Fyrstu viðbrögð: afneitun

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttina á RÚV í kvöld að notandi KSÍ greiðslukorts á nektarklúbbi í Sviss færi í afneitun. - Það er alveg sama hvort slíkur aðili (eða aðilar) séu NÚNA búnir að borga herlegheitin úr eigin vasa.

Þú lesandi góður, býrði bara í bananalýðveldi, ef spillingin á að halda áfram að grassera hér. Það ríkir ekki bara spilling meðal miðaldra karla sem sækja sér glaðning á nektarbúllur; stjórnvöld eru líka spillt og við þurfum líka að veita þeim aðhald.

En það sem er vafasamt varðandi þessa frétt um mann/menn sem nota greiðslukort KSÍ inni á svissneskum næturklúbbi, alveg burt frá séð hvað slíkur klúbbur býður upp á (svo sem nektardans, súludans, kjöltudans, einkataíma á hótelherbergi, eða hvað svo sem boðið er upp á), að það er óásættanlegt að nota fjármagn íþróttahreyfingarinnar til slíkrar notkunar.  

Við skulum ekki8 gleyma því að stór hluti fjármagns sem kemur inn í íþróttahreyfinguna er styrkt af lotto.is - Lottóinu, sem þó nokkur hluti landsmanna styrkir, viku eftir viku.

Ég legg til að lottóspilarar þessa lands hætti að leggja lag sitt við slíka spilamennslu, ef að það fjármagn þes þeir leggja i þetta fer í einhverju magni í risnu formanna íþróttafélaga, sem fela í sér heimsóknir á klámbúllur þeirra sömu og þ.a.l. til að sinna kynferðislegum þörfum hinna sömu.

Ég vil taka þaðö fram að ég spila ekki reglulega í lotto.is, þó að það komi fyrir að ég kaupi mér eina töð fyrir fimmtíu kall. En ég mun líklega aldrei gera það oftar, eftir þessar fréttir. Það gengur ekki að feitir fíklar sói mögru fjármagni íþróttahreyfingarinnar. Og svo er þetta alltaf að kvarta yfir fjárskorti? Alveg eins og öryrkjarnir? 

Heyrum við kannski næst fréttir af misnotkun á greiðslukortum einhverra stjóra hjá öryrkjasamtökum, eða hvað?


mbl.is Óskar skýringa frá KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband