Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Ekki spurning núna um þriðju heimstyrjöldina heldur

Hryðjuverkaárás II. Hryðjuverkaárás I, var árásin á Charlie Hebdo, í upphafi árs. Aðstæður í heiminum eru að verða mjög óöruggar. Stórborgir virðast verða fyrir barðinu á hefndarverkamönnum.

Svona aðstæður er eitthvað sem ég hef óttast. Þetta ástand getur haft áhrif á bæði lands- og heimsvísu. Þegar stríðs- eða hryðjuverkaástand fer í gang, heldur fólk að sér höndum og heldur sig heima. Þetta getur valdið hruni í ferðamannaiðnaði víða.

En það þrennt, sem mér finnst standa uppúr, varðandi það sem hefur einkennt árið 2015 (ætlaði ekki að nefna þetta fyrr en i árslok), er árásin á Charlie Hebdo, E-bola faraldurinn í Afríku og fjöldi flóttamanna frá Afríku og öðrum löndum til Evrópu.

En mig grunaði ekki að ég þyrfti að bæta á listann enn einni hryðjuverkaárásinni sem gerð var í París í kvöld.

Ástandið í heiminum er að verða hryllilegt og mikilvægt fyrir lönd að herða landamæragæslu þar sem það er hægt og að efla leyniþjónustur allra landa í Evrópu, til að sporna við og góma hryðjuverkamenn.


mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitt að lesa um endalok Símaskrárinnar

Já, því miður. Þessi góða og gagnlega skrá mun brátt heyra fortíðinni til. Þetta gagnlega plagg með upplýsingar um hvernig á að bera sig að í jarðskjálfta, erlend svæðisnúmer, íslensk póstnúmer raðað eftir götum, svo eitthvað sé nefnt, er að hætta að koma út.

Gott er fyrir eldra fólk, sem hefur ekki aðgang að netinu, að geyma síðustu símaskrána, til að þeð geti flett upp símanúmerum hjá stofnunum og fl.

Það sem símaskráin hefur haft að geyma og sem hefur komið fólki í góðar þarfir gegnum tíðina eru gulu síðurnar: þar hefur verið hægt að fletta upp á t.d. læknum, tannlæknum, byggingafyrirtækjum og heilsuverslunum, svo eitthvað sé nefnt.

Margir eiga eftir að sakna Símaskrárinnar. En tæknin er tekin við og líklega á eftir að búa til öpp, sem taka við af gulu síðunum.


mbl.is Hinsta Símaskráin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan á fullu blasti að tjá sig um kæru í nauðgunarmáli!

Er það eðlilegt? Er það vaninn? Nei, það er það ekki, enda sögðu viðmælendur lögreglu að þær gætu ekki tjáð sig um einstök mál. En samt tjáðu þær sig um þetta mál sem hefur verið í umræðinni í dag.

Fjölmiðlafólk þjarmaði að þessum konum, sem og mótmælendur við lögreglustöðina. Þær kjöftuðu af sér.

Veit ekki hver tilgangurinn er með að neita því að íbúð í Hlíðunum hafi verið sér útbúin til ofbeldis/nauðgunar. Af hverju neitar lögreglan þessu? Það er undarlegt. Hver er munurinn á íbðúð sem er sérútbúin til ofbeldis, eða að ofbeldistól hafi fundist í íbúðinni? 

Felur þetta í sér tæknilega hlið sem verjandi sakbornings gæti nýtt sér? Er svo er, þá er saksóknin í hættu. Það er með ólíkindum að starfsmenn lögreglunnar hafi í dag tjáð sig ýmsum orðum um þetta mál. Allt sem þær sögðu, geta verjendur notfært sér.

En bara ef, já ég segi bara ef þolendurnir i þessu máli treysta sér til að halda nauðgunarkærunni til streitu: málið hefur fengið mjög mikla ummfjöllun í fjölmiðlum, og þær eiga alla mína samúð. Margir kærendur í svona málum hafa guggnað við að halda kæru til streitu.

En lögreglan hefur sýnt og sagt of mikið: ekki eru nægilega miklar áþreifanlegar sannanir í þessum málum til að tryggja sakefllingu!!! Þess vegna voru þeir ákærðu ekki settir í gæsluvarðhald.


mbl.is Segir íbúðina ekki sérútbúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetafrúin staulast niður í göng - en hver man eftir stríðshjrðáum Víetnömum

sem komu hingað árið 1979? Hópi stríðshrjáðra íbúa Vitetnam, sem fengu hæli á Íslandi það ár. Hluti af hópnum sem fékk hæli á Íslandi, kom með skipi til Malasýu og var þar í mánuð, áður en það komst til Íslands.

Í dag þykir það örugglega lúxsus, að þurfa ekki að dúsa í flóttamannabúðum í meira en mánuð, áður en fjölskylda fær hæli í öruggu landi.

En hvaða gagn gerir það að íslensk forsetafrú staulist niður í gömul stríðsgöng í Víetnam, á dögum allsherjar mannflutninga til Evrópu, sem eiga ekki sinn líka í sögunni, hingað til.


mbl.is Forsetafrúin í stríðsgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opna eða loka á flóttamenn - Jaðrar við borgarastyrjöldum í Evrópu

Angela Merkel vill opna landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki. Fólk kom saman til að mótmæla þessu. Þá urðu átök: aðgerðarsinnar gerðu hróp að fólki sem mótmælti ákvörðun Merkel. - Jarðar við borgarastyrjöld.

Svíar hafa tekið á móti mörgum hælisleitendum og lofað þeim húsnæði. Komið mörgum þeirra fyrir í sambýli (líklega IKEA-húsum byggðum úr timbri), en þar sem kveikt hefur verið í amk tveimur svona sambýlum, jarðar ástandið við borgarastyrjöld. Enda tilkynnti sænski innanríkisráðherrann í vikunni, að Svíar gætu ekki tryggt hælisleitendum húsnæði, héðan í frá.

Sem betur fer, hefur nýr leiðtogi Kanada lofað að taka við 25 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu tveimur árum eða svo. Það er mikil sveifla m.v. þá stefnu sem Kanadastjórn hefur haft undanfarin ár, varðandi nýbýua: þeir vildu bara fá nýbúa sem gætu sýnt fram á að þeir hefðu ákveðið fé undir höndum til að stofna fyrirtæii í Kanada. Kanadastjórn hafði ekki áhuga á innflytjendum sem færu beint á velferaðkerfið.

En óskar stjórn einhvers lands eftir slíku?

Því miður eru ýmsir aðilar hér á landi ósáttir við fjölgun nýbúa. Í mínum huga gengur það ekki að eldri frú segist ósátt við svona mikla fjölgun nýubúa á sama tíma og hún er að íhuga alvarlega að "þau hjónin" vilji flytjast til Spánar.


mbl.is Mótmæli og átök í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær björgun uglu úr gaddavír

Já, sem betur fer var uglu bjargað úr gaddavír. Og mér finnst það óvirðing við störf lögreglunnar, skv. bloggi Kristjáns Jóns Sveinbjörnssonar, að lögreglan hafi innt þetta björgunarstarf af hendi, af því að starfstéttin sé röknuð úr einhverju roti eftir kauphækkanir.

Mér er spurn, hef reyndar ekki komið upp í sveit lengi: er ennþá verið að nota þessa gaddavíra? Þegar ég var í sveit sem 14 ára unglingur, kom ég að hesti úti í móa, lappirnar á honum umvafnar gaddavír. Ég fór strax að leysa úr flækjunni til að losa hestinn við gaddavírinn. En að það hafi verið í mínum huga á ég fengi greitt fyrir þetta, eða fengi hrós fyrir þetta, var af og frá. Ég var bara að bjarga dýri. Hef aldrei sagt frá þessu atviki áður.


mbl.is Lögreglan bjargar uglu úr gaddavír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband