Hneyksli hvernig aðilum er mismunað, sem hafa fengið lán hjá KB banka! Er þetta brot á Stjórnarskrá Íslands þegar aðilum er mismunað svona?

Pétur Blöndal segir í fréttinni að minni hluthafar bankans hafi líklega verið hlunnfarnir af því að þeir fengu ekki eins stór lán og stóru eigendur bankans. Halló? Áttu hluthafar bara að fá lán hjá bankanum, si svona? Eða var þetta svona "2007 týzka" að allir hefðu átt að taka lán? Og til hvers? Kaupa hlutabréf í KB banka, Range Rover, litla skútu eða gvuð veit hvað?
 
En það sem kemur ekki fram í máli Péturs, var að þessir stóru hlutafjáreigendur KB banka, fengu þessi lán, án þess að leggja fram viðundandi ábyrgðir eða veð. Ef eitthvað var, fólst veðið kannski í hlutabréfunum í bankanum sjálfum.
 
En þegar fór að harðna á dalnum, og hlutabréf íslensku bankanna að lækka all verulega, fóru fram veðköll. Veðköll voru gerð til þeirra aðila sem skulduðu KB banka fúlgur fjár vegna hlutabréfakaupa (þetta gilti einnig um hina bankana).
 
En starfsmenn KB banka fengu bara sín lán felld niður. Engin veðköll - bara strikað út með einu pennastriki. Þessi aðferð var líka í gangi í öðrum bönkum. Nota Bene, kaup Birnu Einarsdóttur í Glitni banka voru látin gufa upp. 
 
En svo horfir ekki meðö skuldir annarra aðila sem höfðu fengið lán hjá KB banka, og öðrum bönkum,  til kaupa á hlutabréfum í bankanum eða vegna annarra fjármálagjörninga. Þeir þurfa að standa við sitt. Ég get ekki betur séð en að verið sé að mismuna einstaklingum. Þ.e. starfsmenn bankanna sitja greinilega ekki við sama borð og Jón og Gunna úti í bæ.
 
Þetta hlýtur að vera brot á 65. grein Stjórnarskrár Íslands, þegar aðilum er mismunað svona. En greinin hljóðar svo: (leturbreyting mín):
 
"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda
án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."
 
Ef ég skil aðsæðurnar rétt, þá þurfa Jón og Gunna að borga sín lán og hlýta veðköllum, en starfsmenn bankanna fá lánin sín niðurfelld með einu pennastriki.
 
Þetta er ljótt mál ef satt er. Fólk á að rísa upp á afturlöppunum gegn þessu og mótmæla.

mbl.is Hneykslaður á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband