28.3.2009 | 00:04
Löggan aftur og nýbúin ... Allir ţessir strákar hafa greinilega rćktunargeniđ í sér!
Lögreglan stöđvađi kannabisrćktun, í frétt á mbl.is:
"Lögreglan á höfuđborgarsvćđinu upprćtti enn eina kannabisverksmiđju í dag. Nú var stórtćk verksmiđja stöđvuđ í nýbyggđu einbýlishúsi í Hafnarfirđi. Ekki var flutt inn í húsiđ en um 300 plöntur í fullum blóma voru í húsinu. Tveir menn hafa veriđ handteknir vegna rannsóknar málsins."
Ţađ kemur á óvart hvađ ţessir strákar hafa 'grćna putta' miđađ viđ rćktina á öllum ţessum fínu plöntum. Á hverjum degi fáum viđ fréttir af strákum sem hafa veriđ handteknir fyrir kannabisrćktun. Ég bara skammast mín, enda hafa allar stofuplöntur hjá mér sungiđ sitt síđasta. Mér tókst ekki ađ halda endalausu lífi í ţessu. Ţegar ég lít yfir sviđiđ hjá mér sé ég bara bunka af gervistilkum í glćrum vasa. Ja hérna. Kannski vantađi mig hvatann til ađ leggja rćkt viđ stofuplönturnar. En ef ţetta hefđi veriđ rćktun til ađ hafa ágóđa af ţví, ţá hefđi mađur kannski veriđ natnari viđ plöntugreyin. Ćtli strákarnir tali viđ kannabisplönturnar sínar, eins og mađur heyrđi ađ húsmćđur gerđu hérna í gamla daga?
En strákarnir kunna ţetta greinilega og ţađ er kannski í ţeirra innsta eđli ađ rćkta grćnar plöntur, af ţví ađ ţetta er arđbćrt, en ţví miđur ólöglegt. Nú sitja kannski feđur og mćđur ţessara strákgutta og horfa í gaupnir sér og eru e.t.v. miđur sín yfir framferđinu. En ţau geta huggađ sig viđ ađ heimspekingurinn Plato hafđi einhvern tíma á orđi ađ "af öllum skepnum er drengur sá sem ill mögulegast er ađ hafa stjórn á" eđa eitthvađ á ţá leiđ.
Já, strákarnir fara sínu fram, hvađ sem tautar og raular. Og mig rámar í orđatiltćki, sem er líklega frá Kahlil Gibran, sem segir ađ 'börnin ţín eru ekki ţín. Ţau eru synir og dćtur Lífslöngunarinnar sjálfrar.' Vissulega hafa synir, og dćtur, löngun til ađ grćđa.
Ţannig ađ foreldrar rćktunargćjanna, eđa 'grćnu puttanna' eiga ekki ađ vera međ neitt samviskubit yfir uppeldinu. Afkvćmin bera ábyrgđ á sínum gjörđum. Og sinni lífslöngun.
Stórfelld kannabisrćktun stöđvuđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţetta eru yfirleitt ungir ómenntađir menn sem sjá ekki fram á annađ en atvinnuleysi, ţví freistandi ađ rćkta kannabis, mér skilst ađ ţađ sé ekki mjög flókiđ verk og gefur vel af sér. Ţeir eru óreyndir og láta ţví "bösta" sig. Ţykir líklegra ađ kannabis lćkki verđi frekar en hitt enda virđast menn vera ađ streyma inn á ţennan markađ.
Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 28.3.2009 kl. 01:26
Sćll Helgi, já ţessir strákar eru a.m.k. menntađir í ađ rćkta ţessar plöntur. Ţađ er ţekking og skólun út af fyrir sig. Vitanlega vill enginn láta "bösta" sig og sá sem fer út í ţessa rćktun gerir ţađ međ ţví markmiđi ađ reyna ađ fela ţetta vel. Samt hefur lögreglan komist á snođir um ţetta og gert mörg gróđurhús upptćk. En mun verđiđ bara ekki hćkka á ţessu, eftir ađ öll ţessi gróđurhús hafa veriđ tekin niđur?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 28.3.2009 kl. 21:01
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.