"Mér finnst rigníngin nóg ..." En Íslendingum ekki

birdumbrela.gifÉg fæ ekki betur séð á fréttamynd mbl.is en að sægur áheyrenda hafi mætt á tónleika Inspired by Iceland í Hljómskálagarðinum í kvöld. Tónlistaraðdáendur láta ekki smá regn aftra sér frá því að mæta á tónleika í rigningu. Enda blankalogn í Reykjavík í kvöld. Hver þarf að kvarta?

Í morgun átti ég erindi út í klukkubúðina í mínu hverfi og búðin var, að mér fannst, full af túristum í regn-ponsjóvum. Þótt hann rigni, setur fólk bara upp regnhlífar og klæðir sig eftir veðri og veigrar sér ekki við að mæta á tónleika í vætunni.

Það er mjög gott á fá þessa rigningu núna fyrir gróðurinn. Ég man hvernig þetta var í fyrra: það kom ekki dropi úr lofti fyrir en seint í júlí 2009: og þá var það ekki einu sinni rigning eins og við þekkum hana, bara smá skúr. Í rauninni ekki skúr: bara smá úði, sem kom ekki í veg fyrir að garðeigendur þurftru að beita vatnsslöngunum áfram á garðana næstu daga á eftir. 

Fyrirsögn fréttarinnar "Hljómlist undir regnhlífum" er ákveðin tónlist í sjálfri sér. Ef við viljum lita þannig á málin.


mbl.is Hljómlist undir regnhlífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Þetta var gott það var hlýtt. Konunni minni fanst ég vera farinn að færa mig nokkuð nálægt konunni fyrir framan mig. Það var vegna þess að hún hafði stóra regnhlíf sem veitti skjól mema þegar stórar gusur runnu af henni niður í hálsmál mitt.

Njörður Helgason, 2.7.2010 kl. 09:22

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Það er gott að geta hallað sér að einhverjum, í hallæri, eða þannig. En það er ekki allt tekið út með sældinni. Frúin óhress með þessa "hjákonu" þína, og þar sem þú stóðst "hjá" henni til að njóta skjóls um tíma, þá varð gleðin endaslepp því miður endaslepp þegar þú fékkst gusurnar yfir þig.

Líklega skynsamlegt að þið hjónakornin fjárfestið sameiginlega í regnhlíf fyrir næstu tónleika.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.7.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband