Ætla ekki að greiða skuldir óreiðumanna

Þótt að Landsbankinn hafi leyst til sín einn húskofa Hannesar Smárasonar, er það bara dropi í hafið af Ice-save skuld Landsbankans. Þótt að ég, og þú segjum: við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna, höfum við nú þegar verið að borga þær: með hækkandi verðlagi á öllu hér vegna falls krónunnar.

Það er alveg sama hvað við æpum á torgum úti: "við ætlum ekki að borga þetta" að þá mun reikningurinn lenda á okkur á endanum. Nema eitthvað verði að gert.

Við eigum nefnilega von á ríflegri skattahækkun í boði núverandi ríkisstjórnar. Bæði beinni skattahækkun  sem og óbeinni í formi hærri virðisaukaskatts. 

Öll þessi hækkun er tilkomin vegna þess að okkur er ætlað að greiða fyrir eyðslu óreiðumanna.

Einn húskofi H. Smárasonar er bara dropi í hafið til að dekka greiðslur óreiðumannanna, sem tóku ófurlán í fyrirtækjum sem þeir voru stórir hluthafar í, en 'sýnilegar' eignir þeirra dekka engan veginn það bil sem þarf til að við almúginn sleppum undan ofurgreiðslufarginu sem þessir aðilar hafa komið okkur í.

Ríkið virðist ekki hafa nein önnur úrlausnarefni en að láta okkur skattborgarana blæða, með því að innheimta af okkur æ hærri skatta.

En mottó okkar skttaborgarana veður að vera: við ætlum ekki að greiða skuldir óreiðumanna; hvernig svo sem við förum að því að fylgja því eftir.


mbl.is Gengið að húsi Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég get engan veginn skilið er eftirfarandi:
Sambýliskona hans á Fjölnisvegi 9 en ekki Hannes ... keypti hún húsið, ef svo er, fyrir hvaða peninga ? ef ekki, fékk hún húsið gefins ? ef svo er, telst það þá ekki til tekna og fullur skattur rukkaður af slíkri gjöf í samræmi við skatta og skyldur ?

Já og að lokum, venjuleg hjón/sambýlisfólk fara bæði á hausinn þegar útgjöld verða hærri en innkoma, gilda aðrar reglur fyrir þotuliðið ?

Sævar Einarsson, 8.10.2009 kl. 03:10

2 identicon

Sævarinn: Auðvitað gilda aðrar reglur fyrir þotuliðið. Hlutafélag í eigu Hannesar átti húsin, og það fór á hausinn - ekki Hannes og frú.

Venjulegt fólk sem á ekki hlutafélag þarf að burðast með gjaldþrot á bakinu árum saman en Hannes getur stofnað nýtt hlutafélag um nýjar skuldir strax í dag, og sett það í þrot á morgun.

nn (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 05:18

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

 Ég tel víst að það á ekki að  vera hægt að ganga á eiginkona sé hún skrifuð fyrir eignunum, eins og t.d. fasteigninni. Svo ef þau eru skilin á borð og sæng en búa samt saman að þá getur fasteignin verið á nafni konunar. Og í svona alvarlegum málum eins og þessu svínaríi að þá er sennilega allt gert til að fá sönnur á það hvort um svindl sé að ræða hjá hjónum varðandi fasteignir eins og t.d. í þessu tilfelli.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.10.2009 kl. 09:28

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Nei Sævarinn og nn það gilda ekki aðrar reglur um þotuliðið, það hefur verið hægt hingað til að sofna nýja kennitölu og búa til nýtt fyrirtæki þegar það gamla er að fara á hausinn og taka allar eigur gamla fyrirtækisins sem einhver verðmæti eru í og flytja það yfir í nýju kennitöluna. Það hefur líka verið hægt hingað til að skrifa eignir yfir á eiginkonuna þar sem ekki má ganga á hennar eigur.  Lesið þið ykkur til um þær reglur og lög sem eru í gildi hér á Íslandi, nokkuð víst að það þarf að breyta þeim.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.10.2009 kl. 09:37

5 identicon

Úr fréttinni: "Landsbankinn hefur gengið að félaginu Fjölnisvegi 9".

Hannes er ekki gjaldþrota. Bara félagið "Fjölnisvegur 9" (sem að á ekki lengur húsið á Fjölnisvegi 9).

Það gilda ekki sömu lög um einkafyrirtæki og einstaklinga, því að það er ómögulegt að stofna nýjan einstakling, færa eignir sínar yfir á hann og halda áfram að lifa í gegnum hann eftir að gamli einstaklingurinn verður að eign kröfuhafanna með skuldunum. Það er hins vegar auðvelt með einkafyrirtæki.

Þar sem útrásarvíkingarnir stofnuðu flestir einkafyrirtæki utan um allt sitt líf gilda fyrirtækjareglurnar um þá, en einstaklingsreglur um almenning. Björgólfur eldri klikkaði reyndar á þessu.

nn (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:51

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður gleymdist að uppfæra íslenska lagaverkið með hliðsjón af öllum þeim hættum sem einkavæðing bankanna og reyndar áður kvótabraskið einnig, bauð upp á.

Þegar athafnamaður óttast fyrirhugað gjaldþrot, þá hafa þeir oft gert svonenfda kaupmála þar sem skráðar eignir eru færðar á eiginkonuna/eiginmanninn. Þegar bú viðkomandi er tekið til gjaldþrotaskipta, er unnt að ógilda aftur í tímann þessa kaupmála eða eignaskiptasamninga. Þeir eru þá einskis virði.

En hér skiptir máli að þessi réttur er bundinn við vissan tíma og fresti. Því ríður á að kröfuhafa/skuldheimtumenn krefist gjaldþrots nógu snemma.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband