11.8.2009 | 23:03
Það er alltaf skekkja í útreikningum bóta ... Brettið upp ermarnar!
Aldrei er tekið tillit til verðbólgu. Það er óréttlátt. Og svo er annað sem fólk þarf að gera sér grein fyrir þegar það gerir skattaskýrsluna sína, eða lætur endurskoðanda gögn í té til þess.
Núna eru margir einstaklingar í kröggum og á eftir með að borga mánaðarlega reikninga sína. Félög eins og Orkuveitan, Síminn, Vodafone reikna sér dráttarvexti og vanskilakostnað á reikninga strax daginn eftir, ef reikningur hefur ekki verið borgaður á eindaga. Vanskilakostnaðurinn er sérstaklega hár: 450 kall og jafnvel 900 kall hjá Símanum.
Öll þessi gjöld eiga einstaklingar rétt á að telja fram sem fjármagnsgjöld á Skattskýrslunni sinni. Vildi benda ykkur á þetta, þegar þið gerið skattskýrsluna ykkar næst. Þess vegna er mikilvægt aö halda utan um alla greidda reikninga sem þið greiðið og skráið hjá ykkur í þar til gerða reiti hvað þið borguðuð í dráttarvexti og vanskilakostnað.
Þeir sem hafa hafnað því að fá senda greiðsluseðla í pósti, verða að koma sér upp skráningarkerfi, nema þessar upphæðir séu aðgengilegar á netinu í heimabankanum m.v. þá reikninga sem hafa veirð borgðir.
Sem sagt: ekki gefa nein fjármagnsgjöld eftir á móti þeim fjármagnstekjum sem þið fáið greidd.
Vaxtahækkunin kann að skekkja útreikninga bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.