Tchenguiz-bræður reiðir - og í bullandi afneitun

Afneitun birtist sem reiði. Og getur tekið á sig ýmsar myndir.

Eva Jolie minntist t.d. á að þegar væri farið að lögsækja menn fyrir fjármálalega glæði, færu þeir að veikjast. Þ.e. verða lasnir (og fá því læknisvottorð hjá sínum lækni).

Það veður áhugavert að fylgjast með væntanlegum veikindum fjármálamógúla, sem hugsanlega og kannski verða ákærðir hér á Íslandi fyrir að ræna banka að innan. Og þá ekki síst hvaða læknar koma til með að gefa út læknisvottorð á viðkomandi.

En sem sagt, ein birtingarmyndin af afneituninni er reiði, af því að sumuir ætluðu að halda mega-partý, en var nú bara óvart handteknir rétt fyrir partý. En yfirvöld eru að vinna sína vinnu og líklega var tímasetningin alger tilviljun. Sakborningar kalla þetta samsæri.

Þetta er það sama og að ef á að handtaka einstakling, og hann er á leið í sturtu þegar yfirvöld mæta á svæðið, þá verður hann auðvitað pirraður. Og hugsanlega reiður. Kannski dettur honum í hug samsæri gegn sér vegna þess að hann varð af sturtubaðinu?


mbl.is Tchenguiz-bræður reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband