Af hverju bara ekki vegahappdrætti í stað vegaskatts?

Enn einn skatturinn á landsmenn, er eina hugmynd stjórnvalda, sem vilja leggja vegtoll bifreiðaeigendur. Er ekki komið nóg af sköttum á landslýð sem margir hverjir eru að sligast undan alls konar afborgunum og svo ku skattar fara hækkandi á nýju ári.

Hvernig væri að stjórnvöld fjármögnuðu þessar vegaframkvæmdir með ríkisskuldabréfum sem almenningur fengi færi á að taka þátt í, t.d. með því að kaupa að lágmarki 10 til 50 þúsund króna skuldabréf með gjalddaga á einhverjum x-degi í nánustu framtíð.

Þetta fyrirkomulag var haft þegar ríkið lagði til atlögu um að leggja hringveginn til enda. Gefin voru út skuldabréf sem sem fólk gat keypt. Var þetta vinsælt enda var þetta skuldabréfaútboð happdrætti í leiðinni. Þannig að ákv. fjöldi þessara skuldabréfa voru dregin út fyrir gjalddaga.

Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var, þ.e. hvort úttdregin skuldabréf fengu bónusgreiðslu eða voru bara greidd út fyrir gjalddagann með áföllnum vöxtum. 

En eins og við vitum eru bankarnir 'stútfullir af peningum almennings' sem þorir ekki að taka neina áhættu með fjármagn sitt, nema hafa þá í vörslu ríkisins. 

En Adam veður ekki lengi í Paradís, ef erlendir aðilar eru að fara að eignast íslensku bankana. Treystir einhver ókunnugum fjárfestingarðila til að reka íslenskan banka?

Landinn var amk gersamlega græneygður þegar Björgólfur nokkur fékk Landsbankann á silfurfati fyrir örfáum árum.  Bankinn er gjaldþrota.

Landinn var ekki minna grænn milli eyranna þegar framsóknarmaður nokkur, í makki með Ól ánssömum samflokksmanni, fengu Búnaðarbankann til kaups á gjafverði. Bankinn er kominn í þrot í dag. 

Ef Íslendingar geta ekki treyst íslenskum aðilum til að reka bankana, hvernig eiga þeir að treysta ókunnugum aðilum til þess? Auðvitað er þetta ekki spurning um þjóðerni. En mín tilfinning er sú að þeir sem hafa áhuga á að kaupa banka, eru aðilar sem eru virkir í fjárfestingum, og í þeirra augum er eina markmiðið að græða; bankar eru ekki reknir með hag viðskiptavinarins í huga.


mbl.is Hugmyndir um vegtolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er ekki ráðið öllu fremur, að draga úr sköttum og öðrum álögum á almenning og jafnframt að skera niður ríkisútgjöldin með því að leggja niður ýmsar ríkisreknar stofnanir, og fækka sendiráðum og skólum ?

Tryggvi Helgason, 29.10.2009 kl. 03:41

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Jú, einmitt: en fyrst og fremst að skera niður ríkisútgjöldin og fækka stofnunum. Nærtækasta dæmið er að leggja ALFARIÐ niður skúffufé ráðherranna.

Enginn vill hærri skatta, en leggja mætti hærri skatta á munaðarvarning frekar en á matvæli, bækur og hærri tryggingargjald á atvinnustarfsemi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.10.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Fækka skólum????

er ekki allt í lagi þarna uppi eða??

ef eitthvað er þá þarf að taka til í þessu blessaða menntakerfi og gera fólki auðveldara að komast í skóla, gera það verkum að fólk þarf ekki að taka milljónir í lán til þess eins að klára skóla, einnig þarf að bæta kennsluna.

Menntun er og verður alltaf framtíðinn.


Arnar Bergur Guðjónsson, 30.10.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband