Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
29.10.2009 | 01:01
Af hverju bara ekki vegahappdrætti í stað vegaskatts?
Enn einn skatturinn á landsmenn, er eina hugmynd stjórnvalda, sem vilja leggja vegtoll bifreiðaeigendur. Er ekki komið nóg af sköttum á landslýð sem margir hverjir eru að sligast undan alls konar afborgunum og svo ku skattar fara hækkandi á nýju ári.
Hvernig væri að stjórnvöld fjármögnuðu þessar vegaframkvæmdir með ríkisskuldabréfum sem almenningur fengi færi á að taka þátt í, t.d. með því að kaupa að lágmarki 10 til 50 þúsund króna skuldabréf með gjalddaga á einhverjum x-degi í nánustu framtíð.
Þetta fyrirkomulag var haft þegar ríkið lagði til atlögu um að leggja hringveginn til enda. Gefin voru út skuldabréf sem sem fólk gat keypt. Var þetta vinsælt enda var þetta skuldabréfaútboð happdrætti í leiðinni. Þannig að ákv. fjöldi þessara skuldabréfa voru dregin út fyrir gjalddaga.
Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var, þ.e. hvort úttdregin skuldabréf fengu bónusgreiðslu eða voru bara greidd út fyrir gjalddagann með áföllnum vöxtum.
En eins og við vitum eru bankarnir 'stútfullir af peningum almennings' sem þorir ekki að taka neina áhættu með fjármagn sitt, nema hafa þá í vörslu ríkisins.
En Adam veður ekki lengi í Paradís, ef erlendir aðilar eru að fara að eignast íslensku bankana. Treystir einhver ókunnugum fjárfestingarðila til að reka íslenskan banka?
Landinn var amk gersamlega græneygður þegar Björgólfur nokkur fékk Landsbankann á silfurfati fyrir örfáum árum. Bankinn er gjaldþrota.
Landinn var ekki minna grænn milli eyranna þegar framsóknarmaður nokkur, í makki með Ól ánssömum samflokksmanni, fengu Búnaðarbankann til kaups á gjafverði. Bankinn er kominn í þrot í dag.
Ef Íslendingar geta ekki treyst íslenskum aðilum til að reka bankana, hvernig eiga þeir að treysta ókunnugum aðilum til þess? Auðvitað er þetta ekki spurning um þjóðerni. En mín tilfinning er sú að þeir sem hafa áhuga á að kaupa banka, eru aðilar sem eru virkir í fjárfestingum, og í þeirra augum er eina markmiðið að græða; bankar eru ekki reknir með hag viðskiptavinarins í huga.
Hugmyndir um vegtolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2009 | 23:45
Ætli þetta blogg mitt birtist, á mbl.is?
síðasta blogg mitt birtist ekki hér á mbl.is
Þess vegna dettur mér í hug hvort moggaboggið sé vatkað, eins og svo margt er vaktað af leyniþónustum ýmissa landa í kringum okkur.
Hverjir eiga moggann? Hverjir eru hluthafar hans? Er ekki stærsti hluthafinn fyrrverandi stærsti hluthafinn í Glitni heitnum? Það minnir mig.
Mér finnst allavega skrítið, ef þetta er staðreynd, að aðili sem stendur í fjárfestingum, leggi lag sitt við blað sem er ekki að skila hagnaði, amk ekki tölulega séð. Þó að mogginn og moggabloggið sé útbreiddasti fjölmiðill landsins. En það er kannski ekki skrýtið að stærsti eigandi Moggans eigi hann, miðað við þau áhrif sem hann getur haft á það sem er birt í blaðinu, eða á moggablogginu.
Þess vegna verður fróðlegt að fylgjast með því sem kemur ekki fram í mogganum á næstunni, það er varðar ýmislegt í þjóðmálunum. Við hér stöndum vaktina.
Mbl.is fékk hæstu einkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2009 | 21:52
Ekki gleyma ykkur í eldamennskunni - plís!
Þegar ég les þessa frétt á mbl.is minnist ég þess að hafa gleymt mér í eldamennsku. Og af hverju gleymdi ég mér: jú ég fór að lesa Moggann, á meðan að ég ætlaði aðeins að hita pönnuna upp. Og þegar ég loksins fór að pönnunni, eftir lestur Moggans, og setti smjörlíkið á hana, gaus þessi líka mikli eldur upp.
Þannig að í mínum huga er Morgunblaðið eldfimt blað, í bókstaflegri merkingu, allt frá árinu 1997, þegar moggalestur minn, varð þess valdandi að það kviknaði í pönnunni.
En mér tókst sem betur fer að hlaupa með pönnuna út úr ibúðinni og út á svalir, án þess að þetta ylli skaða. Reyndar varð pabbi gamli næstum fyrir barðinu á logandi pönnnni, þar sem hann var staddur við innganginn í íbúðina, en með minni fimi tókst mér að koma pönnuskömminni framhjá karlinum og beint út á svalir.
En ég mæli ekki með því að nokkur maður lesi Moggann í miðri eldamennsku, né annað sem getur glapið hugann, en komi sér upp eldhúsklukku (sem er reyndar á mörgum ofnum), eða standi yfir sínum pottum og pönnum sem búið er að kveikja undir. Eftir þessa reynslu kveiki ég aldrei undir pönnu eða olíupotti nema ég láti eldhúsklukkuna minna mig á það eftir 2-3 mínútur. Þannig er ég alltaf "stand-by" innan réttra tímamarka, og get komið í veg fyrir eld í eldhúsinu hjá mér.
Gleymdist að slökkva undir potti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 20:19
Kaninn gefur ekkert eftir í að ákæra fyrir innherjasvik. Hvað með íslenska saksóknara?
Þessi frétt segir manni að verið sé að taka virkilega á innherjasvikum vestanhafs. En það er spurning um hvernig og hvort verði tekið á álíka málum á Íslandi. Þeir Íslendingar sem hafa framkvæmt hina ýmsu fjármálagjörninga á mörkuðum hér, hafa örugglega lært ýmislegt (misjafnt) af Kananum, í námi sínu á Bandarískri grund, og þess vegna vaknar grunur hjá manni að íslenskir fjármálakólfar hafi hugsanlega lært ýmislegt gruggugt, þarna í Ameríkunni.
En spurningin er, hvort tekið yrði á ólöglegum innherjaviðskiptum hér, eða að það verði látið danka, vegna (fjölskyldu) tengsla milli saksóknara, innherja, dómara og kannski frímúrara?
Ákærðir fyrir stórfelld innherjasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 23:29
Sama afneitunin hjá þessu félagi og öllum öðrum; félög voru verðmæt, en verðmætið var bara froða!
Í frétt með fyrirsögninni "Saxhóll ehf gjaldþrota" og svo heitir félagið ekki einu sinni Saxhóll lengur, heldur Heiðarsól ehf. , eru langar útlistingar á því af hverju gjaldþrotið átti sér stað að það sé í fullu samráði við bankann og stærstu kröfuhafa. Gvuð min góður, er það frétt að þannig sé staðið að verki í gjaldþrotamálum?
Svo fær maður sem leandi þessarar fréttar á mbl.is (ekki er hallað hér á blaðamenn blaðsins), að fé félagsins hafi verið umtalsvert um síðustu áramót "eða á fjórða milljarð króna." Svo segir að eignir félagsins hafi verið "umtalsverðar fyrir tíma nýliðinnar eignabólu" og eins og allir vita fór allt niður á við hjá hjá öllum félögum.
Það er í rauninni hlægilegt að lesa svona frétt, eða réttara sagt yfirlýsingu frá félagi, ári eftir hrunið. Ætlast félög eftir vorkunnsemi lánadrottna? Fá einhver félög afslátt af tapinu?
Eigum við kannski efitir að sjá að múgurinn mæti bara á staðinn hjá ákveðnum aðilum og sagi sér bút úr ákveðnum sumarhúysum þeirra, bara til að réttlætið nái fram að ganga? Engar eftirlitsmyndavélar stoppa múginn af. - En ég set alltaf spurningarmerki við: hverjir fá kröfur sína niðurfelldar hjá bönkunum og hverjir ekki. Alla vega fær almúginn ekki neitt niðurfellt; hann getur étið það sem úti frýs í boði bankanna. Stóru kúlulánskarlarnir og kerlingarnar eru líklega í náðinni.
Sættir almenningur sig við þetta?
Í tilkynningu frá Heiðarsól segir að helstu eignir félagsins séu fólgnar í skuldabréfum, hlutabréfum og fasteignum, en auk þess hafi handbært fé félagsins um áramót verið umtalsvert eða á fjórða milljarð króna. Eignir félagsins voru umtalsverðar fyrir tíma nýliðinnar eignabólu en eftir bankahrun var eigið fé félagsins enn jákvætt og vonir stóðu til þess að hægt yrði bjarga rekstri þess.
Saxhóll gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 00:14
Pokafréttir bæði gamlar og nýjar
Er ég kannski sú eina sem hefur læðupokast með poka á mér þega ég versla í Bónus?
Ég er yfirleitt með smá bakpoka og litla tösku sem ég set Bónusdótið í þegar ég versla þar. Og hef haft þennan hátt á í töluverðan tíma. Mér finnst best að versla í Bónus á Laugaveginum og er þar af leiðandi gangandi og tek strætó heim með góssið. Best að hafa það í lokuðum bakpoka og lokaðri tösku á því rölti.
Fólk á að gera meira af því að endurnýta plastpoka, eða minnka kaup á þeim, og hafa með sér notaða poka eða bara töskur, þegar það fer í matvælainnkaup.
Plastpokar eru ekki umhverfisvænir; eyðast illa í umhverfinu. Voru það ekki Svíar sem voru að taka upp nýja tegund af pokum sem eyðast upp í umhverfinu? Og ætla jafnvel að banna plastpoka?
Við Íslendingar ættum að taka upp takmarkaða pokastefnu nú mitt í Kreppunni; fara út í búð með innkaupatöskur, eða notaða poka, í stað þess að kaupa rándýra plastpoka í hvert skipti.
Ég þykist hafa tekið eftir einu: í góðærinu 2007 og fyrr, sá ég alltaf stútfull hólf af plastpokum á blaða- og plastgámum í hverfinu hjá mér. En í dag, þegar ég fer út í gám að losa mig við dagblöð og plastdót, sé ég sjaldnast yfirgefna plastpoka í þar til gerðum hólfum á þessum gámum.
Ég túlka þetta á þann hátt, að nú í kreppunni sé fólk farið að sjá einhvers konar verðmæti í plastpokum, og skilji þá ekki eftir í hólfi á gámnum, eins og það gerði hér í hrönnum, fyrir kreppuna.
Það góða við kreppu er að einstaklingar fara að bera meiri virðingu fyrir dauðum hlutum, þannig að nýtt verðmætamat fer í gang hjá fólki: það sem þótti sjálfsagt í gær, er ekki gefinn hlutur í dag.
Hærra verð á plastpokunum í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 22:17
Fyrr má nú rota, en dauðrota!
Karlinn ætti að geta ráðið til sín fyrirsætur sem eru bara venjulegar. En hvaða fyrirsæta er venjuleg? Kannski engin. Í mínum huga getur það virkað neikvætt að fyrirsæta sé eins og maraþonhlaupari sem er í mínum augum eins og tálgaður spítukarl eða gangandi beinagrind. Aukamagi og skvap eiga greinilega ekki upp á pallborðið á týskusýningum.
Góð fyrirsæta gæti verið eðlileg kona, án þess að vaða í spiki í vissum líkamshlutum, og án þess að vera gangandi beinagrind ... Ég spyr: er hægt að finna hina fullkomnu fyrirsætu? Held ekki. En það má alltaf fara einhvern milliveg.
Af hverjun geta þessir svokölluðu "týskufrömuðir" ekki sýnt fatnað án þess að "bíafra" fyrirsætur sýni hann?
Bæði feitar konur og of grannar konur, geta átt erfitt með að fá passandi fatnað á sig. En tískukóngarnir þurfa alls ekki að láta eins og að allar konur séu hávaxnar maraþon mjónur. Þeir eiga að ráða til sín fleiri afbrigði af sýningardömum, og þá gætu þeir selt miklu meira.
Enginn vill sjá þrýstnar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 23:15
"Stela Íslandi?" Sláðu á höndina: ef nýtt gullæði á Íslandi - ekki taka þátt - útrásarvíkingarnir líklega tengdir!
Ég set núna alltaf spurningarmerki, héðan í frá, við hvers konar gróðabrasksviðskptum sem eru að fara í hönd hér á landi. Slá ber á höndina. Ég sé bara fyrir mér fyrrverandi útrásarvíkinga (núverandi útrfararvíkinga) taka þátt í slíkum bisness. Ég mun fyrir mitt leyti aldrei treysta einum einasta Íslendingi oftar sem stofnar hlutafélag og fer með það í Kauphöllina. Íslenskir kaupahéðnar eru verri bissnesmenn en Mafían. Sem betur fer treysti ég Kínverjum og Áströlum á árunum 2007 og 2008. Annars væri ég í verulega vondum málum.
En annað: árið 2000 las ég viðtal við Ögmund Jónasson í dagblaðinu Degi-Tímanum. Mann ekki alveg innihald viðtalsins og skildi það ekki alveg. En fyrirsögn viðtalsins man ég glöggt: "Það er verið að stela Íslandi" - Í dag skil ég fyrirsögnina mæta vel.
Ef einhver á afrit af þessu viðtali í þessu blaði, væri áhugavert á fá það skannað hér beint inn. Kannski á Ögmundur sjálfur afrit af þessu viðtali og getur afritað það fyrir okkur hér inn á Moggabloggi og frætt okkur um hvað hann átti við með að það væri "að stela ÍSLANDI."
Nýtt gullæði á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 00:06
Ætla ekki að greiða skuldir óreiðumanna
Þótt að Landsbankinn hafi leyst til sín einn húskofa Hannesar Smárasonar, er það bara dropi í hafið af Ice-save skuld Landsbankans. Þótt að ég, og þú segjum: við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna, höfum við nú þegar verið að borga þær: með hækkandi verðlagi á öllu hér vegna falls krónunnar.
Það er alveg sama hvað við æpum á torgum úti: "við ætlum ekki að borga þetta" að þá mun reikningurinn lenda á okkur á endanum. Nema eitthvað verði að gert.
Við eigum nefnilega von á ríflegri skattahækkun í boði núverandi ríkisstjórnar. Bæði beinni skattahækkun sem og óbeinni í formi hærri virðisaukaskatts.
Öll þessi hækkun er tilkomin vegna þess að okkur er ætlað að greiða fyrir eyðslu óreiðumanna.
Einn húskofi H. Smárasonar er bara dropi í hafið til að dekka greiðslur óreiðumannanna, sem tóku ófurlán í fyrirtækjum sem þeir voru stórir hluthafar í, en 'sýnilegar' eignir þeirra dekka engan veginn það bil sem þarf til að við almúginn sleppum undan ofurgreiðslufarginu sem þessir aðilar hafa komið okkur í.
Ríkið virðist ekki hafa nein önnur úrlausnarefni en að láta okkur skattborgarana blæða, með því að innheimta af okkur æ hærri skatta.
En mottó okkar skttaborgarana veður að vera: við ætlum ekki að greiða skuldir óreiðumanna; hvernig svo sem við förum að því að fylgja því eftir.
Gengið að húsi Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |