Sjóliði brýst inn í Kaupþing banka og verður ákærður, en hvað með íslensku útfararvíkingana sem átu þennan banka að innan s.l. ár?

Er þetta eitthvað djók með þessa frétt að sjóliði í vímu brjótist inn í Kb banka í Austurstræti? Aumingja KB banki í eigu ríkisins. Er þetta kannski sami banki og margir lögðu peningana sína inn í, t.d.  Peningamarkaðssjóði og töpuðu mikið á því? A.m.k. hafa ekki verið gerð greinanleg skil milli    gamla og nýja Kb. Ekki á skattskýrslunni a.m.k. Og af hverju töpuðu íslenskir einstaklingar á Peningamarkaðssjóðum KB? Jú af því að fyrirtæki á borð við stærstu eigendur bankans sjálfs voru með skuldabréf í Peningamarkaðssjóði í sjálfum sér, og svo af því að sjóðum KB banka var lokað fyrir útttekt að kvöldi 3. október 2008, mörgum að óvörum.

Í ársbyrjun 2008 var farið að bera á vanskilum á skuldabréfum aðila sem Peningamarkaðssjóður KB banka fjárfesti í sem leiddi til lækkunar á gengi sjóðsins. Af hverju var það? Nú af því að stórir braskarar á borð við Bakkabræður, félög/félag í eigu Ólafs Ólafssonar og aðra sem fóru geyst hér fyrr á misserum við stofnun gífurlegra skulda, líklega var Jón Ásgeir og fleiri í þessu líka, við banka, sem voru í eigu hins almenna hluthafa. En þetta var ala 2007 og fyrr, en er liðin tíð ...

On hvað með það núna? Nú á að leiða danskan sjóliða í gálgann vegna þjófnaðar í KB banka, en þeir sem hafa étið gamla KB banka að innan og rænt bankann og almenna hluthafa hans stórum fjármunum á stuttum tíma með hlutabréfabraksi, yfirgengilegum launum og feitum bónusum, eru ekki taldir sem sjóliðar, þó að þeir eigi og stýri stórskútum. Þeir eru alltaf taldir í hópi svokallaðra "víkinga" en sú stétt er viðurkennd sem slík og litið er upp til víkinga fyrir að 'rupla og ræna.' Og þessir víkingar spóka sig um í erlendum skattaparadísum (London þar með talin), þó að flestir þeirra geri sér ekki alveg grein fyrir því að Bretinn er farinn að herða að skattaól fjárglæframanna. En samt ganga ýmsir þeirra lausir þar, svo sem lögfræðingar sem hafa sérhæft sig í fjárfestingum í skattaparadísum fyrir mógúla á borð við Berlúskóní og jafnvel maka ráðherra í Uk. En það er ekkert skrýtið. Allt fjárglæfraliðið á Íslandi gengur laust og hefur haft marga mánuði til að farga gögnum í pappírstæturum um land allt.

En gúrkutíðin hér er greinilega töluverð þar eð frétt snýst um sjóliða á dönskum dalli sem fær hjartaáfall við að mæta íslenskum laganna vörðum.

Er ekki kominn tími til að íslensk yfirvöld sýni hinum íslensku banka- og fjárglæframönnum skoltinn á sér, svo um munar? Afætum íslensku bankanna og öðrum fyrirtækum veitir ekki af smá íslenskum aulahrolli, svona í sumarbyrjun.

P.S. En þetta með íslenska fjárglæframenn eða "víkinga" á breskri grund, að þá efast ég um að það eigi eftir að væsa um þá á þarna. Engilsaxar komust upp með þetta á sínum tíma: þeir gengu á land, sölsuðu undir sig þorp við strendur Bretlands og víðar, þar sem þeir fóru um rænandi og ruplandi. Mörgum þeirra tókst jafnvel að véla konur til fylgilags við sig, o.s.frv.

Í dag má reyndar finna mörg engisaxnesk staðarnöfn og lánsorð í málinu til forna, sem rakið er til þessara engilsaxnesku víkinga. Og var ekki London kölluð "litla Reykjavík" hér fyrr í vetur þegar einhver breksur banki fór á hausinn þarna og kreppan var á fullu skriði inn á strendur Bretlands?

Kannski er þess ekki langt að bíða að finna megi götunöfn í Bretlandi á borð við "JonBonusStreet" eða "JonDebptStreet" - "OlafurAllé" og jafnvel "BakkaLine" eða hvaðeina ...

En aðalfréttin í fréttinni verður auðvitað: hvað varð danska sjóliðanum til lífs og hvað orsakaði hjartaáfallið fyrst og fremst?


mbl.is Braust inn í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ingibjörg.

Þar hittir þú naglana á höfuðin !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband