Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
... Strákarnir okkar brilleruðu í leiknum gegn þungum Rússunum í dag.
Kannski eru Rússarnir í gamla Sovét tímanum: þungir upp að 120 kílóum og með þjálfara sem var sem lýst við "risaeðlu" af okkar manni sem lýsti leiknum í dag.
En okkar menn geta gert enn betur, og sem gæti hjálpað þeim til að losa um spennu fyrir leik: það er að kunna og geta sungið þjóðsönginn skammlaust. Sumir kunna fyrsta erindið, en það hefur verið svolítið pínlegt að horfa upp á t.d. einn landsliðsmanninn með munninn samanheftan, eins og honum væri borgað fyrir það.
Nú er bara kominn tími fyrir "Landsliðskórinn í handbolta" og ég þykist fullviss um að allir þessir strákar eigi sér rödd í kór. Þeir þurfa bara að fá góða þjálfun í þessu frá viðeigandi aðila og það getur verið einn liður í að efla liðsheildina hjá þeim. Ekkert væri skemmtilegra en að horfa á upphaf leiks íslenska landsliðsins þar sem þeir syngju þjóðsönginn allir sem einn, og það yrði mjög uppörvandi fyrir þá sjálfa.
![]() |
Átta marka sigur á Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2010 | 22:24
Fáfróður Sjálfstæðismaður situr á þingi (eða er það sjálftökumaður?).
Ég held að það sé löngu kominn tími til að þeir aðilar sem eru kjörnir til þings, að þeim sé gerð grein fyrir að þeir verði að vera vammlausir. Að öðrum kosti að þeir sem bjóða sig fram til þings verði að vera sér vel meðvitaðir um landslög bara svona almennt. En það er auðvitað ekki hægt. Lög skipta hundruðum og enginn einstaklingur getur haft yfirsýn yfir þau.
Auðveldasta lausnin er að ef þingmaður brýtur landslög, er einfaldlega að segja af sér þingmennsku. Eða hvað?
![]() |
Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ólafi Ragnari er ekki fisjað saman og hann hefur greinilega ennþá munninn fyrir neðan nefið. Hann hefur s.l. 2 daga túlkað og útskýrt stöðu mála, sem hefur gert það að verkum að áheyrendur hafi fengið einhvern skilning á stöðu Íslands Ice-Save málinu og hefur þetta róað almúgann aðeins niður, sem og stjórnarkólfa á Bretlani og Hollandi.
Svo hitti skrattinn ömmu sína (ÓRG) þarna á BBC í gær. Forsetinn brilleraði í þettu viðtali. Svo las maðuir hér á mbl.is í dag að forsetinn hefði haldið blaðamanafund á Bessastöðum 7.1. fimmtudag. En skv. eldri fréttum var forseti vor á leiðinni til Indlands þann 6.1. til að taka á móti einhverjum verðlaunum.
Fyrst skildi ég ekkert hvernig forsetinn gat verið svona fljótur í förum: fara til Indlands 6. janúar og verið í viðtali á BBC sama dag og halda svo blaðamannafund á Bessastöðum daginn eftir.
En málin skýrðust vitanlega í gærkvöldi: viðtalið við hann á BBC var framkvæmt með fjarfundabúnaði. Þjóðin fékk að horfa á þetta viðtal í Kastljósinu. Og þá dreg ég þá ályktun að forseti vor hafi hreinlega frestað Indlandsförinni, þar sem hann hélt blaðamannafund á Bessastöðum í gær. En kannski tók Ólafur Ragnar bara á móti verðlaunum á Indlandinu með fjarfundabúnaði. Veit einhver lesandi þessa bloggs um það?
![]() |
Staða forseta og stjórnar óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |