Hver notar gulldepluna?

Fróðlegt væri að vita hvernig gulldeplan er notuð; hver kaupir hana og til hvers. Það vantar í fréttina fyrir okkur hin fáfróðu. Það kemur fram hjá fyrsta bloggara fréttarinnar gagnrýni á veiði þessarar tegundar vegna þess að þessi fiskur hefur ekki verið rannsakaður nægilega.

Ég veit lítið um fiska, nema aðallega þá sem ég elda sjálf. Í gærkvöldi borðaði ég keilu sem keypt var í Sækónginum á Sogaveginum. Fiskurinn var verkaður í hvítlaukslegi og var hin fínasta fisksteik, enda var flakið þykkur vöðvi. 

Fyrir nokkrum árum keypti ég Hlýra hjá Steina á Sundlaugaveginum og steikti hann á pönnu. Þessi fiskur hefur svo flott skinn að hann selur sig sjálfan út á útlitið. Karfinn stendur alltaf fyrir sínu, hann er sælgæti, þegar hann er steiktur á pönnu. Og ég á reyndar eftir að gera meiri tilraunir með makrílinn, sem er verið að veiða hér.

Ég borðaði stundum loðnu hér fyrr á árum þegar loðnuveiðar voru í algleymingi. Loðnan er smáfiskur og var yfirleitt full af hrognum. Það mátti alveg borða þetta. En gulldeplan er mun minni fiskur en loðnan. Það er örugglega hægt að gera eitthvað með þennan smáfisk gulldepluna. Kannski getyr hún orðið gott "snakk" þegar á líður.

Hér áður fyrr var Steinbít og Skötusel hent fyrir borð á fiskiskipum. Í dag eru þessir fiskar verðmætir; a.m.k. þykja þeir herramansmatur.

Miðin við Ísland eru matarkista. Alger óþarfi að henda fiski og um að gera að veiða það sem býðst og gefur af sér tekjur.

En lesendur fréttar um gulldeplu, vilja örugglega vita meira um þennan fisk: hver kaupir hann, og hvernig er hægt að nota hann.


mbl.is Fyrsti gulldepluafli vetrarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Já, einmitt. Fréttamenn ættu að sýna það sjálfsagða frumkvæði að útvega okkur þessar upplýsingar.

Birnuson, 24.11.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, en þær hafa ekki borist, þegar þetta er skrifað. Því miður.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband