Ekki spurning núna um þriðju heimstyrjöldina heldur

Hryðjuverkaárás II. Hryðjuverkaárás I, var árásin á Charlie Hebdo, í upphafi árs. Aðstæður í heiminum eru að verða mjög óöruggar. Stórborgir virðast verða fyrir barðinu á hefndarverkamönnum.

Svona aðstæður er eitthvað sem ég hef óttast. Þetta ástand getur haft áhrif á bæði lands- og heimsvísu. Þegar stríðs- eða hryðjuverkaástand fer í gang, heldur fólk að sér höndum og heldur sig heima. Þetta getur valdið hruni í ferðamannaiðnaði víða.

En það þrennt, sem mér finnst standa uppúr, varðandi það sem hefur einkennt árið 2015 (ætlaði ekki að nefna þetta fyrr en i árslok), er árásin á Charlie Hebdo, E-bola faraldurinn í Afríku og fjöldi flóttamanna frá Afríku og öðrum löndum til Evrópu.

En mig grunaði ekki að ég þyrfti að bæta á listann enn einni hryðjuverkaárásinni sem gerð var í París í kvöld.

Ástandið í heiminum er að verða hryllilegt og mikilvægt fyrir lönd að herða landamæragæslu þar sem það er hægt og að efla leyniþjónustur allra landa í Evrópu, til að sporna við og góma hryðjuverkamenn.


mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fransmenn lærðu bara ekkert af Hebdo.  Eða svo virðist.

Evrópa þarf bara að manna sig aðeins upp.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2015 kl. 00:52

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, sammála. En alltaf virðist vera erfitt að vita hvar þeir halda sig og hvar þeir ætli að láta til skarar skríða næst. En gott hjá Frökkum að leita á öllum sem mættu á leikinn!!! Annars hefði orðið skelfilegt blóðbað á þessum leikvangi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 18.11.2015 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband