Verri frétt? Sagði hann nokkuð?

"Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa" segir í fyrirsögn fréttarinnar um Pál Hreinsson, formann Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Landinn hefur lesið ýmsar fréttir sem tengjast bankahruninu á s.l. mánuðum og hefur hann fengið svigrúm til að hneykslast og fá sjokk, vegna yfirgengilegrar lántöku skyldra aðila bankanna og þann flottræfilshátt sem þeir hinir sömu hafa haft uppi við byggingar á sumarhúsum, kaup á þotum, snekkjum og flottræfilsbifreiðum.

Ef Páll Hreinsson er að boða okkur þjóðinni nýjar fréttir og boðskap er tengist bankahruninu, þann 1. nóvember 2009, þá þurfa ýmsir að fara að biðja fyrir sér. Ég hefði haldið að botninum væri náð í fréttaflutningi af ofurlaunum, ofurlántökum og spillingu kjölfestufjárfesta bankanna.

En ef Alþingisnefndin hefur eitthvað nýtt fram að færa, þá eru það góðar fréttir. Því allt verður að færa upp á yfirborðið. En getur það sem við vitum nú þegar, versnað?

Eða þarf þjóðin bara að borga brúsann til þessarar Rannsóknarnefndar Alþingis, til að segja það sem við vitum öll nú þegar?

Hvað kostar þessi Rannsóknarnefnd Alþingis þjóðina?

Þurfum við að borga laun svona nefndar með hærri sköttum á næsta ári?


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ythvað mikið hefur verið að, og að Bretar visu að því......(Sorry about my poor Icelandic).

The British would not have frozen "IceSave" assets if they did not have a valid reason....The Icelandic Government did not persue the legal route and said they would not go to Law courts to sue the British Government. The British Government has invited The Icelandic Banks to sue them........27 Nations want Iceland to settle "IceSave. This is not "Kugun" This is something that has to be brought forward for all to see.........I am sure that the news will be really embarrasing for Iceland.....I really do wish you good luck....I really do...

A friend of Iceland that just wants to see you do what is right..Get the real Gangsters that put you where you are.........

Fair Play (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gæti ekki verið að hann sé að tala um fólk sem við erum ekki að ímynda okkur að hafi tengst þessu, ef til vill stjórnmálamenn hver veit. Svo er svo afstætt hvað eru verstu fréttirnar fyrir hvern og einn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.8.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Yes, something was terribly wrong - eitthvað mikið var að.
And the British are not stupid or else they would not hafve put Iceland under their Terrorist Act. 
 
As far as I know, a trunkloads of money were being transferred from the Icelandic bank branches in London, and the British Secret Service were aware of this. This was a theft on the behalf of the owners of these banks.
 
The thieves were owners and presidents of Icelandic banks, and it is important that the Icelandic procecutors get hold of the possesions of these guys. Wherever these gan be found. If not, we can expect a revolution here in Iceland. A real revolution. Not a simple protest in front of Althingi, as we have witnessed in the near past.
 
The British and other nationalities are not supposed to suffer from Icelandic banking-gangsters.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.8.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband