Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

"Vonderful, vonderful, Köbenhagen ..." - Þrátt fyrir obeldið á Hafmeyjunni

Í frétt á mbl. is segir m.a. um "Litlu Hafmeyjuna" að

"Ölgerðarmaðurinn Carl Jacobsen gaf Kaupmannahöfn styttuna árið 1913. Það var íslensk-danski myndhöggvarinn Edvard Eriksen, sem gerði styttuna og notaði Eline eiginkonu sína sem fyrirsætu."

Ekki hafði maður hugmynd um að þessi fræga stytta væri íslensk-ættuð!

Og svo:

"Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn, sem á minni afsteypu af Litlu hafmeyjunni, hefur boðist til að lána borginni sína styttu svo hún geti gætt steinsins við Löngulínu fyrir stóru systur sína á meðan hún er í útlöndum."

Djísús, þarf þetta að vera svo mikið mál? Er ekki einfaldast að gera nýja afsteypu af Hafmeyjunni til að senda á sýninguna í Sjanghæ? Enginn mun sjá muninn. Og leyfa hinni upprunalegu Hafmeyju að verma steininn við hafið. Ljótt að vera að hrófla meira við Hafmeyjunni en tilefni gefur til. Enda hefur hún mátt þola ómælt ofbeldi af hálfu alls konar kóna í gegnum tíðina: verið handarbrotin og hálshöggvin oftar en einu sinni og jafnvel lent í mansali, að mig minnir. 

Það síðasta sem litla Hafmeyjan þarf á að halda þessa dagana er sjóveiki og eitthvað 'Hara-kiri' þarna austur í álfu. Besta lausnin fyrir Baunann er að senda nákvæma afsteypu af meyjunni. Þannig er henni best borgið og hefur það alveg sama auglýsingagildið.


mbl.is Litla hafmeyjan send til Shanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki íslensk "karlrembuverðlaun" og líka "kvenrembuverðlaun"

Eftir lestur á frétt á mbl. sem byrjar svo "Hópur franskra femínista verðlaunaði í dag erkibiskupinn af París sem „Karlrembu ársins“ fyrir þau ummæli sín að það væri ekki nóg fyrir konur að vera í pilsi, heldur þyrftu þær líka „eitthvað á milli eyrnanna.“"

Segir enginn karl neitt á Íslandi eða konur neitt um karla hér að við gætum vakið athygli á ummælum á svipuðum nótum? Frakkar eru og hafa alltaf verið frakkir. Þeir hafa verið sérlega duglegir í mótmælum: hver kannast ekki við frönsku byltingina, stúdentaóeirðirnar '68 og mótmæli bænda snemma á 8. áratugnum þegar bændur mættu í tugum og helltu úr mjólkurbrúsum sínum á stræti Parísarborgar, til að mótmæla bágum kjörum.

En kannski eigum við amk þjóðrembu ársins 2008:  sem sagði að þátttakendur á mótmælafundi í yfirfulluháskólabíói væru ekki rödd þjóðarinnar, eða eitthvað á þá leið. 

Hvað heyrum við næst varðandi þjóðrembur, karlrembukjaft eða kvenrembukjaft?

Það væri áhugavert fyrir okkur að vera á verðinum gagnvart þessu. Og látum í okkur heyra.


mbl.is Franskur biskup hlýtur karlrembuverðlaun ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um gula búðingin hennar mömmu?

Datt þessi búðingur allt í einu í hug eftir að hafa lesið þessa frétt um að kona ein hefði skvett grænum búðngi að Mandelson, og eftir að hafa hlustað á pistil í Speglinum á Rúv fyrr í kvöld um eftirsjá Þjóðverja eins að Opel Kadett bifrieð sinni sem var gul á litinn og minnti hann á gult sítrónukrem sem mamma hans hafði alltaf búið til.

En þessi guli búðingur sem ég man eftir var örugglega amerískur og var mjúkur og meira fljótandi en Royal búðinarnir eru (sem enn er hægt að fá í búðum hér) og þeim ameríska fylgdi pakki með sósudufti sem vatni var bætt út í, og var sósunni hellt heitri útá búðinginn og var hún appelsínugul á litinn. Gerfileg sósa, en samt góð.

Mig minnir að ég hafi útbúið svona búðing á mínum fyrstu búskaparárum, en ég man ekki lengur hvað hann heitir og keypti hann kannski í búð ef hann fengist í dag. En nú á tímum er ég meira til í að búa til sítrónubúðing beint úr hráefni og hella náttúrulegri sósu útá eða bara nota ávexti. En ég man alltaf eftir þessum gula búðing sem var gómsætur og einstaklega mjúkur. - Og svona í lokin: ég hef einu sinni á ævinni fengið grænan búðing. Það var í veislu hjá föðursystur minni í Blesugrófinni snemma á 7. áratugnum. Og velti því fyrir mér árum saman hvernig frænkan fékk græna litinn. En nú ætla ég að rukka kellu um þessa uppskrift, ef hún man hana :)


mbl.is Kastaði grænum búðingi á ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland var of lítð fyrir 'útrásarvíkinga' - en hvar eru peningarnir? Birtast þeir aftur við sölu stóla og borða?

Úr upphafi fréttar mbl.is af frægri stólasölu Jóns Ásgeirs:
 
"Breska blaðið Daily Telegraph segir, að Jón Ásgeir Jóhannesson sé að reyna að selja húsgögnin úr skrifstofum Baugs í Lundúnum. Talið er að húsgögnin séu þúsunda punda virði en meðal þeirra eru stólar teiknaðir af danska arkitektinum Arne Jacobsen, skrifborð hönnuð af Terence Conran, svartlökkuð kommóða og fleiri húsgögn."
 
Já, Ísland var of lítið fyrir útrásarvíkingana. Þeir áttu víst
svo mikið af peningum að þeir þurftu að láta þá vinna fyrir
sig í útlöndum. En hvar eru þessir peningar núna? Eða voru
kannski engir peningar í spilinu??
 
Voru dýr arkitektahúsgögn góð fjárfesting í góðærinu?
Það hlýtur að koma í ljós hvernig sala á þessum notuðu húsgögnum gengur.
 
Húsgögn sem eru hönnuð af frægum arkitektum geta verið augnayndi,
en geta líka verið ljót. Sá sem kaupir rándýr húsgögn á skrifstofur
hlýtur að hafa einhverja minnimáttarkennd. Eða viðkomandi hefur
kannski í huga að kaupa sér álit með því að stilla upp arkitektamubblum
á kontórnum hjá sér.
 
Kannski svínvirkuðu þessi kaup hjá Jóni Ásgeiri, því litið var upp til hans
sem viðskiptajöfurs í Bretlandi, í byrjun. Nonni litli sem braust til valda
í viðskiptum á erlendri grund á þeim forsendum að litla Ísland var of lítið fyrir hann
og hans sálufélaga.
 
Ég man vel eftir umræðunni hér um árið þegar allir göptu yfir
velgengni Jóns Ásgeirs - og nota bene - umræðan kom fram í fjölmiðlum:
Ísland er of lítið til fjárfestinga, þess vegna verður að flytja sig út fyrir
landsteinana með féð.
 
Maður var eins og asni og hélt að maðurinn væri svona ríkur.
En þegar á botninn er hvolft eru flest öll fyrirtæki mannsins keypt
með lánsfé. Maðurinn var ekki eins auðugur og almenningur hélt:
hann og frúin festu kaup á skútu þar sem þau héldu boð fyrir bankastjóra
og aðra fyrirmenn sem urðu auðvitað leiksoppar að fjármögnun alls konar
herlegheita í formi fyrirtækjakaupa og flottræfilsháttar.
Hjónin festu líka kaup á stærðarinnar húsnæði á
dýrasta staðnum á Manhattan: 700 fermetra íbúð á tveimur hæðum.
Það mætti halda að þetta væri feitt fólk, sem þyrfti svona stóra íbúð.
En svo er ekki; þau eru tággrönn.
 
Í það eina skipti sem ég hef komið til Manhattan, þá sá ég stóra og
feita negrafjölskyldu sem sat brjáluð í sófasettinu sínu, niðri á miðri
Manhattan. Þau höfðu örugglega ekki komið úr 700 fm íbúð. Kannski úr 70
fermetrum, sem þau voru greinilega búin að missa. Og mótmæltu með
því að hreinlega flytja út á götu. - Kannski er þessi Manhattan-mubblu-aðferð
það sem við eigum eftir að sjá hér í litlu Reykjavík, þegar fjölskyldufólk
fer að mótmæla eftir að hafa misst íbúðir sínar eftir að hafa gleypt
við gylliboðalánum bankanna hér um árið.
 
En, hvað varðar viðskiptamógúlinn Jón Ásgeir & co. að það var ekki það
að þau væru svo efnuð að þau ættu fyrir íbúðinni á Manhattan,
a.m.k. ekki sem sýnilegt var, heldur var tekið lán fyrir öllum flottheitunum.
Íbúðin ku vera til sölu núna, ásamt stólum og borðum í Bretlandi.
 
En þetta fólk er alveg örugglega ekki á neinu flæðiskeri statt, enda hefur
það fengið ráðgjöf lögfræðinga um hvernig átti að koma einkaeigum til
geymslu í skattaparadísum.
 
En þegar farið er að selja stóla og borð úr kontórum í London, þá er farið
að hrikta í einhverjum stoðum, enda er verið að reyna að afnema bankaleynd
víða um heim þessa dagana.

mbl.is Húsgögn úr skrifstofu Baugs í Lundúnum seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AIG má líkja við Enron-svikamilluna. Hversu mörg svikamillufyrirtæki á eftir að afhjúpa áður en áratugurinn er allur? Eru mörg íslensk félög á við AIG eða Enron? Fylgist með!

Í frétt mbl.is um AIG, sem er bandarískt trygginga- og fjármálafyrirtæki, segir m.a.:

"Bandaríska trygginga- og fjármálafyrirtækið AIG tapaði 61,7 milljörðum dala, jafnvirði nærri 7100 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2008. Er þetta mesta tap sem um getur hjá bandarísku fyrirtæki á einum ársfjórðungi. Alls tapaði AIG nærri 100 milljörðum dala á árinu öllu."

Í rauninni hefur þetta fyrirtæki spilað á svipuðum nótum og Enron. En margir sáu sögu þess félags í sjónvarpinu í gær. Ég horfði á Enron myndina í 3ja skipti í gærkvöldi og þar sem hún er viðamikil, sé ég alltaf eitthvað nýtt í henni. Maður getur ekki meðtekið alla þessa svikamillu í einum gúlsopa.

En ég er að ljúka við að þýða grein sem mér barst um AIG, 4. október í fyrra, og nú er kominn tími til að ljúka þessu og birta til að lesendur bloggsins hér fái færi á að setja sig enn betur inn í svikamillur þessa heims og hvað eftirlitskerfið er máttlaust og vita gagnslaust.

Fylgstu með næstu færslu frá mér um AIG dæmið.


mbl.is 62 milljarða dala tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband