Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Óvænt atvik varðandi Breska brúðkaupið: alnöfnur væntanlegrar brúðar, Kate Middleton.

Æ, já, svona er lífið. Það er enginn einstakur. En eftir að hafa velt aðeins fyrir sér væntanlegri brúði, og hugsanlega framtíðardrottningu Bretlands, þá hef ég á tilfinningunni að Kate Middleton geti höndlað þetta - þ.e. gengið í hjónaband með arftaka bresku konungsfjölskyldunnar og hafi bein í nefinu til að takast á við þá stöðu sem þessu hjónabandi fylgir.

Við Íslendingar fengum tækifæri í síðustu viku til að kynnast Kate og parinu í mynd sem var sýnd á RÚV.  Og eftir að hafa horft á, fékk ég á tilfinninguna að Kate gæti höndlað þetta konunglega hlutverk. Hún virðist vera yfirveguð. Er háskólamenntuð. Og hefur greinilega haft metnað til að vilja vera hefðarkona.

Eftir að hafa horft á þáttinn, fannst mér að þessi stúlka gæti tekist á við þetta hlutverk, þ.e. að vera eiginkona ríkisarfa bresku krúnunnar. En ég fór ósjálfrátt að bera hana saman við aðrar konur sem höfðu gifst inn í þessa breksu fjölskyldu: Díana var kannski of ung og barnaleg, til að höndla hlutverkið. Fergie? Veit ekki, en mér finnst hún hafa verið hávaðasöm og svolítil brussa. En hvað er eiginlega enska orðið yfir "brussa." Langar til að fá álit lesenda á þessu bloggi á því: brussa, á ensku???


mbl.is Ekki sú Kate Middleton...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða högg?

Getur Orkuveitan útskýrt fyrir notendum sínum hvaða högg orsaka það að heitavatnslagnir bresta. Fyrst í Þorlákshöfn og svo í Árbæ? Hvaða hverfi verður næst? - Er hægt að rekja þessi atvik að einhverju leyti til fækkunar starfsmanna hjá Orkuveitunni. Þetta lítur út fyrir að vera alvarlegt mál burt séð hver orsökin er.

En óska eftir svari: HVAÐA HÖGG VAR ÞETTA? OG HVER ER ORSÖKIN?


mbl.is Heitavatnslagnir brustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystumaður Sjálfstæðisflokksins segir "já" við IceSave ...

... margir urðu undrandi vegna þeirrar afstöðu forystumannsins, að segja "já" við IceSave. Í fréttinni segir frá því að skortur sé á málafylgju formanns Sjálfstæðisflokksins sem hafi veikt já-hliðina. Skil þessa setningu ekki alveg. En í dag hvíslaði lítil mús að mér, að ástæðan fyrir því að Bjarni Ben. hefði samþykkt IceSave samninginn þarna um daginn á þinginu, að í staðinn yrði tekið vægt á N1-gjaldþrotinu, sem hann og hans fjölskylda eiga stóran hlut í.
mbl.is Vitnar um veika forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, nú á að far'að leggja embætti Sérstaks niður ...

með sameiningu við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Sérstakur er að sinna sínum málum, en er ekki gefinn nægilega mikill tími áður en ríkisvaldið sameinar hann við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Þetta sýnir almenningi að ríkisvaldið ber litla virðingu fyrir Sérstökum og ég vil fá að heyra rök þes fyfir sameiningu þessara embætta (ekki samt sparnaðarrökin ..).

En innst inni, vil ég kannski fá að heyra sparnaðarrökin ... því þegar tvö embætti eru sameinuð hjá ríkinu, þá hlýtur yfirmaður að þurfa að fjúka. Auðvitað er ódýrara fyrir ríkið að borga einum yfirmanni laun í stað tveggja. Og svo framvegis. Ætlar ríkið að reka Sérstakan við þessa sameiningu embættanna? Eða öfugt? Og á hvaða hátt sparar ríkið fyrir þegna sína við sameiningu þessara embætta?


mbl.is Efnahagsbrotadeild færð undir sérstakan saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband