, sólríkir og logn hefur verið til staðar.

En vissulega þarf að fylgjast með síðasta miðvikudegi í október í langan tíma, til að komast að raun um hvort regla Jóns ráðsmanns fær staðist.


mbl.is Kaldur og umhleypingasamur janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárafáir í Bretlandi fá að skoða þetta skjal!

Værum við Íslendingar sáttir við að nokkrir útvaldir fengju að skoða sögulegt skjal sem tengdist stjórnarskrá landsins?

En Magna Carta er áhugavert og frægasta skjal í sögu stjórnarskrár Bretlands en til eru fjögur eintök af frumtritinu.

En hvað er þetta Magna Carta? Það felur í sér m.a. frelsi kirkjunnar og samfélaga almennt, þ.e. að konungurinn fékk minna vægi til að skipta sér af, t.d. að fara um héruð og innheimta skatt.

En það voru auðvitað barónar, yfirvöldin á hverjum stað fyrir sig, sem komu þessu á legg, (annað yfrvald sem vildi hafa töglin og haldirnar í sýslum). Sem sagt, barónar sem gerðu uppreisn árið 1215, og fengu John konung til að skrifa undir þetta skjal Magna Carta, en svo var það sonur hans Henry III, sem tók við af honum.

En skjalið sjálft er t.d. frægt fyrir að hafa komið í veg fyrir yfirdrifið vald konungs yfir samfélaginu. Það hefur líklega verið hvatinn að leggja grunninn að Bresku samfélagi eins og það er í dag.  


mbl.is Sýna upprunaleg eintök Magna Carta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband