Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 22:01
Ferðalög koma ekki í veg fyrir svínaflensu á Íslandi
Vara við ferðum til Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 01:04
Hugaðu að náttúrulegri vörn gegn flensu! Ekki borga formúgu í skyndilausnir píramýdafyrirtækja. Náttúrulegar afurðir er besta vörnin!
Flensa er í gangi sem getur orðið að heimsfaraldri! Við fáum öll flensu með reglulegu millibili en til eru ráð til að fækka flensutilfellum hjá okkur:
Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 23:38
Já, ég fattaði þetta loksins: Davíð sá nefnilega gegnum útrásarvíkingana (sérstaklega Jón Ásgeir ..)
Ég er ekki og hef ekki verið neinn sérstakur aðdáandi Davíðs í gegnum tíðina, þó að ég hafi einhvern tíma kosið Sjálfstæðisflokkinn. Og hef reyndar ekki kosið neitt yfir mig s.l. áratug, vegna óánæglu með fyrirkomulag á kjörstöðum, en það hefur ekkert með þessi skrif að gera.
Það verður áhugavert að lesa nýtt smásagnasafn eftir Davíð (ætli hann sé kominn með útgefanda?) og það hefur góð áhrif á alla að láta reyna sína 'grænu putta' eins og Davíð ætlar að gera.
En það er nokkuð síðan ég áttaði mig á því að Davíð var búinn að sjá í gegnum fjármagns-skelfanna, þ.e. íslensku hryðjuverkamennina í íslenskum fjármálum, sem hafa verið sínkt og heilagt uppdubbaðir sem einhvers konar víkingar, sem hefur ákveðna jákvæða tengingu: svona töff, klárir karlar sem láta greipar sópa eftir að hafa lent snekkjum sínum við strendur Bretlands og landanna í kring, og hreiðrað um sig og skilað af sér miður jákvæðri menningu.
Í gamla daga þegar Engilsaxar voru á ferð við strendur Bretlands, sigldu þeir í land, og tóku land, í bókstaflegri merkingu, ásamt því að taka sér konur til fylgilags ásamt öllu sem því fylgdi. Þess vegna eru svo mörg skandinavísk staðarnöfn í Bretlandi. Hver kannast ekki við borgina Grimsby? Hljómar frekar eins og borg í Danmörku.
En það eru ótalmörg staðarnöfn í Bretlandi sem eiga rætur sínar að rekja beint í íslenskuna, þannig að íslenskir alvöru víkingar til forna gáfu nágrönnum sínum greinilega ekkert eftir í landvinningum:
Hefur nokkur komið til "Hestwall" (af hestur)?
En í "Lax firth" (Laxafjörð)? Ætli einhver í Bretlandi myndi nefna fyrirtæki sitt, sem yrði staðsett við þennan fjörð, "Bakkalax" í nánustu framtíð?
Verður örnefnið "Stor Hevda" (hevda= höfði) einhvern tíma breytt í "Olafs Hevda?"
Á póstnúmerinu ND4294 er haugur einn er kallast "Howe Tang" (howe = haugur). Eiga túristar eftir að heimsækja hauga á borð við "Howe Jon" "Howe Agust" eða "Howe Olaf" etc.?
Og í borgum og bæjum eru hús. Einvers staðar verður fólk að búa. Sum hús geyma söfn. Á póstnúmerinu HU16554 (veit ekki hvers konar hús það er) er "The Hus" - Kannski verður hægt að skoða "Jon's Hus" þarna í nánustu framtíð.
Svo er "Papa Stour" (stour = stór) á póstnúmerinu HU1660. Veit ekki hvers lags fyrirbæri það er. Kannski stór klettur. Kannski verður einhver útfararvíkingurinn nógu hufflegur og reisir föður sínum minnismerki á þessu póstnúmeri í nánustu framtíð: "Papa staersti."
Verður staðnum "Lerwick" í HU4841 (ler= leir=) breytt í LerLydur til minningar um innrás íslensku hryðjuvíkinganna?
Og Bretar gætu jafnvel upplifað að staðnum "Brettabister" (bretta= brattr= brattur) yrði breytt í "Brettabjolfur" í höfuðið á Björgólfunum sem áttu virkilega á brattann að sækja eftir að faðirinn hafði lent í bankagjaldþroti hér á landi á 9. áratug síðustu aldar og svo enn og aftur nú á nýrri öld.
Fjármálahverfið í London sem er í hjarta borgarinnar er alltaf kallað "City" en í dag kalla margir það "Pity" (sérstaklega þeir sem hefur verið sagt upp í fjármálafyrirtækjum og bönkum).
En sagan veður að segja til um það hvaða nýju staðarnöfn ná fótfestu á eyjunni grænu.
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2009 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er 'markaðurinn.' Og þar sem markaðurinn er eins og lifandi vera, er honum eðlislægt að koma sér í jafnvægi. Honum er nákvæmlega sama hvort þú ert að tapa eða græða. Og það er alveg sama hvað Obama, aðrar ríkisstjórnir, og einhverjir peningakallar eru að reyna að gera. Markaðurinn er hress og í uppsveiflu einn daginn, en er með flensu og í niðursveiflu hinn daginn. Það eru bara nokkrir gaurar sem kunna að notfæra sér glufur í markaðnum, milli sveiflna og þegar hann fær 'flensu' og svoleiðis. Markaðurinn þekkir þig ekki persónulega, en sumir klárir kallar hafa sett sig inn í 'geðsveiflur' markaðarins, sbr. eftirfarandi sögu sem ég las um daginn:
Svört spá frá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 01:18
Bakkabræður braska - Hluthafar Exista spyrja að leikslokum.
Í frétt á vísir.is segir í kvöld: Stjórn Kaupþings mun á næstu dögum ákveða hvort að yfirtökutilboði Bakkabræðra á Exista verði tekið. Tilboðið gerir ráð fyrir að hluthafar fái 0,02 krónur fyrir hvern hlut. Rán segir hluthafi.
Mér skilst að það sé verið að mismuna hluthöfum í þessari yfirtöku 'Bakkabræðra' á þessari yfirtöku þeirra á félaginu. Mjög slæmt mál ef satt er. Það eru nefnilega alltaf að koma verri og verri pöddur undan grjótinu, þegar því er lyft upp.
16.4.2009 | 23:23
A rose is a rose is a rose ...
Í fréttinni á mbl.is segir m.a.: VG bætir við sig en fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks minnkar samkvæmt nýrri fylgiskönnun Capacent Gallup um fylgið á landsvísu.
Um kvöldmatarleytið í kvöld, 16.4., var ég stödd úti á svölum en þar sé ég út á bílaplan hjá mér og líka yfir á planið í næstu blokk. Ég sé par, mann og konu, ganga að inngangi að næstu blokk. Maðurinn heldur á rauðum rósavendi og konan er með pakka í hendinni. Það er örugglega afmæli hjá einhverjum nágrannanum hugsa ég með mér. Eftir kortér er hringt á dyrasímanum hjá mér. Karlmaður tilkynnir að hann sé með rauða rós handa mér í boði Samfylkingarinnar. Ég afþakka boðið þarna í dyrasímanum; nenni ekki að hleypa einhverjum gaur inn og langar ekki í rós frá Samfylkingunni, enda er ég ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa. En þá dettur mér í hug að hjúin sem höfðu gengið upp að nágrannablokkinni eru reyndar engir afmælisgestir, heldur boðberar Samfylkingarinnar. Þetta hlýtur að vera dýrt fyrir Samfylkinguna hugsa ég með mér. Að útdeila rósum og kosningabæklingi (sem er þá ekki afmælispakki eftir allt) hlýtur að kosta sitt.
Mér dettur þess vegna í hug að Samfylkingunni sé mikið í mun að ná góðum árangri í þessum kosningum, enda er sá flokkur líklega í harðri samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn, sem enginn veit hvernig mun vegna þetta árið, vegna styrkjamálsins fræga, sem sumir hafa kallað mútumálið. Þannig að þessar kosningar verða að mörgu leyti spennandi, vegna þess að fjór-flokkarnir eru ekkert svo öruggir um sína stöðu. Skoðanakannanir eru kannski bara eins og fugli í skógi, en hvorki fugl né fiskur í hendi. Ég man að eitt árið var lítill kaffipakki í póstkassanum hjá mér einn morguninn, í boði einhvers flokks fyrir kosningar. Ég hellti ekki upp á pakkann, en man alltaf eftir honum, ekki vegna þess sem sendi hann, heldur vegna sölumennskunnar, sem var kannski ekki svo galin.
Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa í næstu viku, en ágætis listi birtist í Morgunblaðinu 11. apríl s.l. á heilli opnu um samantekin stefnumál flokkanna (fyrir utan Lýðræðishreyfinguna, sem fær líklega að bjóða fram), en þegar ég fór að velta væntanlegum framboðum fyrir mér nú í kvöld, þá dauðsé ég eftir því að hafa hafnað rósinni frá Samfylkingunni, vegna þess að þá hefði ég fengið framboðslistann líka og getað áttað mig betur á einstaka frambjóðendum. *Urr*og minni mig á að vera ekki svona hrokafull við næsta 'rósamann' sem kynni að dúkka upp.
Það eina sem ég man í fljótu bragði, er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er á listanum sem og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. En ég hef mikið álit á hinni síðarnefndu að þeirri fyrrnefndu ólastaðri. Ásta Ragnheiður, núverandi félags- og tryggingamálaráðherra, hefur verið mjög dugleg við að setja sig inn í mál aldraðra og öryrkja í gegnum tíðina, svo eitthvað sé nefnt. Hún kom oft fram í fjölmiðlum sem óbreyttur þingmaður með sína sérþekkingu á málefnum tengdum Tryggingastofnun. Og hefur hún ekki valdið mér vonbrigðum eftir að hún settist á ráðherrastól. Hef sjálf ekki átt neinna hagsmuna að gæta í þessum málaflokkum hingað til, en hef tekið eftir að hún var mjög virk að mæta í útvarpsþætti á sínum tíma, við að svara spurningum almúgans, varðandi málefni aldraðra og öryrkja. Ásta Ragnheiður er verðugur fulltrúi Samfylkingarinnar og er frambjóðandi sem verður að komast inn á þing aftur, að mínu mati.
En það veður bara a koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum í næstu nviku, en ég er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa. En ef ég mætti kannski öðrum rósamanni á næstunni, tæki ég það kannski sem tákn um í hvaða dálk ég settiX-ið á kjörseðlinum? En tíminn verður að leiða það í ljós, því margt getur gerst á nokkrum dögum. Maður gæti líka allt eins átt von á að hitta kaffibrúsakall eða pizzu-maddonnu á næstu dögum. Hver veit?
VG í sókn - Samfylking stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 22:28
Bravó fyrir hústökufólkinu! Framlenging á búsáhaldabyltingunni.
Götuvirki hústökufólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 00:09
Húrra fyrir því! En maður vorkennir Obama greyjinu.
Í frétt mbl. segir: New Frontier Bank, einn stærsti bankinn í Colorado í Bandaríkjunum, lýsti yfir gjaldþroti í gærkvöldi. Er þetta 23. bankinn, sem hlýtur þau örlög í Bandaríkjunum frá því í janúar.
Bandarískur banki gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 23:01
Bíp, bíp, Obama ætlar í bílaleik!
Mottóið er vonandi pappírspésar út og "stöngin inn" fyrir áþreifanlegum iðnaði sem gefur eitthvað af sér.
Jæja, þar kom að því að eitthvað með viti yrði gert í efnahagsmálum í USA. En í fréttinni segir m.a. að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að fyrir 1. júní ætli bandarísk stjórnvöld að kaupa 17.600 vistvæna bíla af bandarískum bílaframleiðendum.
Málið er að Bandarísk stjórnvöld hafa undanfarið verið að bjarga bönkum, tryggingarfélögum og öðrum pappírsfyrirtækjum, sem eru tæknilega gjaldþrota. Enginn framleiðandi með viti fer út í að framleiða í kreppu ef enginn er til að kaupa vöruna. Ef Obama er alvara með væntanleg bílakaup, mun það örva framleiðslu og kemur vonandi í veg fyrir að fleiri missa vinnuna.
Hér á Íslandi er búið að vera að bjarga ýmsum pappírsfyrirtækum, svo sem bönkum öðru sem eru að selja einhvers konar vöru, en ekki framleiða neitt. En nú er komið að stjórnvöldum hér að huga að hvernig þau geti örvað iðnað eins og Obama ætlar að gera.
Og ef einhver heldur að krónan sé ónýt, þá er það bara gömul saga og ný. Það hefur var aldeilis frið fram gegnt pundinu snemma á 9. áratugnum (mun blogga um það fljótlega), og dollarinn er í slæmri stöðu í dag og riðar við falli. Nánar um það frá mér líka fljótlega.
Obama kaupir 17.600 bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 23:57
"Sönvaseiður" á Alþingi - meira af þessu!
Árni Johnsen tók lagið um daginn (flott hjá karlinum) í ræðupúltinu á Alþingi. Í dag, 6. apríl, var minnt á að Mörður Árna hefði tekið lagið í "Hani, krummi..." á sínum tíma. Jú, það ku hafa verið 16.11. 2004. Þó að enginn hafi tekið lagið í dag í þinginu, var samt skemmtilegt að fylgjast með ræðum þingmanna og þruski þeirra, pískri og sussi, og sérstaklega ræðu Árna Johnsen. Hann líkti stjórnarliðum við "sofandi fiðurfé á prikum" og öðru sem ég bloggaði fyrr í dag. En mótsögn þingmannsins fólst í því að hann talaði um að þingkonur "tístu" í bakherbergjum, ef ég skildi hann rétt. En tístu samt ekki eins og lóan!
Ef Alþingi kemur mér til að hlæja þá er það í lagi. Hláturinn færir manni auka orku. Einnig söngur. Hvet alla til að fara á Söngvaseið sem er verið að sýna í leikhúsinu, eða fá sér diskinn! Eða bara hlusta á Árna Johnsen og aðra á þingi, á ögurstundum. Ég bloggaði aðeins um ræðu Árna Joh. fyrr í dag, hér neðar í blogginu fyrir þá sem vilja kynna sér atriði úr ræðu Árna.
Mörður játar söng á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |