Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Út með framsóknarklærnar - Nóg að hafa Jóhönnu skattakræki í næstu ríkisstjórn!

Las eftirfarandi pistil  frá "spaði" á málefnunum fyrr í kvöld með fyrirsögninni:
Minnihlutastjórn sjálfstæðismanna í boði Ólafs Ólafssonar og Finns Ingólfssonar
 
"Heimildamaður minn úr herbúðum Framsóknar heldur því fram að í gærkvöld hafi stjórnarmyndunarferlið tekið nýja stefnu þegar áhrifamenn úr gömlu framsókn, aðallega Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson og einhver þriðji maður hafi talið Sigmund Gunnlaugsson á það að tefja stjórnarmyndun meðan rætt verði við Bjarna Benediktsson og Davíðsarm íhaldsins um að Framsókn, og hugsanlega frjálslyndir, veiti hlutleysi minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks undir forystu Bjarna. Látið verði springa á efnahagstillögum. Allt verður gert af hálfu Davíðs-armsins til þess að hindra að Þorgerður Katrín verði formaður, jafnvel Geir vitnaði til hennar á fundi sjálfstæðismanna í dag þar sem hann sakaði Samfylkinguna og "nokkra aðra" um að nærast á hatri í garð Davíðs.

Sigmundur hefur ekkert bakland í Framsókn og þessir auðmenn geta tryggt honum það. Framsókn fengi þá góðan frest til að byggja sig upp, því þá yrði kosningum ekkert flýtt.

Læt vita um leið og ég fæ frekari staðfestingu á þessum orðrómi."
 
Nokkrir af mörgum, svara þessu innleggi:
 
"Já einmitt það sem þjóðinn þarf, einhver sandkassaleikur í boði auðmanna. Ef að eitthvað er til í þessu myndi það rústa möguleikum Framsóknar á nokkru fylgi í næstu kosningum, nýja Framsókn myndi kafna í fæðingu. Og ég tala nú ekki um þau mótmæli sem myndu eiga sér stað.

Þetta fólk getur ekki verið svona veruleikafirrt að vilja leggja landið í rjúkandi rústir... - "Skaz"
 
"Ég treysti ekki þessum Sigmundi og ekki Framsóknarflokknum. Það á bara að láta á það reyna hvort þeir vilja verja stjórnina og láta þá bara fella ríkisstjórnina ef þeir vilja. Þýðir ekki að vera að hlaupa á eftir þessum bjánum." - "Orville"
 
En ég spyr: er ekki hægt að mynda þessa ríkisstjórn án þess að
klærnar á Framsókn komi við bakið á þessari stjórnarmyndunarviðræðum Samfó og V-grænna?
Ég fæ aulahroll þegar ég heyri þessi nöfn nefnd: Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson.
Djísús kræst.
 
stjornvoldoskast2.jpg
 
Mun þjóðin samþykkja nýja ríkisstjórn sem yrði í haldreipi eða réttara sagt í snöru slíkra Framsóknarmanna?

Hvað eigum við eiginlega að gera????????????? Nú er landið stjórnlaust og vitræn stjórnvöld óskast.
 
Hvað gerist á Austurvelli á morgun?
Ég ætla a.m.k. að mæta fyrir þrjú og hlusta á kórinn syngja fyrir mótmælafundinn.
Tónlist er alltaf góð fyrir hugann - og vonandi stjórnmálin líka. Og svo mun
Lögreglukórinn syngja eftir mótmælafundinn. Ég ætla líka að hlsuta á hann.
 
En látum siðspillta Framsóknarmenn sigla sinn sjó!

mbl.is Þríeykið þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupum hlut í mogganum!

Mogginn er góður og mbl.is er enn betra. Hvað gerum við bloggarar og aðrir lesendur ef mogginn væri ekki til staðar fyrir okkur?

Áhugahópur einstaklinga ætlar að stofna fjárfestingarfélag utan um Árvakur sem gefur út moggann. Ég hef áhuga á að fjárfesta í þessu félagi, en er ekki aflögufær með 100 þúsund kall eftir bankahrunið.

Af hverju ekki að bjóða bloggurum og velunnurum moggans að kaupa hluti í mogganum allt frá 10 þúsund króna hlutum? Þá geta ótal margir verið með sem styðja málefnið en eiga ekki 100 þúsund kall á lausu.

Hvet áhugamennina að gera almenningi fært um að eignast hlut og um leið styrkja moggann með því að bjóða upp á lægri upphæðir til kaupa á hlutafé í félaginu.

 


mbl.is Vilja stofna hlutafélag um Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúra almennilega út við fyrsta tækifæri!

Er ekki bara kominn tími til að hvítskúra stjórnarráðið í eiginlegri merkingu?

Hefði átt að moka valdablokkum út úr húsinu fyrir langa löngu.

Og Alþingishúsinu líka. En reyndar hefur það verið skúrað í hverri viku

síðan í haust vegna eggja- og tómatskasts. En það er bara yfirborðsklór.

Nú er gott tækifæri til að skúra, skrúbba og moka út og endurnýja innviðina.

Gömlu flokkarnir eru orðnir of spilltir til að vera trúverðugir til að verma sætin í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu.

Framsókn er lang-lang spilltust þó að hún eigi ekki inni í Stjórnarráðinu lengur.

En stundum þarf að skúra gólf til að má út löngu gengin spor.

 

Þannig að mótmælin fyrir utan Stjórnarráðið í gær fengu eins konar framlengingu

á athæfinu í táknrænum skilningi.

 

 


mbl.is Hvítskúrað stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert betra að gera í kreppunni en að búa til börn!

Bandarísku klámkóngarnir hafa greinilega skemmtilegan húmor og notfæra sér hann í miðri kreppunni:

"Larry Flynt, sem gefur út klámtímaritið Hustler, og Joe Francis, sem er maðurinn á bak við Girls Gone Wild myndböndin, segja að Bandaríkjamenn séu að missa kynhvötina. Þeir hafi of miklar áhyggjur af efnahagsástandinu og því að geta greitt reikningana um hver mánaðarmót."

En það er eitt annað í þessu, sem snilldarklámkóngarnir hafa ekki tekið með í
reikninginn (og þá eru þeir líklega bara að 'ljúga') er að þegar kreppir að, hefur fólk
ekkert annað betra að gera en að búa til börn. - Og það gerir það.

Kreppan kemur á engan hátt í veg fyrir kynlífslöngun, þó
að klámkóngarnir staðhæfa annað, líklega bara í gamni og eru vitanlega að auglýsa sinn bransa í leiðinni, enda er þetta besta auglýsingaplott sem ég hef séð lengi.

Kreppan hefur kannski gert mann agndofa og hálf
máttlausan, vegna óvissu um það sem verða skal, en alls ekki á kynferðislegan hátt. 

Nú verður gaman að sjá, og reikna út, hversu mörg börn munu fæðast í byrjun júní 2009 (þau komu þá undir í byrjun október 2008) Og hversu mörg börn munu fæðast í júlí 2009, þ.e. þau sem komu undir í nóvember 2009 o.s.frv.

Mannlegt eðli er einmitt þannig að þegar eitt starf fellur niður með viðkomandi ábyrgð, t.d. þegar  einstaklingur verður atvinnulaus, fær sá hinn sami meira svigrúm til að sinna öðrum störfum.


mbl.is Ríkisstyrkt klám?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var byssustrákurinn einhvern tíma á þessum leikskóla?

Í ljósi frétta af meintum byssuvargi í Smáíbúðahverfinu er kominn tími til að
setja á laggirnar hertari reglugerð varðandi skotvopnaeign.
 
Lögreglan hér á landi gengur t.d. ekki dags daglega um vopnuð.
Guði sé lof fyrir það. - Ef stjórnvöld (lesist = Björn Bjarnason) gera ekkert í
málinu, getum við átt von á óargaöld hér á landi hvað varðar skotvopn
og nokun þeirra.
 
Vil minna á morðmálið á Selfossi árið 2004 eða 2005.
Krakki komst yfir byssu föður síns og varð vini að bana.
Þetta flokkast líklega ekki sem 'morðmál' heldur 'voðaskot'
í hugum einhverra. En hvernig skyldi aðstendendum dregnsins
sem varð fyrir þessu voðaskoti líða í dag??
Og hvað var gert í því máli? Ef eitthvað var gert.
Þetta mál var í fréttum á sínum tíma og síðan ekki söguna meir!
Missti sá maður byssuleyfið? Voru vopn hans gerð upptæk?
Voru reglur hertar um byssueign og geymslufyrirkomulag
eftir þennan harmleik? Mjög líklega ekki! A.m.k. man ég ekki
eftir fréttum af slíkum aðgerðum í kjölfar þessa harmleiks.

Mikilvægt er að semja reglugerð um þá sem hafa leyfi fyrir skotvopnum, 
og ef fjölskyldumeðlimir eða aðrir komast yfir þessi skotvopn,
að þá missi viðkomandi skotvopnaleyfið. Einfaldlega og engar refjar.
En af hverju þarf fyrrverandi lögreglumaður á leyfi að halda
fyrir marghleypu sem svo sonur hans tekur ófrjálsri hendi
og skýtur á, af öllu, leikskóla?
 
Þarf að rannsaka eitthvað hér? Var þessi drengur í þessum leikskóla á sínum tíma?
Var drengurinn að ná sér niðri á veru sinni á leikskólanum, eða hvað?
Þetta er mjög alvarlegt mál. Af hverju skaut hann ekki úr byssunni á fleiri staði?
Hann virtist bara hafa skotið á leikskólann.

Þeir sem eiga skotvopn, eiga ekki að bjóða upp á það að almenningi stafi hætta af þeim.
Ef einstaklingur getur ekki átt byssu án þess að einhverjir vitleysingar veifi þeim um í
hverfum borgarinnar, svo ekki sé nefnt að verið sé að skjóta á leikskóla, á sá hinn sami
að missa byssuleyfið tafarlaust og öll skotvopn viðkomandi verði gerð upptæk.

T.d. þegar var verið að rannsaka morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni, þá
hafði sonur grunaðs morðinga, ásamt vini, verið á fullu að prófa að skjóta úr byssu grunaðs,
eftir að hafa nappað byssu og skotum frá þessum grunaða föður.

Þeir vinirnir voru sem betur fer ekkert að beina byssu að borgurum Reykjavíkur, en voru að
prófa byssu á víðavangi. En það er engin afsökun.
Byssur á glámbekk eru alltaf vísun á harmleik

Mikilvægt er að herða reglur um byssuleyfi og byssueign. Ef ekkert veður að gert, eigum við
óöld yfir hausnum á okkur. Skora á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að keyra
nýja og herta reglugerð um skotvopnaeign í gegnum þingið!!!
 
Við erum lítið land og fámenn á við mörg önnur Evrópulönd og eigum að geta
haft hemil á byssum, byssueign og þar af leiðandi einstaklingum sem
dúkka upp hér af og til upp úr 'skotgröfunum.'

mbl.is Skaut úr skammbyssunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband