Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
26.8.2011 | 23:59
Siv þarf vernd.
Já, Siv þarf vernd, þar sem hún er að glíma við fyrrverandi sambýlismann sem er greinilega sjúkur. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er greinilega ósáttur við skilnaðinn og hefur njósnað um ferðir Sifjar, og hefur líka farið fram á að fá hlutdeild í eftirlaunum hennar. Hann virðist svífast einskis.
Vonandi tekst honum að vinna út úr vonbrigðum sínum, eftir þennan skilnað. Heimurinn er ekki hruninn þó að Sif hafi skilið við hann.
En maður hefur áhyggjur af manni sem kemur fyrir njósnatæki fyrir í bíl fyrrverandi; slíkur gaur er til alls vís, og hættulegur. Afbrotafræðin þekkir það. Því miður, eru til menn sem vildu fyrrverandi konuna sína frekar feiga, en að einhver annar maður fengi að njóta hennar.
Svona mál í samskiptum kynjanna fara ekki í manngreiningarálit. Það getur hver sem er lent í þessu.
Fylgdist með ferðum þingkonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2011 | 02:16
Safnið algjör snilld
Ekki er verra ef safnið verði flutt til Reykjavíkur. Enda einstakt af sinni tegund í heiminum.
Hef aldrei komið í safnið, en ef það verður flutt til Rvk., þá er möguleiki á að maður sæki það heim.
Sá um daginn þátt á RÚV (var það ekki bara Landinn), þar sem farið var í heimsókn á safnið. Og þar var sýndur reðurinn af safnjaðdáenda (man ekki nafnið) og reðurinn allur í tjáslum. Mér brá nú svolítið við að sjá þetta, enda ímynda ég mér að gefandinn hefði viljað hafa 'trillann' á sér í betra ástandi en hann er sýndur þarna á safninu.
En ég er leikmaður í svona söfnun á líffærum og einhvern veginn var ég í þeirri trú, að limir þarna til sýnis væru hreinlega uppstoppaðir! En svo virðist ekki vera: þetta er allt í krukkum.
Jæja, þá það, en svona er lífið.
Reðasafnið til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2011 | 01:01
Mesta blekking eða lygi sem ég hef séð/lesið í langan tíma ...
... og ég sé og heyri margt. Ég er orðlaus. Einstaklingur ... mér er óglatt ... Einstaklingur sem hefur verið valinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra hér á Íslandi segir "evruna veita stöðugleika."
Ég spyr bara hvaða helv ... fokkings stöðugleik???
Það var fullt af fólki hér á Íslandi sem kaus þennan aðila yfir sig í gegnum einhvern flokk í síðustu kosningum.
Ég bara kalla eftir einhverjum rökum hjá einhverjum færum fjármálaspekúlant, sem getur stutt við fullyrðingu ráðherrans um að evran veiti "stöðugleika.".
Í mínum augum er evran eins og hvers konar fyrirbrigði á fjármálamarkaði, og virði hennar fer upp og niður í takt við hver önnur hluta- og verðbréf á markaði. Gjaldmiðlar falla í verði eins og hver önnur hlutabréf, og hækka ... alveg eftir því sem markaðir ganga fyrir sig.
En það er óskaplega barnalegt af Árna Páli að halda því fram að evran veiti stöðugleika.
Ég álít að íslenska ríkið og þjóðin sjálf væru betur sett með annan efnahags- og viöskiptaráöherra. Íslenska þjóðin þarf á einstaklingi að halda sem hefur raunhæft vit á viðskiptum.
En þjóðin kaus þetta yfir sig. En þyrfti virki8lega á því að halda að það yrði sérráðið í starf efhahags- og viðskptaráðherra.
Segir evru veita stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |