Í frétt á mbl. is segir m.a. um "Litlu Hafmeyjuna" að
"Ölgerðarmaðurinn Carl Jacobsen gaf Kaupmannahöfn styttuna árið 1913. Það var íslensk-danski myndhöggvarinn Edvard Eriksen, sem gerði styttuna og notaði Eline eiginkonu sína sem fyrirsætu."
Ekki hafði maður hugmynd um að þessi fræga stytta væri íslensk-ættuð!
Og svo:
"Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn, sem á minni afsteypu af Litlu hafmeyjunni, hefur boðist til að lána borginni sína styttu svo hún geti gætt steinsins við Löngulínu fyrir stóru systur sína á meðan hún er í útlöndum."
Djísús, þarf þetta að vera svo mikið mál? Er ekki einfaldast að gera nýja afsteypu af Hafmeyjunni til að senda á sýninguna í Sjanghæ? Enginn mun sjá muninn. Og leyfa hinni upprunalegu Hafmeyju að verma steininn við hafið. Ljótt að vera að hrófla meira við Hafmeyjunni en tilefni gefur til. Enda hefur hún mátt þola ómælt ofbeldi af hálfu alls konar kóna í gegnum tíðina: verið handarbrotin og hálshöggvin oftar en einu sinni og jafnvel lent í mansali, að mig minnir.
Það síðasta sem litla Hafmeyjan þarf á að halda þessa dagana er sjóveiki og eitthvað 'Hara-kiri' þarna austur í álfu. Besta lausnin fyrir Baunann er að senda nákvæma afsteypu af meyjunni. Þannig er henni best borgið og hefur það alveg sama auglýsingagildið.
Litla hafmeyjan send til Shanghæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Athugasemdir
Nei það hefur ekki sama auglýsingagildið að senda statista - þá væri nú hægt að nota spaugstofuna fyrir það mesta þarna uppfrá hjá ykkur
Jón Arnar, 13.3.2009 kl. 09:18
Æ, ég hélt bara að þeir hefði getað sent dna-afsteypu og allir yrðu ánægðir!
Ingibjörg Magnúsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.