Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
29.3.2011 | 01:09
Var tarantúlan ekki bara vespa, þarna í strætó?
Las frétt í kvöld um að farþegi í strætó hefði séð tarantúlu í vagninum. Enginn annar hafði komist í tæri við tarantúluna. Var þetta bara ísnensk köngurló eða bara vespa?
En við lestur fréttarinnar rifjaðist upp fyrir mér strætóferð í fyrrasumar, þar sem geitungur einn fór mikinn í strætisvagni sem ég tók frá miðbæ Reykjavíkur á leið heim. Vespan var á vappi þarna í vagninum og tók sér stæði nálægt stórum og stæðilegum karlmanni þarna í vagninum. Ég forðaðist vespuna, sem og aðrir þarna.
En ferð vespunnar í vagninum tók sem betur fer enda, vegna skjótra viðbragða tveggja kvenna þarna í vagninum, sem voru greinilega vanar að fást við slík kvikindi. En þessar valkyrjur voru nýbúar, þó að ég viti ekki hvaðan þær komu (kannski Filipseyjum eða Thailandi). Á örlagastundu, tók önnur þeirra skóinn af sér og hafði kvikindið undir með skósólanum, alls óhrædd við slíka atlögu. Dýrið var dautt.
Ég hugsaði með mér: þær eru greinilega vanar að fást við alls konar kvikindi, enda man ég eftir að konur niðri við Miðjarðarhaf, þegar ég bjó þar, notuðu einmitt slíka aðferð við að losa sig við alls konar pöddur og viðlíka ófögnuð. Fólk í þessum löndum elst upp við alls konar ófögnuð og lærir að bjarga sér og harður skósólinn er greinilega besta vopnið.
En við hér, landinn, erum óvön, og eigum kannski eftir venja okkur við að þora að kremja kvikindi í stað þess að æpa og veina undan þessum kvikindum þegar þau birtast.
En eftirfarandi er bútur úr fréttinni á DV:
"Það er búið að tala við alla vagnstjórana og kanna þetta allt saman og það kannst enginn við þetta, segir Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó. DV.is leitaði viðbragða hjá honum vegna fréttar frá því í gær af Marcel Wojcik sem segist hafa fundið stærðarinnar tarantúlu í sætinu við hliðina á sér þegar hann ferðaðist með leið sex í gærdag.
Okkar fólk talar líka við þennan mann en allar tímasetingar sem hann gaf upp og annað, þær fást ekki staðist. Hann talar um að hafa tekið vagninn á einhverjum ákveðnum tíma á Hlemmi og þá er engin sexa þar, segir Reynir."
22.3.2011 | 00:37
Fann á mér að það væri einhver "titringur" í gangi í stjórninni þarna á sunnudagskvöldið
Svo gleymdi ég þessu bara með jeppana þarna á sunnudagskvöldið ... en í ljósi frétta í morgun, mánudaginn 21. mars, fara jepparnir við stjórnarráðið að fá ákveðna merkingu.
Mánudaginn 21.3. komu Lilja Móses og Atli Gísla í viðtal í síðdegisþætti á Útvarpi Sögu. Þar kom fram hjá þeim, að þau hefðu tilkynnt nokkrum völdum þingmönnum, í trúnaði, ákvörðun sína um að þau ætluðu að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna, þarna daginn áður, þ.e. á sunnudeginum. Í ljósi þessa fæst skýringin á því að fundur hafði greinilega átt sér stað í stjórnarráðinu á "sktrítnum tíma" í stjórnarráðinu á sunnudagskvöldinu: tilkynningu krókaparsins hafði líklega verið lekið út. Kannski til Steingríms J. Og spurningin er: var kallað til neyðarfundar þarna í stjórnarráðinu sunnudagskvöldið 20 mars? Og ef svo er, hver kallaði? Var það kannski Steingrímur? - Mín tilfinning er sú að það hafi leikið allt á reiðiskjálfi í Vinstri grænum og ríkisstjórninni allri á sunnudaginn, eftir tilkynningu krókaparsins til nokkurra útvaldra, í trúnaði.
Segja sig úr þingflokki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2011 | 02:13
Tchenguiz-bræður reiðir - og í bullandi afneitun
Afneitun birtist sem reiði. Og getur tekið á sig ýmsar myndir.
Eva Jolie minntist t.d. á að þegar væri farið að lögsækja menn fyrir fjármálalega glæði, færu þeir að veikjast. Þ.e. verða lasnir (og fá því læknisvottorð hjá sínum lækni).
Það veður áhugavert að fylgjast með væntanlegum veikindum fjármálamógúla, sem hugsanlega og kannski verða ákærðir hér á Íslandi fyrir að ræna banka að innan. Og þá ekki síst hvaða læknar koma til með að gefa út læknisvottorð á viðkomandi.
En sem sagt, ein birtingarmyndin af afneituninni er reiði, af því að sumuir ætluðu að halda mega-partý, en var nú bara óvart handteknir rétt fyrir partý. En yfirvöld eru að vinna sína vinnu og líklega var tímasetningin alger tilviljun. Sakborningar kalla þetta samsæri.
Þetta er það sama og að ef á að handtaka einstakling, og hann er á leið í sturtu þegar yfirvöld mæta á svæðið, þá verður hann auðvitað pirraður. Og hugsanlega reiður. Kannski dettur honum í hug samsæri gegn sér vegna þess að hann varð af sturtubaðinu?
Tchenguiz-bræður reiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2011 | 01:52
Stjórnarformaður í bullandi afneitun.
Ragnar Önundarson fer í flokk með útrásarvíkingum - þeir menn og konur hafa verið og eru í bullandi afneitun við því sem þeir framkvæmdu þegar þeir voru í forsvari og/eða eigendur fyrirtækja sem fóru í þrot og/eða fyrirtæki sem fengu stórar skuldir niðurfelldar. - Ragnar var í forsvari í fyrirtæki sem gengur vel (þrátt fyrir að hafa verið sektað um mjög háar uppæðir vegna verðsamráðs) og er og var í stjórn ýmissa félaga, þar á meðal VR. - Það er miklu hreinlegra fyrir Ragnar að viðurkenna að honum hafi fatast, heldur en að ganga um í viðtöl í fjölmiðlum þar sem hver maður sér að maðurinn er í bullandi afneitun.
Ætlar ekki að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |