Forsetinn fljótur í förum, eða þannig - Enda greinilega vel nettengdur.

Ólafi Ragnari er ekki fisjað saman og hann hefur greinilega ennþá munninn fyrir neðan nefið. Hann hefur s.l. 2 daga túlkað og útskýrt stöðu mála, sem hefur gert það að verkum að áheyrendur hafi fengið einhvern skilning á stöðu Íslands Ice-Save málinu og hefur þetta róað almúgann aðeins niður, sem og stjórnarkólfa á Bretlani og Hollandi.

Svo hitti skrattinn ömmu sína (ÓRG) þarna á BBC í gær. Forsetinn brilleraði í þettu viðtali. Svo las maðuir hér á mbl.is í dag að forsetinn hefði haldið blaðamanafund á Bessastöðum 7.1. fimmtudag. En skv. eldri fréttum var forseti vor á leiðinni til Indlands þann 6.1. til að taka á móti einhverjum verðlaunum.

Fyrst skildi ég ekkert hvernig forsetinn gat verið svona fljótur í förum: fara til Indlands 6. janúar og verið í viðtali á BBC sama dag og halda svo blaðamannafund á Bessastöðum daginn eftir.

En málin skýrðust vitanlega í gærkvöldi: viðtalið við hann á BBC var framkvæmt með fjarfundabúnaði. Þjóðin fékk að horfa á þetta viðtal í Kastljósinu. Og þá dreg ég þá ályktun að forseti vor hafi hreinlega frestað Indlandsförinni, þar sem hann hélt blaðamannafund á Bessastöðum í gær. En kannski tók Ólafur Ragnar bara á móti verðlaunum á Indlandinu með fjarfundabúnaði. Veit einhver lesandi þessa bloggs um það?

 


mbl.is Staða forseta og stjórnar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl nafna, já ég var líka að spá í þennan fréttafund, og gott að vita hvernig þetta allt saman fór fram. Indlands förin á að vera núna eftir helgina ef ég var að skilja hana rétt samkvæmt fréttum fyrr í vikunni.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.1.2010 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband