Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
30.11.2011 | 23:35
Undirmenn banka í grjótið
Ok, þá vitum við það. Bankarnir teknir í þessari röð: Kauping, Glitnir og væntanlega Landsbankinn á endanum. Í fljótu bragði vekur athygli hjá mér að það eru ekki höfuðpaurar bankanna sem hafa verið teknir, þ.e. þeir sem bera mestu ábyrgðina, þ.e. stjórnarformenn, heldur blækur þeirra, bankastjórarnir. En ég skil það vel, enda getur sá lægra setti, líklega borið eitthvað vitni um hvað yfirmaður hans/hennar fyrirskipaði honum/henni að gera á sínum tíma.
Fyrrverandi bankiastjórar eru ekki öfundsverðir, að þurfa að svara til saka, enda grunar mig að í mörgum tilfellum hafi þeir einfaldlega verið strengjabrúður aðaleigenda bankanna (Landsb., Glitnis, Kaupþings, o.srv.), þó að ekki sé hægt að útiloka neitt varðandi ákvarðandir varðandi slælegar viðskiptaáskvarðanir. En ég hefði haldið að það væru stjórnarformenn bankanna sem bæru höfuðábyrgð á bönkunum.
Þrír í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2011 | 00:12
"Það er verið að stela Íslandi" sagði Ögmundur
Í viðtali við Dag-Tímann árið 2000 (að mig minnir) var flenni stór fyrirsögn í helgarblaði þessa dagblaðs: "Það er verið að stela Íslandi." Tilefnið var viðtal við Ögmund Jónasson. Ég botnaði aldrei neitt í þessu viðtali og hef stundum verið að velta því fyrir mér að reyna að fletta því upp og lesa aftur.
Nú er Ögmundur gagnrýndur af ýmsum fyrir að hafna auðjöfri að kaupa Grímsstaði. Kannski er ákvörðun hans rétt. Hver man ekki eftir því að íslenskir bankar komust í hendur á svokölluðum auðjöfrum, þegar ríkiinu virtist liggja mikið á að selja eigur sínar. Og við vitum hvernig fór..
Tel rétt að fara beri sér hægt í að selja íslenskt land og ríkiseigur, hvort sem auðjöfrarnir koma langt eða skammt að.
Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |