Óvænt atvik varðandi Breska brúðkaupið: alnöfnur væntanlegrar brúðar, Kate Middleton.

Æ, já, svona er lífið. Það er enginn einstakur. En eftir að hafa velt aðeins fyrir sér væntanlegri brúði, og hugsanlega framtíðardrottningu Bretlands, þá hef ég á tilfinningunni að Kate Middleton geti höndlað þetta - þ.e. gengið í hjónaband með arftaka bresku konungsfjölskyldunnar og hafi bein í nefinu til að takast á við þá stöðu sem þessu hjónabandi fylgir.

Við Íslendingar fengum tækifæri í síðustu viku til að kynnast Kate og parinu í mynd sem var sýnd á RÚV.  Og eftir að hafa horft á, fékk ég á tilfinninguna að Kate gæti höndlað þetta konunglega hlutverk. Hún virðist vera yfirveguð. Er háskólamenntuð. Og hefur greinilega haft metnað til að vilja vera hefðarkona.

Eftir að hafa horft á þáttinn, fannst mér að þessi stúlka gæti tekist á við þetta hlutverk, þ.e. að vera eiginkona ríkisarfa bresku krúnunnar. En ég fór ósjálfrátt að bera hana saman við aðrar konur sem höfðu gifst inn í þessa breksu fjölskyldu: Díana var kannski of ung og barnaleg, til að höndla hlutverkið. Fergie? Veit ekki, en mér finnst hún hafa verið hávaðasöm og svolítil brussa. En hvað er eiginlega enska orðið yfir "brussa." Langar til að fá álit lesenda á þessu bloggi á því: brussa, á ensku???


mbl.is Ekki sú Kate Middleton...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband