Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Þarf fyrirspurn á Alþingi um þetta?

ÁTVR er opinbert ríkisfyrirtæki og eftir að ég las þessa frétt, þá datt mér í hug hvort það þyrfti virkilega sérstaka fyrirspurn á Alþingi til að fá upplýsingar um rekstrarkostnað og rekstrartekjur ÁTVR? Eru þetta ekki upplýsingar sem eiga að liggja frammi fyrir þjóðinni í almennum ársreikningi?


mbl.is Spyr um rekstrarkostnað ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifamiklar myndir af máf í ætisleit á Blönduósi

Magnaðar myndirnar sem Höskuldur B. Erlingsson tók af þessum máf sem var að leita sér að æti á Blönduósi. En getur einhver frætt mig, og aðra lesendur væntanlega, hvaða mávategund þetta er?

Ég er ekki fróð um fugla almennt, og einu máfarnir sem ég hef séð eru þeir sem koma niður að tjörn í Reykjavík og eru í hverfunum nálægt sjónum. Held að sá fugl kallist sílamáfur. Fallegur fugl, hvítur með svartan lit í stélinu og með gult nef.

Og orðabók Menningarsjóðs nefnir tegundirnar bjartmáfur, hettumáfur, hvítmáfur. Fuglafræði er greinilega flókin, það eru til svo margar tegundir af máfum, sem og öðrum fuglum.

Og þegar ég er að skrifa þetta fatast mér flugið, málfræðilega - farin að ryðga í þessu eða hef aldrei vitað þetta: er Höskuldur í eignarfalli Höskulds eða Höskuldar. Og á að skrifa mávur með vaffi eða effi?

Skv. orðab. er heiti fuglsins már í nf. og hann er af máfaætt. En þetar við tölum um máf, kemur f-hljóðið ekki fram heldur v-hljóð. Þannig að stafsetning á heiti fuglsins er að breytast m.t.t. framburðar. En það er bara spurning hvort nemanda væri gefið rétt fyrir að stafa "mávur" á stafsetningarprófi. En það er önnur saga.

Ég hef aðallega áhuga á að fræðast um hvaða máfategund mætti í hádegismat á Blönduósi.


mbl.is Ýsuflakið endaði í goggi mávs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eina Clinton" takk

Já, það má segja að Bæjarins bestu sé að verða að frægasta pylsusölustað í heimi.

Fyrir nokkrum árum átti ég tal við eigandann er ég var að kaupa mér pylsu, og rak augun í mynd af Clinton sjálfum að kaupa sér pylsu þarna. Eigandinn tjáði mér að þegar Clinton kom, hafi þau komist að samkomulagi að hann vildi bara sinnep á pylsuna, ekkert annað.

Svo leið einhver tími, og ég kem að pylsuvagninum til að kaupa mér eina. Tek strax eftir að myndina af Clinton vantar. Hún hangir ekki lengur þarna á vegg vagnsins og venjulega. Ég hef orð á þessu við pylsusalann um leið og hann afgreiðir mína. Svarið einfalt: myndinni af Clinton var stolið!


mbl.is „Frægasti pylsusali heims“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband