Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Laugardalslaugin loks opin 24/7, eða þannig ...

Skemmtilegt framlag hjá borginni. Það var alltaf mikið framfaraátak í mínum augum er Laugardalslaugin var opnuð á sínum tíma. Stórt skref frá gömlu lauginni á Sundlaugaveginum, þar sem allar gömlu kellingarnar unnu, og sem beittu okkur krakkana andlegu ofbeldi ásamt sinni frægu frekju.

Og svo var það ekki lítið skref að taka forskot á sæluna varðandi hina nýju Laugardalslaug, með því að geta skellt sér í sund í lauginni, seint um kvöld, áður en hún var meira að segja vígð, hvað þá opnuð. Við vinkonurnar fundum leið til að klifra yfir vegginn og fá okkur ólöglegan sundsprett þarna, á lokastigi byggingar laugarinnar. Það var gaman. En vissulega miklu skemmtilegra að synda í og njóta laugarinnar í dag.

En þessi sundvaka er ekki frí. Er það nokkuð? Ekki frekar en Strætó bs.

--

En ég dáist að Akureyrarbæ, þar sem ég var gestkomandi um s.l. helgi. Þar var frítt í strætó!

Gerir aðrir betur!!!!

 


mbl.is Nætursund í Laugardalslaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HM kemur alltaf á óvart!

Margir voru búnir að spá Þjóðverjum sem sigurvegurum á HM 2010, en það er ekki aö ganga eftir. Við verðum alltaf að spyrja að leikslokum. Því allt getur gerst. Spánverjar gætu tekið þetta, sko.
mbl.is Spánn leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hettumávabylting við Stjórnarráðið - Framhald af búsáhaldabyltingunni?

Mér finnst ég kannast við konuna á myndinni. - Já nú man ég: ég var að bíða eftir strætó rétt fyrir kvöldmat í gærkvöld - í  boði nýrrar borgarstjórnar Jóns Gnarr - vagninn ætlaði ekki að stoppa þarna neðst í Hverfissötunni; vagnstjórinn var YFIRSTRESSAÐUR af því að hann var að reyna að halda tímaáætlun.

Ég skrifa þetta innlegg hér, eigi að síður í þágu Stætó bs. bílstjóra, en annars, enda veit ég að bílstjórar hjá Strætó bs. eru og hafa verið undir miklu álagi gegnum árin, skv. samtölum mínum við nokkra þeirra. Þeir hafa lítinn tíma til að klára hringinn sinn og lenda oft í kjaftinum á ónáægðum kúnnum vegna seinkunar en líka vegna  glannaskapar í akstri á vissum leiðum. En það er önnur saga.

Ég var reyndar stödd í strætóskýli rétt f. kl. 18, mánudaginn 5.7., nánar tiltekið neðst á Hverfisgötu. Í þetta skiptið kom vagninn á hárbeittum og réttum tíma og ætlaði vart að stoppa fyrir okkur sem biðu eftir honum: vagnstjórinn var að reyna að halda tímaáætlun.

Mér var svosem sama: því að ég gleymdi mér við að fylgjast með "smáfuglunum." Kona ein var á fullu við að gefa fuglunum brauð á lóð Stjórnarrápsins. Og tveir karlmenn fylgdust með, og virtust vera þátttakendur í göfinni, enda kvakaði annar þeirra hátt og skýrt, eins og fugl. Eða var það konan sem gat kvaka svona hátt og skýrt? Veit ekki.

Fuglager safnaðist við Stjórnarráðið og uppi á þaki þess. Mér fannst þetta táknrænt og hélt að fuglarnir væru kríjur: skyldu þær nokkuð gogga í hausinn á Jóhonnu, hugsaði ég með mér.

Gekk að mönnunum og bauð góðan daginn. Spurði hvort það væri með ráðum gert að vera að gefa fuglunum brauð þarna við stjórnarráðið. Jú, þeir héldu það: þetta var hettumávur og þarna myndu þeir skíta á stjórnarráðið. - Og þar fór kríjukenningin mín. Og ég er farin að fatta það að það er eins gott að fylgjast bara með mótmælum niðri í bæ til að læra á fugla ... En mótmælakenningin mín stóðst.

Ég þóttist hafa séð einhver tákn í þessari brauðgjöf þeirra þarna við stjórnarráðið og aðspurðir svöruðu þeir því að þeir hefðu verið viðstaddir mótmælin við Seðlabankann um hádegið sama dag og nefndu í leiðinni að það yrði ríkisstjórnarfundur daginn eftir kl. 9:30 (6.7.10) og þá yrði mótmælt sem og við Seðlabankann eftir það.

Ég hvet alla þá sem hafa tíma, kjark og þor, til að mæta niðrí bæ á morgun. Alveg burt séð frá því hvort þeir hafa lent í lánadrottnum á borð við bílalánafyrirtæki eða gömlu svæsuðu svikabankana. Mikilvægt er að standa við bakið á öllum þeim sem lentu í svikamillunni.

Þeir sem hafa ekki lent í kjaftinum á lánadrottnum vegna bíla- eða íbúðakaupa á myntkörfulánum gera mikið gagn með því að styðja við bakið á löndum sínum með því að mæta.

Táknrænt væri að mæta á svæðið með svata hettu um höfuð eða háls: það er í takt við það sem okkar dyggu atvinnumótmælendur lögðu áherslu á við Stjórnarráðið í dag: að örvar hettumávinn. 

Á sama hátt verður að örva máttvana ríkisstjórnina til  TAFARLAUSRA AÐGERÐA.

Ég ýminda mér að margir Íslendingar sjár ríkisstjórnina alfarið fyrir sér sem teymi með svarta hauspoka á sér: þeir sjá ekkert, vita ekkert, heyra ekkert.

Landsmenn bretti upp ermar fyrir þriðjudaginn 6. júlí 2010!


mbl.is Áfram mótmælt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuborun við Grænland. Hvaða 'grænfriðungar' vilja standa vaktina þarna?

Hef tilfinningu fyrir því að olía eigi eftir að finnast á þessu svæði. Enda virðist olía finnast í jarðlögum í sjó víða í hafinu. Olía er ekki bara í Mexíkóflóa eða við strendur Sjakalíneyju í Rússlandi.

En mikilvægt er að umhverfisverndarsinnar fylgist grannt með því sem gerist á svæðum þar sem iðnaðurinn tekur völd.

Þeim sem er annt um umhverfið verða að vera á vaktinni. Umhverfisverndarsinnar þarna í Rússlandi hafa lítið gefið eftir við Sjakalíneyju.

Það er ekki nægilegt að finna olíu á kostnað annara hluta í náttúrinni.


mbl.is Olíuborun hafin við Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mér finnst rigníngin nóg ..." En Íslendingum ekki

birdumbrela.gifÉg fæ ekki betur séð á fréttamynd mbl.is en að sægur áheyrenda hafi mætt á tónleika Inspired by Iceland í Hljómskálagarðinum í kvöld. Tónlistaraðdáendur láta ekki smá regn aftra sér frá því að mæta á tónleika í rigningu. Enda blankalogn í Reykjavík í kvöld. Hver þarf að kvarta?

Í morgun átti ég erindi út í klukkubúðina í mínu hverfi og búðin var, að mér fannst, full af túristum í regn-ponsjóvum. Þótt hann rigni, setur fólk bara upp regnhlífar og klæðir sig eftir veðri og veigrar sér ekki við að mæta á tónleika í vætunni.

Það er mjög gott á fá þessa rigningu núna fyrir gróðurinn. Ég man hvernig þetta var í fyrra: það kom ekki dropi úr lofti fyrir en seint í júlí 2009: og þá var það ekki einu sinni rigning eins og við þekkum hana, bara smá skúr. Í rauninni ekki skúr: bara smá úði, sem kom ekki í veg fyrir að garðeigendur þurftru að beita vatnsslöngunum áfram á garðana næstu daga á eftir. 

Fyrirsögn fréttarinnar "Hljómlist undir regnhlífum" er ákveðin tónlist í sjálfri sér. Ef við viljum lita þannig á málin.


mbl.is Hljómlist undir regnhlífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband