Á hann meira dót í leikfangakassanum til að selja ódýrt?

Átti drengurinn eitthvað í þessum leikföngum
sem hann er að selja upp úr dótakassanum sínum
þessa dagana? Var þetta ekki bara allt veðsett á lánum hjá
íslenskum bönkum sem voru í einkaeigu okkar Íslendinga og hans sjálfs?
 
Mér barst reyndar fyrripartur af vísu í byrjun september s.l.
og er ég var að reyna að semja seinnipart við þessu fram eftir
vetri kom Jón Ásgeir og fleiri auðvitað upp í hugann:
 
21.10.2008 - Um Jón Ásgeir:

Gott er nú vínið og gleðin er nóg

Og Guð er nú fíni kallinn,

Svo staðreyndum þarf ég að stilla í hóf

en hvert á að sigla með dallinn?

 

6.3.2009 – Jón Ásgeir selur stóla og borð kontórs síns í Bretlandi, skv. fréttum á mbl.is:

Gott er nú vínið og gleðin er nóg

Og Guð er nú fíni kallinn,

Og stólum og borðum ég senn kem í lóg,

Því lausafjárstaðan er aðal gallinn.

 

 

 


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband