Hvað varð um gula búðingin hennar mömmu?

Datt þessi búðingur allt í einu í hug eftir að hafa lesið þessa frétt um að kona ein hefði skvett grænum búðngi að Mandelson, og eftir að hafa hlustað á pistil í Speglinum á Rúv fyrr í kvöld um eftirsjá Þjóðverja eins að Opel Kadett bifrieð sinni sem var gul á litinn og minnti hann á gult sítrónukrem sem mamma hans hafði alltaf búið til.

En þessi guli búðingur sem ég man eftir var örugglega amerískur og var mjúkur og meira fljótandi en Royal búðinarnir eru (sem enn er hægt að fá í búðum hér) og þeim ameríska fylgdi pakki með sósudufti sem vatni var bætt út í, og var sósunni hellt heitri útá búðinginn og var hún appelsínugul á litinn. Gerfileg sósa, en samt góð.

Mig minnir að ég hafi útbúið svona búðing á mínum fyrstu búskaparárum, en ég man ekki lengur hvað hann heitir og keypti hann kannski í búð ef hann fengist í dag. En nú á tímum er ég meira til í að búa til sítrónubúðing beint úr hráefni og hella náttúrulegri sósu útá eða bara nota ávexti. En ég man alltaf eftir þessum gula búðing sem var gómsætur og einstaklega mjúkur. - Og svona í lokin: ég hef einu sinni á ævinni fengið grænan búðing. Það var í veislu hjá föðursystur minni í Blesugrófinni snemma á 7. áratugnum. Og velti því fyrir mér árum saman hvernig frænkan fékk græna litinn. En nú ætla ég að rukka kellu um þessa uppskrift, ef hún man hana :)


mbl.is Kastaði grænum búðingi á ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband